Þrjár sýningar á einum degi 11. febrúar 2007 16:00 Orri Huginn fer með hlutverk í þremur sýningum í dag, hvorki meira né minna. MYND/Valli „Þetta verður svolítill sprettur. Það er spurning hvort maður þurfi ekki að útvega sér þyrlu. Það er annað hvort það eða að láta klóna sig,“ segir Orri Huginn Ágústsson, leikari, sem fer með hlutverk í hvorki meira né minna en þremur sýningum í dag og er uppselt á þær allar. Fyrst leikur hann í Ronju ræningjadóttur í Borgarleikhúsinu eins og hann hefur gert undanfarið ár, síðan tekur við frumsýning á söngleiknum Abbababb í Hafnarfjarðarleikhúsinu og loks brunar hann aftur í Borgarleikhúsið til að leika í Eilífri hamingju. „Maður þarf að vera klofinn persónuleiki til að geta þetta en ég hugsa að ég geti þetta samt. Vonandi slæðast ekki vitlausar setningar inn í verkin, t.d setningar úr millistjórnendadrama inn í miðja barnasýningu,“ segir hann. Orri, sem útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands vorið 2005, segist aldrei hafa leikið í svo mörgum sýningum sama daginn. Mest hafi hann leikið í tveimur á dag. „Þetta verður mikil eldskírn og það er bara gaman að því. Þetta verður ábyggilega þrumu adrenalínspark. Maður á ábyggilega eftir að leka niður eftir þetta og sofa í þrjá daga.“ Orri hefur einnig verið að æfa fyrir leikritið Grettir sem verður frumsýnt í lok mars. „Það er enn dágóður tími þangað til en kannski þarf maður að ná fjórum sýningum sama dag. Maður lætur kannski reyna á það ef þetta gengur vel.“ Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Þetta verður svolítill sprettur. Það er spurning hvort maður þurfi ekki að útvega sér þyrlu. Það er annað hvort það eða að láta klóna sig,“ segir Orri Huginn Ágústsson, leikari, sem fer með hlutverk í hvorki meira né minna en þremur sýningum í dag og er uppselt á þær allar. Fyrst leikur hann í Ronju ræningjadóttur í Borgarleikhúsinu eins og hann hefur gert undanfarið ár, síðan tekur við frumsýning á söngleiknum Abbababb í Hafnarfjarðarleikhúsinu og loks brunar hann aftur í Borgarleikhúsið til að leika í Eilífri hamingju. „Maður þarf að vera klofinn persónuleiki til að geta þetta en ég hugsa að ég geti þetta samt. Vonandi slæðast ekki vitlausar setningar inn í verkin, t.d setningar úr millistjórnendadrama inn í miðja barnasýningu,“ segir hann. Orri, sem útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands vorið 2005, segist aldrei hafa leikið í svo mörgum sýningum sama daginn. Mest hafi hann leikið í tveimur á dag. „Þetta verður mikil eldskírn og það er bara gaman að því. Þetta verður ábyggilega þrumu adrenalínspark. Maður á ábyggilega eftir að leka niður eftir þetta og sofa í þrjá daga.“ Orri hefur einnig verið að æfa fyrir leikritið Grettir sem verður frumsýnt í lok mars. „Það er enn dágóður tími þangað til en kannski þarf maður að ná fjórum sýningum sama dag. Maður lætur kannski reyna á það ef þetta gengur vel.“
Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein