Allt fast og öllum sama? 6. febrúar 2007 06:00 Sveitastjórnarmenn og -konur þessa lands eru líklega flestir foreldrar; pabbar og mömmur, afar og ömmur. Þeir, eins og aðrir foreldrar, ala önn fyrir sínum börnum og vilja þeim allt hið besta, þar á meðal góða og trygga grunnmenntun. Meðal annars þess vegna þykir mér undarlega staða uppi í kjaramálum grunnskólakennara. Grunnskólinn er vinnustaður allra íslenskra barna frá 6-16 ára aldurs og þar eru þau 30-36 stundir á viku frá því um 20. ágúst og fram undir miðjan júní. Þar er lagður grunnur að menntun þessarar þjóðar sem segist, á hátíðar- og tyllidögum, setja menntun í forgang og að hún sé forsenda framfara og þróunar í landinu. Það hlýtur því að teljast ákaflega mikilvægt að til starfa með börnunum í grunnskólunum veljist áhugasamt og hæft fólk. Og þannig er það, sem betur fer en miðað við framkomu sveitastjórnarmanna að undanförnu eru blikur á lofti. Núverandi „kjarasamningur" gerir ráð fyrir endurskoðun í samræmi við verðlagsþróun í landinu. Sveitarstjórnarmenn neituðu að ræða við grunnskólakennara um slíka endurskoðun í heilt ár. Þegar samræður loks hófust buðu þeir 0,75% ofan á hinn svokallaða „samning" til að koma til móts við 6-7% verðbólgu í landinu. Þessu tilboði var ekki beint fagnað af hálfu kennara og skyldi engan undra. Launavísitala opinberra starfsmanna hækkaði um 11,3% fyrstu ellefu mánuði síðasta árs en laun grunnskólakennara um 2,5% á sama tíma. Nú er svo komið að meðaldagvinnulaun leikskólakennara eru um þrjátíu þúsund krónum hærri en sambærileg laun grunnskólakennara og eru þeir fyrrnefndu þó ekkert sérstaklega vel settir. Hinn svokallaði kjarasamningur grunnskólakennara rennur út um næstu áramót en framlengist sjálfkrafa verði honum ekki sagt upp. Vonir voru bundnar við aðkomu ríkissáttasemjara að málinu en nú herma fregnir að allt sé fast og jafnvel ekki að vænta frekari fundahalda á næstunni, hvað þá niðurstöðu. Ég hygg að fleirum sé farið eins og mér að vera þessa dagana enn reiðari yfir framkomu samninganefndar sveitarfélaganna en laununum sjálfum - og er þá langt til jafnað. Það er afar brýnt að sveitarstjórnarmenn kynni sér nú hug grunnskólakennara og líðan á þessum fjölmennu vinnustöðum sem börn og unglingar í landinu deila með kennurum og öðru starfsfólki. Ég legg til að þeir komi sér persónulega í samband við einn eða fleiri kennara og reyni að mynda sér skoðun á ástandinu sjálfir, án íhlutunar samninganefndar sinnar. Víða eru hæg heimatökin, t.d. hægt að ræða við umsjónarkennara barnsins eða barnanna. Ástandið er nefnilega afar slæmt og ef kennarar eru bæði reiðir og bitrir gagnvart vinnuveitendum sínum er hætt við að það fari að bitna á vinnunni þeirra. Almenna reglan er sú að ef starfsmanni líður vel í starfi vinnur hann betur eins og flestir vinnuveitendur vita mæta vel. Kennurum virðist ekki líða mjög vel þessa dagana, ekki ef marka má hljóðið í þeim sín á milli og alvarlegast að sveitastjórnarmönnum virðist vera alveg sama. Það er svo önnur saga að það er löngu tímabært að fleiri kennarar láti í sér heyra á opinberum vettvangi. Þögnin út á við er þrúgandi, ekki síst ef miðað er við það sem heyrist inni á kennarastofum víða um land. Það stendur bæði upp á forystu kennara í landinu og okkur sjálf að láta í okkur heyra. Þess vegna legg ég líka til að kennarar komi sér í samband við sveitarstjórnarmenn, einn eða fleiri og ræði við þá um ástandið undir fjögur augu. Flestir þeirra eiga börn eða barnabörn í skólunum svo það eru hæg heimatökin. Það er nefnilega bjargföst sannfæring mín að foreldrar landsins vilja ánægða og áhugasama kennara til að starfa með börnunum, fræða þau og hvetja. Núverandi ástand í kjaramálum er hins vegar til þess eins fallið að brjóta fólk niður. Þetta getur ekki verið vilji sveitarstjórnarmanna né annarra foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rósa Þórðardóttir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun
Sveitastjórnarmenn og -konur þessa lands eru líklega flestir foreldrar; pabbar og mömmur, afar og ömmur. Þeir, eins og aðrir foreldrar, ala önn fyrir sínum börnum og vilja þeim allt hið besta, þar á meðal góða og trygga grunnmenntun. Meðal annars þess vegna þykir mér undarlega staða uppi í kjaramálum grunnskólakennara. Grunnskólinn er vinnustaður allra íslenskra barna frá 6-16 ára aldurs og þar eru þau 30-36 stundir á viku frá því um 20. ágúst og fram undir miðjan júní. Þar er lagður grunnur að menntun þessarar þjóðar sem segist, á hátíðar- og tyllidögum, setja menntun í forgang og að hún sé forsenda framfara og þróunar í landinu. Það hlýtur því að teljast ákaflega mikilvægt að til starfa með börnunum í grunnskólunum veljist áhugasamt og hæft fólk. Og þannig er það, sem betur fer en miðað við framkomu sveitastjórnarmanna að undanförnu eru blikur á lofti. Núverandi „kjarasamningur" gerir ráð fyrir endurskoðun í samræmi við verðlagsþróun í landinu. Sveitarstjórnarmenn neituðu að ræða við grunnskólakennara um slíka endurskoðun í heilt ár. Þegar samræður loks hófust buðu þeir 0,75% ofan á hinn svokallaða „samning" til að koma til móts við 6-7% verðbólgu í landinu. Þessu tilboði var ekki beint fagnað af hálfu kennara og skyldi engan undra. Launavísitala opinberra starfsmanna hækkaði um 11,3% fyrstu ellefu mánuði síðasta árs en laun grunnskólakennara um 2,5% á sama tíma. Nú er svo komið að meðaldagvinnulaun leikskólakennara eru um þrjátíu þúsund krónum hærri en sambærileg laun grunnskólakennara og eru þeir fyrrnefndu þó ekkert sérstaklega vel settir. Hinn svokallaði kjarasamningur grunnskólakennara rennur út um næstu áramót en framlengist sjálfkrafa verði honum ekki sagt upp. Vonir voru bundnar við aðkomu ríkissáttasemjara að málinu en nú herma fregnir að allt sé fast og jafnvel ekki að vænta frekari fundahalda á næstunni, hvað þá niðurstöðu. Ég hygg að fleirum sé farið eins og mér að vera þessa dagana enn reiðari yfir framkomu samninganefndar sveitarfélaganna en laununum sjálfum - og er þá langt til jafnað. Það er afar brýnt að sveitarstjórnarmenn kynni sér nú hug grunnskólakennara og líðan á þessum fjölmennu vinnustöðum sem börn og unglingar í landinu deila með kennurum og öðru starfsfólki. Ég legg til að þeir komi sér persónulega í samband við einn eða fleiri kennara og reyni að mynda sér skoðun á ástandinu sjálfir, án íhlutunar samninganefndar sinnar. Víða eru hæg heimatökin, t.d. hægt að ræða við umsjónarkennara barnsins eða barnanna. Ástandið er nefnilega afar slæmt og ef kennarar eru bæði reiðir og bitrir gagnvart vinnuveitendum sínum er hætt við að það fari að bitna á vinnunni þeirra. Almenna reglan er sú að ef starfsmanni líður vel í starfi vinnur hann betur eins og flestir vinnuveitendur vita mæta vel. Kennurum virðist ekki líða mjög vel þessa dagana, ekki ef marka má hljóðið í þeim sín á milli og alvarlegast að sveitastjórnarmönnum virðist vera alveg sama. Það er svo önnur saga að það er löngu tímabært að fleiri kennarar láti í sér heyra á opinberum vettvangi. Þögnin út á við er þrúgandi, ekki síst ef miðað er við það sem heyrist inni á kennarastofum víða um land. Það stendur bæði upp á forystu kennara í landinu og okkur sjálf að láta í okkur heyra. Þess vegna legg ég líka til að kennarar komi sér í samband við sveitarstjórnarmenn, einn eða fleiri og ræði við þá um ástandið undir fjögur augu. Flestir þeirra eiga börn eða barnabörn í skólunum svo það eru hæg heimatökin. Það er nefnilega bjargföst sannfæring mín að foreldrar landsins vilja ánægða og áhugasama kennara til að starfa með börnunum, fræða þau og hvetja. Núverandi ástand í kjaramálum er hins vegar til þess eins fallið að brjóta fólk niður. Þetta getur ekki verið vilji sveitarstjórnarmanna né annarra foreldra.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun