Búist við tillögum um aukið samstarf við Sýrlendinga og Írana 6. desember 2006 12:15 MYND/AP Nefnd á vegum Bandaríkjaþings sem gera á tillögur um breytingar á stefnunni í Írak skilar niðurstöðum sínum í dag. Aukið samstarf við Sýrlendinga og Írana og heimkvaðning herliðsins í áföngum er á meðal þess sem búist er við að nefndin leggi til. Nefndin hefur verið að störfum síðan í apríl undir stjórn James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og á þeim tíma hefur hún rætt við um 170 manns, þar á meðal George Bush Bandaríkjaforseta og Tony Blair forsætisráðherra Bretlands. Óhætt er að segja að niðurstaðna nefndarinnar hafi verið beðið með talsverðri eftirvæntingu enda fer ástandið í Írak versnandi með hverjum mánuðinum og úrbóta því þörf. Miðað við það sem kvisast hefur út af störfum nefndarinnar er reiknað með að hún leggi megin áherslu á tvennt. Annars vegar að Sýrlendingar og Íranar verði fengnir í ríkari mæli til að aðstoða nágranna sína í Írak við að binda enda á ófriðinn, hins vegar að um helmingur herliðsins verði kallaður í áföngum heim frá Írak á næstu átján mánuðum. Í tengslum við það verði verksvið þeirra sveita sem eru eftir endurskilgreint þannig að þær sjái frekar um að aðstoða íraskar hersveitir en að taka sjálfar þátt í bardögum við uppreisnarmenn. Um 140.000 bandarískir hermenn eru þar í dag og því verður um verulega fækkun að ræða. Bush forseti hefur sagst ætla að grandskoða tillögur nefndarinnar en ítrekað um leið að hann telji sig ekki bundinn af þeim. Átta manns hafa látið lífið í árásum hermdarverkamanna í Írak það sem af er degi, meðal annars dóu tveir í sjálfsmorðsárás í strætisvagni í Bagdad í morgun. Írak Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
Nefnd á vegum Bandaríkjaþings sem gera á tillögur um breytingar á stefnunni í Írak skilar niðurstöðum sínum í dag. Aukið samstarf við Sýrlendinga og Írana og heimkvaðning herliðsins í áföngum er á meðal þess sem búist er við að nefndin leggi til. Nefndin hefur verið að störfum síðan í apríl undir stjórn James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og á þeim tíma hefur hún rætt við um 170 manns, þar á meðal George Bush Bandaríkjaforseta og Tony Blair forsætisráðherra Bretlands. Óhætt er að segja að niðurstaðna nefndarinnar hafi verið beðið með talsverðri eftirvæntingu enda fer ástandið í Írak versnandi með hverjum mánuðinum og úrbóta því þörf. Miðað við það sem kvisast hefur út af störfum nefndarinnar er reiknað með að hún leggi megin áherslu á tvennt. Annars vegar að Sýrlendingar og Íranar verði fengnir í ríkari mæli til að aðstoða nágranna sína í Írak við að binda enda á ófriðinn, hins vegar að um helmingur herliðsins verði kallaður í áföngum heim frá Írak á næstu átján mánuðum. Í tengslum við það verði verksvið þeirra sveita sem eru eftir endurskilgreint þannig að þær sjái frekar um að aðstoða íraskar hersveitir en að taka sjálfar þátt í bardögum við uppreisnarmenn. Um 140.000 bandarískir hermenn eru þar í dag og því verður um verulega fækkun að ræða. Bush forseti hefur sagst ætla að grandskoða tillögur nefndarinnar en ítrekað um leið að hann telji sig ekki bundinn af þeim. Átta manns hafa látið lífið í árásum hermdarverkamanna í Írak það sem af er degi, meðal annars dóu tveir í sjálfsmorðsárás í strætisvagni í Bagdad í morgun.
Írak Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira