Nær allur afgangur fjárlaga fari til elli- og örorkulífeyrisþega 23. nóvember 2006 13:02 Stjórnarandstaðan leggur til að nær allur áætlaður tekjuafgangur á fjárlögum næsta árs, eða ríflega sjö milljarðar króna, fari til að bæta stöðu elli - og örorkulífeyrisþega. Talsmenn stjórnarandstöðunnar segja tillögurnar skref í áttina að samræmdum málflutningi hennar fyrir kosningarnar í vor. Samfylkingin, Vinstri - grænir og Frjálslyndi flokkurinn boðuðu til sameiginlegs fréttamannafundar í Alþingishúsinu í morgun þar sem kynntar voru tillögur til breytingar á fjárlögum við aðra umræðu þeirra sem hófst á Alþingi í morgun. Tillögurnar lúta allar að kjörum elli- og örorkulífeyrisþega. Stjórnarmeirihlutinn gerir ráð fyrir að afgangur á fjárlögum næsta árs verði 8,9 milljarðar króna og vill stjórnarandstaðan að ríflega sjö milljörðum af þeirri upphæð verði varið til bóta á kjörum elli - og örorkulífeyrisþega. Katrín Júlíusdóttir, talsmaður stjórnarandstöðunnar, sagði á blaðamannafundi í morgun að kjarninn í tillögum stjórnarandstöðunnar væri stórfelldar kjarabætur til elli- og örorkulífeyrisþega. Lagt væri til að frítekjumark hækkaði úr 300 þúsund krónum ári, eins og stjórnarmeirihlutinn leggur til, í 900 þúsund krónur og nái ekki eingöngu til ellilífeyrisþega heldur örorkulífeyrisþega líka. Þá sé lagt til að tekjutrygging ellilífeyrisþega hækki í 85 þúsund á mánuði og 86 þúsund hjá örorkulífeyrisþegum auk breytinga á launavísitölu frá því í sumar. Með þessum tillögum segir Katrín að stjórnarandstaðan leggi til að tenging lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka verði að fullu afnumin. Þetta hafi lengi verið baráttumál lífeyrisþega. Samtals eru þetta rúmir sjö milljarðar króna sem stjórnarandstaðan segir rúmast innan fjárlagarammans, en í tillögum stjórnarmeirihlutans er gert ráð fyrir 8,9 milljarða afgangi á fjárlögum sem yrði aðeins um milljarður ef tillögur stjórnarandstöðunnar ná fram að ganga. Það er stutt í kosningar og því spurning hvort þessar tillögur séu fyrsta skrefið í sameiginlegri stefnuyfirlýsingu stjórnarandstöðuflokkanna fyrir kosningar. Katrín segir stjórnarandstöðuna hafa sýnt að í þessu máli standi hún saman og leggi á það mikla áherslu. Tillögur stjórnarandstöðunnar endurspegli hvað sameini þessa flokka, þ.e. að það þurfi að ráðast í það verkefni að byggja velferðarkerfið upp að nýju. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggur til að nær allur áætlaður tekjuafgangur á fjárlögum næsta árs, eða ríflega sjö milljarðar króna, fari til að bæta stöðu elli - og örorkulífeyrisþega. Talsmenn stjórnarandstöðunnar segja tillögurnar skref í áttina að samræmdum málflutningi hennar fyrir kosningarnar í vor. Samfylkingin, Vinstri - grænir og Frjálslyndi flokkurinn boðuðu til sameiginlegs fréttamannafundar í Alþingishúsinu í morgun þar sem kynntar voru tillögur til breytingar á fjárlögum við aðra umræðu þeirra sem hófst á Alþingi í morgun. Tillögurnar lúta allar að kjörum elli- og örorkulífeyrisþega. Stjórnarmeirihlutinn gerir ráð fyrir að afgangur á fjárlögum næsta árs verði 8,9 milljarðar króna og vill stjórnarandstaðan að ríflega sjö milljörðum af þeirri upphæð verði varið til bóta á kjörum elli - og örorkulífeyrisþega. Katrín Júlíusdóttir, talsmaður stjórnarandstöðunnar, sagði á blaðamannafundi í morgun að kjarninn í tillögum stjórnarandstöðunnar væri stórfelldar kjarabætur til elli- og örorkulífeyrisþega. Lagt væri til að frítekjumark hækkaði úr 300 þúsund krónum ári, eins og stjórnarmeirihlutinn leggur til, í 900 þúsund krónur og nái ekki eingöngu til ellilífeyrisþega heldur örorkulífeyrisþega líka. Þá sé lagt til að tekjutrygging ellilífeyrisþega hækki í 85 þúsund á mánuði og 86 þúsund hjá örorkulífeyrisþegum auk breytinga á launavísitölu frá því í sumar. Með þessum tillögum segir Katrín að stjórnarandstaðan leggi til að tenging lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka verði að fullu afnumin. Þetta hafi lengi verið baráttumál lífeyrisþega. Samtals eru þetta rúmir sjö milljarðar króna sem stjórnarandstaðan segir rúmast innan fjárlagarammans, en í tillögum stjórnarmeirihlutans er gert ráð fyrir 8,9 milljarða afgangi á fjárlögum sem yrði aðeins um milljarður ef tillögur stjórnarandstöðunnar ná fram að ganga. Það er stutt í kosningar og því spurning hvort þessar tillögur séu fyrsta skrefið í sameiginlegri stefnuyfirlýsingu stjórnarandstöðuflokkanna fyrir kosningar. Katrín segir stjórnarandstöðuna hafa sýnt að í þessu máli standi hún saman og leggi á það mikla áherslu. Tillögur stjórnarandstöðunnar endurspegli hvað sameini þessa flokka, þ.e. að það þurfi að ráðast í það verkefni að byggja velferðarkerfið upp að nýju.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira