Sigurður Kári sækist eftir 2. sæti í öðru hvoru kjördæmanna 14. september 2006 09:25 Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sækist eftir 2. sæti framboðslista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Hann hefur því ákveðið að gefa kost á sér í 4. sætið í komandi prófkjöri flokksins. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík lagði til að haldið yrði prófkjör vegna uppröðunar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir alþingiskosningar næsta vor. Í tilkynningu segir Sigurður Kári að í komandi prófkjöri muni hann sækjast eftir því að honum verði falið frekara hlutverk og aukin ábyrgð fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og kjósenda í Reykjavík. "Því býð ég mig fram í 4. sæti í komandi prófkjöri," segir Sigurðu Kári Kristjánsson í tilkynningunni. Að undangengnu prófkjöri haustið 2002 var Sigurður Kári kjörinn þingmaður Reykvíkinga í Alþingiskosningunum vorið 2003. Á Alþingi gegnir hann formennsku í menntamálanefnd Alþingis, en á jafnframt sæti í allsherjarnefnd og iðnaðarnefnd þingsins og er varamaður í utanríkismálanefnd. Þá hefur Sigurður Kári átt sæti í Norðurlandaráði og gegnir formennsku Íslandsdeildar Þingmannaráðstefnu um Norðurskautsmál. "Ég hef um langt skeið starfað á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Ásamt því að vera þingmaður flokksins hef ég átt sæti í miðstjórn og framkvæmdastjórn hans, gengt embætti formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna, átt sæti í stjórn Heimdallar og gegnt fleiri trúnaðarstöðum fyrir flokkinn. Í störfum mínum á Alþingi hef ég lagt fram fjölda lagafrumvarpa og hef jafnframt verið virkur þátttakandi í þjóðmála- og stjórnmálaumræðu á Íslandi. Hef ég í störfum mínum lagt ríka áherslu á að gæta hagsmuna skattgreiðenda, en auk þess látið mig efnahagsmál, menntamál, utanríkismál og öryggis- og einkamál almennra borgara á Íslandi miklu varða," segir Sigurður Kári í tilkynningunni. Sigurður Kári Kristjánsson er 33 ára gamall Reykvíkingur. Hann er lögfræðingur að mennt og lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1999. Áður en hann var kjörinn Alþingismaður starfaði hann sem lögmaður á lögmannsstofunni Lex í Reykjavík. Sigurður Kári er í sambúð með Birnu Bragadóttur, flugfreyju og háskólanema. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sækist eftir 2. sæti framboðslista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Hann hefur því ákveðið að gefa kost á sér í 4. sætið í komandi prófkjöri flokksins. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík lagði til að haldið yrði prófkjör vegna uppröðunar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir alþingiskosningar næsta vor. Í tilkynningu segir Sigurður Kári að í komandi prófkjöri muni hann sækjast eftir því að honum verði falið frekara hlutverk og aukin ábyrgð fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og kjósenda í Reykjavík. "Því býð ég mig fram í 4. sæti í komandi prófkjöri," segir Sigurðu Kári Kristjánsson í tilkynningunni. Að undangengnu prófkjöri haustið 2002 var Sigurður Kári kjörinn þingmaður Reykvíkinga í Alþingiskosningunum vorið 2003. Á Alþingi gegnir hann formennsku í menntamálanefnd Alþingis, en á jafnframt sæti í allsherjarnefnd og iðnaðarnefnd þingsins og er varamaður í utanríkismálanefnd. Þá hefur Sigurður Kári átt sæti í Norðurlandaráði og gegnir formennsku Íslandsdeildar Þingmannaráðstefnu um Norðurskautsmál. "Ég hef um langt skeið starfað á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Ásamt því að vera þingmaður flokksins hef ég átt sæti í miðstjórn og framkvæmdastjórn hans, gengt embætti formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna, átt sæti í stjórn Heimdallar og gegnt fleiri trúnaðarstöðum fyrir flokkinn. Í störfum mínum á Alþingi hef ég lagt fram fjölda lagafrumvarpa og hef jafnframt verið virkur þátttakandi í þjóðmála- og stjórnmálaumræðu á Íslandi. Hef ég í störfum mínum lagt ríka áherslu á að gæta hagsmuna skattgreiðenda, en auk þess látið mig efnahagsmál, menntamál, utanríkismál og öryggis- og einkamál almennra borgara á Íslandi miklu varða," segir Sigurður Kári í tilkynningunni. Sigurður Kári Kristjánsson er 33 ára gamall Reykvíkingur. Hann er lögfræðingur að mennt og lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 1999. Áður en hann var kjörinn Alþingismaður starfaði hann sem lögmaður á lögmannsstofunni Lex í Reykjavík. Sigurður Kári er í sambúð með Birnu Bragadóttur, flugfreyju og háskólanema.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira