Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir nýjan lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi vera sterkan. Ingibjörg telur ástæðulaust að hafa áhyggjur af stöðu Suðurnesjamanna á listanum enda vinna þingmennirnir fyrir allt kjördæmið sama hvaðan þeir koma.
Samfylkingin er nú með fjóra þingmenn í kjördæminu og er Suðurnesjamaðurinn Jón Gunnarsson einn þeirra. Samkvæmt niðurstöðum prófkjörsins féll hann niður í sjötta sætið á listanum. Ingibjörg sagði það að fjórir karlmenn hafi sókst eftir fyrsta sætinu vera skýringuna á því að karlar röðuðust í efstu sætin.