Ægisdyr vilja frekari rannsóknir á jarðgöngum til Vestmannaeyja 28. júlí 2006 17:00 MYND/Gunnar V. Andrésson Ný skýrsla á vegum Ægisdyra metur kostnað við göng milli lands og Eyja tugum milljörðum lægra en nefnd samgönguráðuneytisins. Formaður Ægisdyra vill að jarðgöngum verði haldið uppi á borðinu þar til frekari rannsóknir hafa verið framkvæmdar. Forsvarsmenn Ægisdyra, félags áhugamanna um jarðgöng milli lands og Eyja, kynntu í gær nýja skýrslu um jarðgöng til Vestmannaeyja. Skýrslan var unnin fyrir Ægisdyr af ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult. Kostnaður við jarðgöngin er metinn á rúmlega átján milljarða auk rannsóknarkostnaðar. Nefnd á vegum samgönguráðuneytisins vann skýrslu að beiðni Vegagerðarinnar upp úr sömu rannsóknum en mat kostnaðinn mun meiri eða um 70 milljarða króna. Ingi Sigurðsson, formaður Ægisdyra, segir fyrri skýrsluna hafa túlkað rannsóknirnar á versta veg. Í skýrslu Ægisdyra komi fram að frekari rannsókna sé þörf en ef ekkert stórvægilegt komi upp á sé kostnaðurinn þetta lítill. Eftir að nefnd samgönguráðuneytisins lauk störfum á dögunum kynnti Sturla ríkisstjórninni að starfshópur myndi vinna að undirbúningi hafnargerðar við Bakkafjöru og leita að ákjósanlegri ferju. Ægisdyr krefjast þess nú að samgönguráðuneytið og bæjarstjórn í Vestmannaeyjum taki höndum saman og klári þær rannsóknir sem þarf til að meta möguleikana á göngum til Vestmannaeyja. Bora þurfi í landgrunninn við Heimaey og við land til að meta hversu dýr borunin muni verða. Þessar rannsóknir eigi að gera um leið og rannsóknir varðandi Bakkafjöru fara fram. Samgönguráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Ægisdyra þar sem tekið er fram að samgönguráðuneytið vinni að framtíðarlausnum í samgöngumálum Vestmannaeyja. Skýrsla Ægisdyra verði skoðuð en vinna við hafnargerð í Bakkafjöru mun halda áfram. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Ný skýrsla á vegum Ægisdyra metur kostnað við göng milli lands og Eyja tugum milljörðum lægra en nefnd samgönguráðuneytisins. Formaður Ægisdyra vill að jarðgöngum verði haldið uppi á borðinu þar til frekari rannsóknir hafa verið framkvæmdar. Forsvarsmenn Ægisdyra, félags áhugamanna um jarðgöng milli lands og Eyja, kynntu í gær nýja skýrslu um jarðgöng til Vestmannaeyja. Skýrslan var unnin fyrir Ægisdyr af ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult. Kostnaður við jarðgöngin er metinn á rúmlega átján milljarða auk rannsóknarkostnaðar. Nefnd á vegum samgönguráðuneytisins vann skýrslu að beiðni Vegagerðarinnar upp úr sömu rannsóknum en mat kostnaðinn mun meiri eða um 70 milljarða króna. Ingi Sigurðsson, formaður Ægisdyra, segir fyrri skýrsluna hafa túlkað rannsóknirnar á versta veg. Í skýrslu Ægisdyra komi fram að frekari rannsókna sé þörf en ef ekkert stórvægilegt komi upp á sé kostnaðurinn þetta lítill. Eftir að nefnd samgönguráðuneytisins lauk störfum á dögunum kynnti Sturla ríkisstjórninni að starfshópur myndi vinna að undirbúningi hafnargerðar við Bakkafjöru og leita að ákjósanlegri ferju. Ægisdyr krefjast þess nú að samgönguráðuneytið og bæjarstjórn í Vestmannaeyjum taki höndum saman og klári þær rannsóknir sem þarf til að meta möguleikana á göngum til Vestmannaeyja. Bora þurfi í landgrunninn við Heimaey og við land til að meta hversu dýr borunin muni verða. Þessar rannsóknir eigi að gera um leið og rannsóknir varðandi Bakkafjöru fara fram. Samgönguráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Ægisdyra þar sem tekið er fram að samgönguráðuneytið vinni að framtíðarlausnum í samgöngumálum Vestmannaeyja. Skýrsla Ægisdyra verði skoðuð en vinna við hafnargerð í Bakkafjöru mun halda áfram.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira