Biðst afsökunar á framkomu sinni í úrslitaleiknum

Franski knattspyrnumaðurinn Zinedine Zidane hefur beðist afsökunar á framferði sínu í úrslitaleiknum á HM um síðustu helgi þegar hann skallaði ítalska varnarmanninn Marco Materazzi og var sendur af velli í sínum síðasta leik. Hann segir Materazzi hafa látið mjög ljót orð falla um fjölskyldu sína. Nánar má lesa um málið á íþróttasíðu Vísis.