Ítölsk íþróttamálayfirvöld munu ákveða á morgun hvort leika eigi knattspyrnu þar í landi fyrir luktum dyrum. Útför lögreglumannsins sem lést við skyldustörf á leik Catania og Palermo á föstudag var haldin í gær.
Innanríkisráðherra Ítalíu, Giuliano Amato, sagði í gær að áhorfendum yrði ekki heimilt að sækja leiki á þá leikvanga sem ekki uppfylltu nýjar og hertar öryggiskröfur.