Ástæða til að rannsaka 15. október 2006 19:36 Varaformaður Framsóknarflokksins telur ástæðu til að rannsaka hvort sími utanríkisráðherra hafi á sínum tíma verið hleraður. Árni Páll Árnason, sem býður sig fram í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, var í Silfri Egils í dag og fullyrti þar að sími hans hefði verið hleraður meðan hann starfaði sem lögfræðingur hjá Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Árni Páll segist hafa notið trúnaðar í störfum sínum og muni ekki brjóta þann trúnað. Hann vill því ekki upplýsa hver varaði hann við, né hverjir áttu að hafa hlerað hann. Norðmenn skipuðu á sínum tíma opinbera rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á njósnum á tímum kalda stríðsins sem gerði síðan allar njósnir opinberar. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í fréttum NFS í gærkvöldi að slík nefnd væri óþörf enda hafi nú þegar verið sett á laggirnar nefnd undir formennsku Páls Hreinssonar lagaprófessors og dósents við Háskóla Íslands. Formaður Framsóknarflokksins Jón Sigurðsson segir að ekki sé þörf fyrir sérstaka rannsóknarnefnd. Eðlilegt sé að álykta að nóg væri að hafa nefnd sem hefði fullt umboð til að skoða þau gögn sem til eru um þessi mál. Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar sagði að henni væri falið að semja reglur sem veita fræðimönnum frjálsan aðgang að upplýsingum úr kalda stríðinu. Nefndinni er ekki falin valdheimild til að rannsaka einstök mál. Það þýðir að nefndin getur ekki rannsakað tímabilið frá 1945-1951. En þær meintu hleranir sem Jón Baldvin Hannibalsson, þá utanríkisráðherra, og Árni Páll Árnason, segjast hafa orðið fyrir áttu sér stað eftir 1991 og koma nefndinni þar af leiðandi ekkert við. Flokksbróðir Jóns Sigurðssonar, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagðist trúa því að öllum væri fyrir bestu að rannsaka málið því ekki verði búið við þessa óvissu. Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Varaformaður Framsóknarflokksins telur ástæðu til að rannsaka hvort sími utanríkisráðherra hafi á sínum tíma verið hleraður. Árni Páll Árnason, sem býður sig fram í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, var í Silfri Egils í dag og fullyrti þar að sími hans hefði verið hleraður meðan hann starfaði sem lögfræðingur hjá Varnarmálaskrifstofu ráðuneytisins. Árni Páll segist hafa notið trúnaðar í störfum sínum og muni ekki brjóta þann trúnað. Hann vill því ekki upplýsa hver varaði hann við, né hverjir áttu að hafa hlerað hann. Norðmenn skipuðu á sínum tíma opinbera rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á njósnum á tímum kalda stríðsins sem gerði síðan allar njósnir opinberar. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í fréttum NFS í gærkvöldi að slík nefnd væri óþörf enda hafi nú þegar verið sett á laggirnar nefnd undir formennsku Páls Hreinssonar lagaprófessors og dósents við Háskóla Íslands. Formaður Framsóknarflokksins Jón Sigurðsson segir að ekki sé þörf fyrir sérstaka rannsóknarnefnd. Eðlilegt sé að álykta að nóg væri að hafa nefnd sem hefði fullt umboð til að skoða þau gögn sem til eru um þessi mál. Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar sagði að henni væri falið að semja reglur sem veita fræðimönnum frjálsan aðgang að upplýsingum úr kalda stríðinu. Nefndinni er ekki falin valdheimild til að rannsaka einstök mál. Það þýðir að nefndin getur ekki rannsakað tímabilið frá 1945-1951. En þær meintu hleranir sem Jón Baldvin Hannibalsson, þá utanríkisráðherra, og Árni Páll Árnason, segjast hafa orðið fyrir áttu sér stað eftir 1991 og koma nefndinni þar af leiðandi ekkert við. Flokksbróðir Jóns Sigurðssonar, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagðist trúa því að öllum væri fyrir bestu að rannsaka málið því ekki verði búið við þessa óvissu.
Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira