Prófar hljóðbombur til að vara við Kötlugosi 23. ágúst 2006 11:12 Mýrdalsjökull MYND/Stefán Karlsson Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hyggst í dag prófa hljóðbombur á svæðinu frá Þórsmörk að Hrafntinnuskeri en í athugun er að nota hljóðbombur til að vara við Kötlugosi ef til þess kemur. Hljóðbomburnar eru svipaðar að gerð og neyðarflugeldar en bjarmi kemur ekki af þeim aðeins hávær hvellur. Samskonar hljóðbombur hafa verið notaðar til að kalla út björgunarlið í bæjum og þorpum á Bretlandi með góðum árangri. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og viðbragðsaðilar hafa unnið að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegs eldgoss undir Mýrdalsjökli. Gerðir voru m.a. upplýsingabæklingar fyrir þá sem búa á áhrifasvæði jökulhlaupsins sem því fylgir. Í mars sl. var haldin æfing sem bar heitið "Bergrisinn 2006". Æfð voru samhæfð viðbrögð viðbragðsaðila og íbúa en þar má nefna m.a. boðun og rýmingu fólks af hættusvæðum. Á þessu svæði eru margir vinsælir ferðamannastaðir. Ef eldgos hefst í Kötlu þá er nauðsynlegt að koma upplýsingum til allra á svæðinu á eins stuttum tíma og mögulegt er. Húseigendur og skráðir íbúar á svæðinu fá talskilaboð í heimasíma og SMS í GSM síma. Ekki er mögulegt að nota þá tækni fyrir ferðamenn á svæðinu og því er hugmyndin að nota hljóðbombur til að vara ferðamenn við, ef eldgos hefst í Kötlu. Til að fá fullvissu hvort þessi aðferð virki eins vel og vonir standa til þá verða hljóðbombur prófaðar í dag milli kl. 16:00-24:00 á svæðinu frá Þórsmörk að Hrafntinnuskeri. Til samanburðar verður tívolíbombu skotið á loft. Fólk er beðið að sýna skilning meðan á prófuninni stendur. Ef vel tekst til mun þessum hljóðbombum verða komið fyrir í skálum á svæðinu þar sem þær verða hluti af viðvörunarkerfi til ferðamanna og jafnframt verður gefinn út bæklingur fyrir ferðamenn og upplýsingaskilti verða sett upp við helstu gönguleiðir. Þessi ferð er í samstarfi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjórans, almannavarnanefndar Rangárvallasýslu og Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Í sömu ferð munu fulltrúar björgunarsveita, lögreglu og sýslumannsembættisins í Rangárvallasýslu koma fyrir viðvörunarskilti um hrun úr íshellum við Hrafntinnusker. Fréttir Innlent Katla Kötlufréttir Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hyggst í dag prófa hljóðbombur á svæðinu frá Þórsmörk að Hrafntinnuskeri en í athugun er að nota hljóðbombur til að vara við Kötlugosi ef til þess kemur. Hljóðbomburnar eru svipaðar að gerð og neyðarflugeldar en bjarmi kemur ekki af þeim aðeins hávær hvellur. Samskonar hljóðbombur hafa verið notaðar til að kalla út björgunarlið í bæjum og þorpum á Bretlandi með góðum árangri. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og viðbragðsaðilar hafa unnið að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegs eldgoss undir Mýrdalsjökli. Gerðir voru m.a. upplýsingabæklingar fyrir þá sem búa á áhrifasvæði jökulhlaupsins sem því fylgir. Í mars sl. var haldin æfing sem bar heitið "Bergrisinn 2006". Æfð voru samhæfð viðbrögð viðbragðsaðila og íbúa en þar má nefna m.a. boðun og rýmingu fólks af hættusvæðum. Á þessu svæði eru margir vinsælir ferðamannastaðir. Ef eldgos hefst í Kötlu þá er nauðsynlegt að koma upplýsingum til allra á svæðinu á eins stuttum tíma og mögulegt er. Húseigendur og skráðir íbúar á svæðinu fá talskilaboð í heimasíma og SMS í GSM síma. Ekki er mögulegt að nota þá tækni fyrir ferðamenn á svæðinu og því er hugmyndin að nota hljóðbombur til að vara ferðamenn við, ef eldgos hefst í Kötlu. Til að fá fullvissu hvort þessi aðferð virki eins vel og vonir standa til þá verða hljóðbombur prófaðar í dag milli kl. 16:00-24:00 á svæðinu frá Þórsmörk að Hrafntinnuskeri. Til samanburðar verður tívolíbombu skotið á loft. Fólk er beðið að sýna skilning meðan á prófuninni stendur. Ef vel tekst til mun þessum hljóðbombum verða komið fyrir í skálum á svæðinu þar sem þær verða hluti af viðvörunarkerfi til ferðamanna og jafnframt verður gefinn út bæklingur fyrir ferðamenn og upplýsingaskilti verða sett upp við helstu gönguleiðir. Þessi ferð er í samstarfi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjórans, almannavarnanefndar Rangárvallasýslu og Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Í sömu ferð munu fulltrúar björgunarsveita, lögreglu og sýslumannsembættisins í Rangárvallasýslu koma fyrir viðvörunarskilti um hrun úr íshellum við Hrafntinnusker.
Fréttir Innlent Katla Kötlufréttir Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira