Samtök hernaðarandstæðinga: Nýtt nafn, sama andstaðan 27. nóvember 2006 13:01 Stefán Pálsson, endurkjörin formaður SHA Nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga var breytt á landsfundi þeirra í gær. Nýja heitið er Samtök hernaðarandstæðinga. Með þessari nafnbreytingu segjast samtökin hnykkja ekki aðeins á þeim gleðilega áfanga sem náðist með lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði í haust, heldur minna á að verkefnin eru eftir sem áður óþrjótandi, eins og segir í tilkyningu um landsfundinn. Samtökin segjast ætla að berjast gegn vígvæðingu um heim allan,hernaðarbandalögum og stríðsrekstri. Í ályktun segjast samttökin fagna uppgjöri forystu Framsóknarflokksins við Íraksstríðið og skora á Sjálfstæðisflokkinn að gera nú einnig hreint fyrir sínum dyrum, og viðurkenna að rangar ákvarðanir voru teknar á röngum forsendum og á rangan hátt í þessu máli. Samtökin skora líka á ríkisstjórn Íslands að senda frá sér yfirlýsingu þess efnis að Íslendingar séu ekki lengur á lista Bandaríkjanna yfir hínar viljugu þjóðir og hefðu aldrei átt að vera þar. Í ályktun landsfundar um hernaðarsamstarf við Norðmenn, segir svo "Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla öllum áformum ríkisstjórnarinnar um að hefja svo kallaðar „varnarviðræður" við Noreg. Grundvöllur slíkra viðræðna er sú ranghugmynd að einhver sérstök ógn steðji að öryggi Íslands um þessar mundir sem geri það að verkum að bregðast þurfi við í fljótræði. Þegar litið er til sögunnar þá má segja að hinar svo kölluðu „varnir Íslands" hafi verið verkefni Noregskonungs lengur en nokkurs annars yfirvalds, eða frá 1262 til 1814. Ekkert við þá reynslu gefur tilefni til þess að þetta verkefni eigi aftur að fela Norðmönnum." Í ályktun SHA um varnarsamstarfið við Bandaríkin segjast þau vilja minna á hið sjálfsagða baráttumál sitt, Ísland úr NATO og hvetja alla stjórnmálaflokka til þess að gera uppsögn hins nýja samkomulags að grundvelli utanríkisstefnu sinnar fyrir alþingiskosningar 2007. Stefán Pálsson, var endurkjörinn formaður SHA. Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga var breytt á landsfundi þeirra í gær. Nýja heitið er Samtök hernaðarandstæðinga. Með þessari nafnbreytingu segjast samtökin hnykkja ekki aðeins á þeim gleðilega áfanga sem náðist með lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði í haust, heldur minna á að verkefnin eru eftir sem áður óþrjótandi, eins og segir í tilkyningu um landsfundinn. Samtökin segjast ætla að berjast gegn vígvæðingu um heim allan,hernaðarbandalögum og stríðsrekstri. Í ályktun segjast samttökin fagna uppgjöri forystu Framsóknarflokksins við Íraksstríðið og skora á Sjálfstæðisflokkinn að gera nú einnig hreint fyrir sínum dyrum, og viðurkenna að rangar ákvarðanir voru teknar á röngum forsendum og á rangan hátt í þessu máli. Samtökin skora líka á ríkisstjórn Íslands að senda frá sér yfirlýsingu þess efnis að Íslendingar séu ekki lengur á lista Bandaríkjanna yfir hínar viljugu þjóðir og hefðu aldrei átt að vera þar. Í ályktun landsfundar um hernaðarsamstarf við Norðmenn, segir svo "Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla öllum áformum ríkisstjórnarinnar um að hefja svo kallaðar „varnarviðræður" við Noreg. Grundvöllur slíkra viðræðna er sú ranghugmynd að einhver sérstök ógn steðji að öryggi Íslands um þessar mundir sem geri það að verkum að bregðast þurfi við í fljótræði. Þegar litið er til sögunnar þá má segja að hinar svo kölluðu „varnir Íslands" hafi verið verkefni Noregskonungs lengur en nokkurs annars yfirvalds, eða frá 1262 til 1814. Ekkert við þá reynslu gefur tilefni til þess að þetta verkefni eigi aftur að fela Norðmönnum." Í ályktun SHA um varnarsamstarfið við Bandaríkin segjast þau vilja minna á hið sjálfsagða baráttumál sitt, Ísland úr NATO og hvetja alla stjórnmálaflokka til þess að gera uppsögn hins nýja samkomulags að grundvelli utanríkisstefnu sinnar fyrir alþingiskosningar 2007. Stefán Pálsson, var endurkjörinn formaður SHA.
Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent