
Sport
Baldomir vann sannfærandi sigur á Gatti

Argentínumaðurinn Carlos Alberto Baldomir vann í nótt sannfærandi sigur á Kanadamanninum Arturo Gatty í bardaga þeirra um WBC-titilinn í veltivigt. Baldomir hafði yfirhöndina allan tímann og sló Gatti tvisvar niður með stuttu millibili í 9. lotu og var í kjölfarið dæmdur sigurinn. Gatti sagðist vera að hugsa um að leggja hanskana á hilluna eftir bardagann, en Baldomir hefur augastað á Bretanum Ricky Hatton í framtíðinni. Bardaginn var sýndur beint á Sýn.