Ungmennin yfirheyrð í dag 3. september 2006 12:10 Til óeirða kom milli lögreglu og unglinga í Skeifunni skömmu eftir miðnætti í nótt en hátt í 200 unglingarnir voru þar samankomnir vegna einkasamkvæmis. Lögregla beitti kylfum í átökunum en tíu manns voru handteknir og gistu fangageymslur í nótt. Ungmenning höfðu safnast saman vegna einkasamkvæmis sem haldið var í Húnabúð, sem er salur á vegum Húnvetningafélagsins í Skeifunni 11. Færri komust þó að en vildu í samkvæmið en um hundrað og fimmtíu til tvö hundruð ungmenni voru utandyra. Öryggisverðir sem voru á ferð í nágrenninu sáu hvar ungur maður kastaði af sér þvagi í hraðbanka SPRON og létu þeir lögreglu vita. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fengu þeir ábendingu um að einn maður hafi skallað annan og ætluðu að hafa tala af honum sökum þess. Hann brást hinn versti við og var þá handtekinn. Nokkur hópur ungmenna veittist þá að lögreglunni og reyndi að koma í veg fyrir handtökuna og frelsa manninn. Lögreglan átti fótum sínum fjör að launa og þurfti að flýja af vettvangi með hinn handtekna á meðan grjóti og flöskum ringdi yfir lögreglubifreiðina. Allt tiltækt lögreglulið Reykjavíkur var því kallað út og voru á þríðja tug lögreglumanna frá lögreglunni í Reykjavík og Sérsveit RLS á vettvangi er mest var. Ítrekuðum fyrirmælum lögreglu til ungmennanna um að koma sér á brott var ekki sinnt. Til mikilla átaka kom á milli lögreglu og unglinganna en ungmennin létu öllum illum látum að sögn lögreglu, sem beitti kylfum í átökunum. Tíu manns voru handteknir og gistu þeir fangageymslur í nótt. Ungmennin, sem öll eru á framhaldsskólaaldri verða yfirheyrð í dag. Þau eiga hugsanlega yfir sér ákæru eða sektir fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og hindra hana í starfi. Fréttir Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Til óeirða kom milli lögreglu og unglinga í Skeifunni skömmu eftir miðnætti í nótt en hátt í 200 unglingarnir voru þar samankomnir vegna einkasamkvæmis. Lögregla beitti kylfum í átökunum en tíu manns voru handteknir og gistu fangageymslur í nótt. Ungmenning höfðu safnast saman vegna einkasamkvæmis sem haldið var í Húnabúð, sem er salur á vegum Húnvetningafélagsins í Skeifunni 11. Færri komust þó að en vildu í samkvæmið en um hundrað og fimmtíu til tvö hundruð ungmenni voru utandyra. Öryggisverðir sem voru á ferð í nágrenninu sáu hvar ungur maður kastaði af sér þvagi í hraðbanka SPRON og létu þeir lögreglu vita. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fengu þeir ábendingu um að einn maður hafi skallað annan og ætluðu að hafa tala af honum sökum þess. Hann brást hinn versti við og var þá handtekinn. Nokkur hópur ungmenna veittist þá að lögreglunni og reyndi að koma í veg fyrir handtökuna og frelsa manninn. Lögreglan átti fótum sínum fjör að launa og þurfti að flýja af vettvangi með hinn handtekna á meðan grjóti og flöskum ringdi yfir lögreglubifreiðina. Allt tiltækt lögreglulið Reykjavíkur var því kallað út og voru á þríðja tug lögreglumanna frá lögreglunni í Reykjavík og Sérsveit RLS á vettvangi er mest var. Ítrekuðum fyrirmælum lögreglu til ungmennanna um að koma sér á brott var ekki sinnt. Til mikilla átaka kom á milli lögreglu og unglinganna en ungmennin létu öllum illum látum að sögn lögreglu, sem beitti kylfum í átökunum. Tíu manns voru handteknir og gistu þeir fangageymslur í nótt. Ungmennin, sem öll eru á framhaldsskólaaldri verða yfirheyrð í dag. Þau eiga hugsanlega yfir sér ákæru eða sektir fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og hindra hana í starfi.
Fréttir Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent