Úhlutun Kópavogsbæjar á lóðum ólögmæt 22. nóvember 2006 16:20 Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthlutun Kópavogsbæjar á byggingarrétti á tveimur lóðum á Kópavogstúni í lok árs í fyrra hafi verið ólögmæt. Hins vegar er kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu bæjarins vegna málsins vísað frá dómi. Ung hjón stefndu bænum þar sem þau töldu að brotið hefði verið á sér í úthlutun byggingarréttar einbýlishúsalóðum við Kópavogsbakka á Kópavogstúni, en aðrir fengu tvær lóðir sem þau sóttu um. Bentu þau á að við mat á umsóknum hefði átt að líta til fjölskyldustærðar, núverandi húsnæðisaðstöðu, þess hvort viðkomandi hefði áður sótt um lóð í bæjarfélaginu og ekki fengið og hverjir möguleikar umsækjanda væru á því að ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Töldu þau sig standa framar þeim sem fengu lóðirnar í öllum þessum atriðum, meðal annars vegna þess að þau ættu tvö ung börn, þar af annað fatlað. Kópavogsbær hélt því hins vegar fram að fólkið hefði ekki farið að úthlutunarreglum með því meðal annars að tilgreina fleiri en tvær varalóðir á umsókn sinni. Þá hefði ekki verið getið í umsókn fólksins um sérstakar fjölskylduaðstæður þess og bréf frá lögmanni þeirra þar að lútandi hefði komið of seint til þess að hægt væri að taka tillit til þess. Héraðsdómur komst hins vegar að því að reglur um lóðir til vara í umsóknum væru óskýrar og því yrði bæjarráð Kópavogs að bera hallan af því. Engin vinnugögn lægju fyrir um það hjá bæjarráði og bæjarstjórn Kópavogs um hvernig mat á úthlutun lóðanna var háttað og þá hefðu bæjaryfirvöld neitað að láta af hendi umsóknir lóðarhafa og gögn þeim tengd. Óumdeilt væri einnig að stefnendur hefðu komið upplýsingum um fjölskylduaðstæður sínar í tæka tíð. Því hefði ákvörðun bæjarstjórnar verið ólögmæt og ekki í samræmi við góða og gagnsæja stjórnsýsluhætti. Þótt ekki væri hægt að slá því föstu að stefnendur hefðu átt að fá lóðirnar hefði Kópavogsbær átt að láta draga um þær. Héraðsdómur Reykjaness sagði hins vegar að stefnendum hefði ekki tekist að sýna fram á að þeir hefðu orðið fyrir tjóni og því var skaðabótakröfu vísað frá en stefnendum voru hins vegar dæmdar 450 þúsund krónur í málskostnað. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthlutun Kópavogsbæjar á byggingarrétti á tveimur lóðum á Kópavogstúni í lok árs í fyrra hafi verið ólögmæt. Hins vegar er kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu bæjarins vegna málsins vísað frá dómi. Ung hjón stefndu bænum þar sem þau töldu að brotið hefði verið á sér í úthlutun byggingarréttar einbýlishúsalóðum við Kópavogsbakka á Kópavogstúni, en aðrir fengu tvær lóðir sem þau sóttu um. Bentu þau á að við mat á umsóknum hefði átt að líta til fjölskyldustærðar, núverandi húsnæðisaðstöðu, þess hvort viðkomandi hefði áður sótt um lóð í bæjarfélaginu og ekki fengið og hverjir möguleikar umsækjanda væru á því að ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Töldu þau sig standa framar þeim sem fengu lóðirnar í öllum þessum atriðum, meðal annars vegna þess að þau ættu tvö ung börn, þar af annað fatlað. Kópavogsbær hélt því hins vegar fram að fólkið hefði ekki farið að úthlutunarreglum með því meðal annars að tilgreina fleiri en tvær varalóðir á umsókn sinni. Þá hefði ekki verið getið í umsókn fólksins um sérstakar fjölskylduaðstæður þess og bréf frá lögmanni þeirra þar að lútandi hefði komið of seint til þess að hægt væri að taka tillit til þess. Héraðsdómur komst hins vegar að því að reglur um lóðir til vara í umsóknum væru óskýrar og því yrði bæjarráð Kópavogs að bera hallan af því. Engin vinnugögn lægju fyrir um það hjá bæjarráði og bæjarstjórn Kópavogs um hvernig mat á úthlutun lóðanna var háttað og þá hefðu bæjaryfirvöld neitað að láta af hendi umsóknir lóðarhafa og gögn þeim tengd. Óumdeilt væri einnig að stefnendur hefðu komið upplýsingum um fjölskylduaðstæður sínar í tæka tíð. Því hefði ákvörðun bæjarstjórnar verið ólögmæt og ekki í samræmi við góða og gagnsæja stjórnsýsluhætti. Þótt ekki væri hægt að slá því föstu að stefnendur hefðu átt að fá lóðirnar hefði Kópavogsbær átt að láta draga um þær. Héraðsdómur Reykjaness sagði hins vegar að stefnendum hefði ekki tekist að sýna fram á að þeir hefðu orðið fyrir tjóni og því var skaðabótakröfu vísað frá en stefnendum voru hins vegar dæmdar 450 þúsund krónur í málskostnað.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira