Meginástæða hás vöruverðs úrelt landbúnaðarkerfi 17. júlí 2006 21:22 Mynd/Hrönn Axelsdóttir Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir matvælaskýrslu forsætisráðherra ekki fela í sér syndakvittun, þótt stjórnarformaður Baugs lesi úr henni að meginástæðan fyrir háu vöruverði sé úrelt landbúnaðarkerfi, ekki verslunin. Áhyggjur af fákeppni standi óhaggaðar og gripið verði til aðgerða til að bregðast við henni. Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs Group skrifar harðorða grein í Morgunblaðið í dag, þar sem hann segir að svarti pétur hins háa matvælaverðs sé fundinn. Hann hafi ekki fundist hjá Baugi heldur í fylgsnum stjórnmálamanna sem staðið hafi vörð um úrelt landbúnaðarkerfi á undanförnum árum og áratugum. Greinin er skrifuð í tilefni af skýrslu matvælanefndar þar sem kemur fram að verndartollar á búvörum séu ein helsta ástæða hás matvælaverðs á Íslandi. Hreinn er einkar hvass í garð Davíðs Oddssonar og einnig Össurar Skarphéðinssonar sem hafi fullyrt á alþingi árið 2002 að stóru verslunarkeðjurnar hefðu keyrt upp verð á matvælum. Hann rekur að í kjölfar bolludagsmálsins svokallaða hafi hann bent á þá fákeppni sem hér væri í framleiðslu helstu landbúnaðarafurða sem gerði mönnum einkar erfitt að bregðast við. Málefnaleg umræða um matarverð sé óhugsandi ef menn hafi ekki kjark til að horfast í augu við afleiðingar þess landbúnaðarkerfis sem hér sé við lýði. Forsætisráðherra ætlar ekki að tjá sig um skýrsluna fyrr en eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Páll Gunnar Pálsson segir hátt verð hinsvegar eiga sér orsakir bæði hjá opinberum aðilum og fákeppni á markaði. Fréttir Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir matvælaskýrslu forsætisráðherra ekki fela í sér syndakvittun, þótt stjórnarformaður Baugs lesi úr henni að meginástæðan fyrir háu vöruverði sé úrelt landbúnaðarkerfi, ekki verslunin. Áhyggjur af fákeppni standi óhaggaðar og gripið verði til aðgerða til að bregðast við henni. Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs Group skrifar harðorða grein í Morgunblaðið í dag, þar sem hann segir að svarti pétur hins háa matvælaverðs sé fundinn. Hann hafi ekki fundist hjá Baugi heldur í fylgsnum stjórnmálamanna sem staðið hafi vörð um úrelt landbúnaðarkerfi á undanförnum árum og áratugum. Greinin er skrifuð í tilefni af skýrslu matvælanefndar þar sem kemur fram að verndartollar á búvörum séu ein helsta ástæða hás matvælaverðs á Íslandi. Hreinn er einkar hvass í garð Davíðs Oddssonar og einnig Össurar Skarphéðinssonar sem hafi fullyrt á alþingi árið 2002 að stóru verslunarkeðjurnar hefðu keyrt upp verð á matvælum. Hann rekur að í kjölfar bolludagsmálsins svokallaða hafi hann bent á þá fákeppni sem hér væri í framleiðslu helstu landbúnaðarafurða sem gerði mönnum einkar erfitt að bregðast við. Málefnaleg umræða um matarverð sé óhugsandi ef menn hafi ekki kjark til að horfast í augu við afleiðingar þess landbúnaðarkerfis sem hér sé við lýði. Forsætisráðherra ætlar ekki að tjá sig um skýrsluna fyrr en eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Páll Gunnar Pálsson segir hátt verð hinsvegar eiga sér orsakir bæði hjá opinberum aðilum og fákeppni á markaði.
Fréttir Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira