Tólf mótmælendur sektaðir vegna aðgerða á álverslóð 1. desember 2006 08:38 Tólf af fjórtán manns sem ákærðir voru fyrir að hafa farið í heimildarleysi inn á vinnusvæði Bectels á álverslóð í Reyðarfirði og neitað að hlíta fyrirmælum lögreglu um að hafa sig á brott þaðan voru í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmd til greiðslu sektar vegna athæfisins. Með þessu var fólkið að mótmæla byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álversins í Reyðarfirði. Atvikið átti sér stað 16. ágúst síðastliðinn en auk þess að fara inn á vinnusvæðið klifruðu þrír mannana upp í kranabómu og njörvuðu sig þar fasta. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um skipulagðar aðgerðir af hálfu hópsins var að ræða sem höfðu í för með sér umtalsverða röskun á vinnusvæðinu. Voru mennirnir þrír sem klifruðu upp í kranna sektaðir um 200 þúsund krónur hver, níu manns um hundrað þúsund krónur og einn um fimmtíu þúsund krónur en ekki þótti sannað að tvennt í hópnum hefði brotið af sér. Alcoa Fjarðarál fór fram á ríflega 28,5 milljónir króna í bætur þar sem stöðva hefði þurft vinnu um þúsund manna á athafnasvæði Bectels. Hins vegar sagði dómurinn kröfu Alcoa ekki nógu ítarlega og var henni því vísað frá dómi. Þá féll annar dómur í Héraðsdómi Austurlands í gær sem einnig varðaði mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun og álveri í Reyðarfirði. Þar var tvennt dæmt til greiðslu 200 þúsund króna fyrir að hafa þann 4. ágúst farið inn á vinnusvæði Bectels og klifrað upp í krana þar á svæðinu. Upphaflega stóð til að kæra þrjá vegna málsins en fallið var frá ákæru á hendur þriðja aðila. Klifurbúnaður fólksins var jafnframt gerður upptækur. Lög og regla Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Tólf af fjórtán manns sem ákærðir voru fyrir að hafa farið í heimildarleysi inn á vinnusvæði Bectels á álverslóð í Reyðarfirði og neitað að hlíta fyrirmælum lögreglu um að hafa sig á brott þaðan voru í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmd til greiðslu sektar vegna athæfisins. Með þessu var fólkið að mótmæla byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álversins í Reyðarfirði. Atvikið átti sér stað 16. ágúst síðastliðinn en auk þess að fara inn á vinnusvæðið klifruðu þrír mannana upp í kranabómu og njörvuðu sig þar fasta. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um skipulagðar aðgerðir af hálfu hópsins var að ræða sem höfðu í för með sér umtalsverða röskun á vinnusvæðinu. Voru mennirnir þrír sem klifruðu upp í kranna sektaðir um 200 þúsund krónur hver, níu manns um hundrað þúsund krónur og einn um fimmtíu þúsund krónur en ekki þótti sannað að tvennt í hópnum hefði brotið af sér. Alcoa Fjarðarál fór fram á ríflega 28,5 milljónir króna í bætur þar sem stöðva hefði þurft vinnu um þúsund manna á athafnasvæði Bectels. Hins vegar sagði dómurinn kröfu Alcoa ekki nógu ítarlega og var henni því vísað frá dómi. Þá féll annar dómur í Héraðsdómi Austurlands í gær sem einnig varðaði mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun og álveri í Reyðarfirði. Þar var tvennt dæmt til greiðslu 200 þúsund króna fyrir að hafa þann 4. ágúst farið inn á vinnusvæði Bectels og klifrað upp í krana þar á svæðinu. Upphaflega stóð til að kæra þrjá vegna málsins en fallið var frá ákæru á hendur þriðja aðila. Klifurbúnaður fólksins var jafnframt gerður upptækur.
Lög og regla Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Sjá meira