Flugskeytum rignir yfir Líbanon 14. júlí 2006 18:30 Flugskeytum hefur rignt yfir samgöngumannvirki og íbúðarhús í Líbanon í dag. Þjóðarleiðtogar um allan heim fordæma árásirnar, en Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar til stóð að þrýsta á Ísraelsmenn.Íslenskir flugvirkjar, sem eru í Beirút, leituðu í morgun skjóls fjær flugvellinum eftir aðra og harðari loftárás Ísraela.Ísraelar gerðu í dag enn eina árásina á mikilvægt samgöngumannvirki, að þessu sinni brú í suðurhluta landsins sem fór í sundur. Hundruð flugskeyta hefur beinlínis rignt yfir Líbanon í dag, aðalvegurinn á milli Damaskus og Beirút er í sundur og alls staðar þar sem Hizbollah liðar gætu mögulega haldið sig er ekki hikað við að gera árásir.Meira en sextíu hafa fallið í Líbanon í gær og í dag.Nær allir sem hafa látist eru óbreyttir borgarar og hræðslan er allsráðandi, enda ekkert grín að vita aldrei hvar næsta loftskeyti lendir.Allt byrjaði þetta með því að skæruliðar úr röðum Hizbollah rændu tveim ísralelskum hermönnum. Stjórnvöld í Ísrael telja nóg komið, eins og heimsbyggðin hefur fengið að verða vitni að.Um allan heim kveður þó við sama tón, aðgerðir Ísraela eru allt of harðar. Bæði Jacques Chirac Frakklandsforseti og Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu fordæmdu árásirnar í dag og sögðu þær úr öllu samhengi.Sem fyrr eiga Ísraelar þó hauk í horni þar sem Bandaríkjamenn eru. Þeir beittu í gær neitunarvaldi, þegar lögð var fram ályktun innan ráðsins, þess efnis að Ísraelar létu þegar af hernaðaraðgerðum sínum, gegn því að hermennirnir tveir yrðu látnir lausir.Íslensku flugvirkjarnir þrír í Líbanon fara ekki varhluta af því sem er að gerast.Eftir árásirnar í morgun færðu flugvirkjarnir sig á hótel lengra frá flugvellinum af ótta við árásirnar og þar munu þeir halda sig, þangað til þeir komast í burt. Erlent Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Flugskeytum hefur rignt yfir samgöngumannvirki og íbúðarhús í Líbanon í dag. Þjóðarleiðtogar um allan heim fordæma árásirnar, en Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar til stóð að þrýsta á Ísraelsmenn.Íslenskir flugvirkjar, sem eru í Beirút, leituðu í morgun skjóls fjær flugvellinum eftir aðra og harðari loftárás Ísraela.Ísraelar gerðu í dag enn eina árásina á mikilvægt samgöngumannvirki, að þessu sinni brú í suðurhluta landsins sem fór í sundur. Hundruð flugskeyta hefur beinlínis rignt yfir Líbanon í dag, aðalvegurinn á milli Damaskus og Beirút er í sundur og alls staðar þar sem Hizbollah liðar gætu mögulega haldið sig er ekki hikað við að gera árásir.Meira en sextíu hafa fallið í Líbanon í gær og í dag.Nær allir sem hafa látist eru óbreyttir borgarar og hræðslan er allsráðandi, enda ekkert grín að vita aldrei hvar næsta loftskeyti lendir.Allt byrjaði þetta með því að skæruliðar úr röðum Hizbollah rændu tveim ísralelskum hermönnum. Stjórnvöld í Ísrael telja nóg komið, eins og heimsbyggðin hefur fengið að verða vitni að.Um allan heim kveður þó við sama tón, aðgerðir Ísraela eru allt of harðar. Bæði Jacques Chirac Frakklandsforseti og Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu fordæmdu árásirnar í dag og sögðu þær úr öllu samhengi.Sem fyrr eiga Ísraelar þó hauk í horni þar sem Bandaríkjamenn eru. Þeir beittu í gær neitunarvaldi, þegar lögð var fram ályktun innan ráðsins, þess efnis að Ísraelar létu þegar af hernaðaraðgerðum sínum, gegn því að hermennirnir tveir yrðu látnir lausir.Íslensku flugvirkjarnir þrír í Líbanon fara ekki varhluta af því sem er að gerast.Eftir árásirnar í morgun færðu flugvirkjarnir sig á hótel lengra frá flugvellinum af ótta við árásirnar og þar munu þeir halda sig, þangað til þeir komast í burt.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira