Elísabet II Englandsdrottning ætlar aldrei að sjá myndina The Queen, með Helen Mirren í aðalhlutverki, því hún vill ekki sjá annan í sínu hlutverki á hvíta tjaldinu.

Myndin fjallar um vikuna eftir að Díana prinsessa lést og fjallar um hvernig drottningin tekst á við dauða tengdadóttur sinnar fyrrverandi. Myndin er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem og Mirren fyrir frammistöðu sína í aðalhlutverkinu.