Forsala hafin en verðið ekki ákveðið 24. febrúar 2007 06:00 Þeir sem kaupa PlayStation 3 leikjatölvuna í forsölu hjá BT eða Max fá ekki að vita hvað hún mun kosta. Forsala á vélinni, sem kemur til landsins 23. næsta mánaðar, hófst í gær. Í forsölunni er fólki boðið upp á að borga inn á vélina, tíu þúsund krónur hjá Max og fimm þúsund hjá BT, og borga svo afganginn þegar vélin kemur. Hver sá afgangur verður geta forsvarsmenn verslananna hins vegar ekki sagt til um. „Þetta finnst mér gjörsamlega út í hött,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Þetta er eins og að gefa út óútfyllta ávísun. Mér finnst fyrir neðan allar hellur að nýta sér vinsældir vöru til að láta fólk borga inn á hana án þess að tilgreina hvað verðið verður þegar upp er staðið,“ segir hann. Júlíus Hafstein, verslunarstjóri hjá Max, segist ekki telja neitt athugavert við viðskiptahætti af þessu tagi. „Það er fullt af fólki sátt við þetta. Við getum ekki fastsett verðið eins og er, en það verður um 60 til 70 þúsund krónur.“ Gunnar G. Ingvarsson, innkaupastjóri hjá BT, tekur í svipaðan streng og áætlar verðið á bilinu 60 og 65 þúsund krónur. Gengissveiflur valdi því að ekki sé hægt að segja nákvæmar til um lokaverð. „Þeir sem eru ósáttir kaupa vélina þá bara ekki í forsölu.“ Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Þeir sem kaupa PlayStation 3 leikjatölvuna í forsölu hjá BT eða Max fá ekki að vita hvað hún mun kosta. Forsala á vélinni, sem kemur til landsins 23. næsta mánaðar, hófst í gær. Í forsölunni er fólki boðið upp á að borga inn á vélina, tíu þúsund krónur hjá Max og fimm þúsund hjá BT, og borga svo afganginn þegar vélin kemur. Hver sá afgangur verður geta forsvarsmenn verslananna hins vegar ekki sagt til um. „Þetta finnst mér gjörsamlega út í hött,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Þetta er eins og að gefa út óútfyllta ávísun. Mér finnst fyrir neðan allar hellur að nýta sér vinsældir vöru til að láta fólk borga inn á hana án þess að tilgreina hvað verðið verður þegar upp er staðið,“ segir hann. Júlíus Hafstein, verslunarstjóri hjá Max, segist ekki telja neitt athugavert við viðskiptahætti af þessu tagi. „Það er fullt af fólki sátt við þetta. Við getum ekki fastsett verðið eins og er, en það verður um 60 til 70 þúsund krónur.“ Gunnar G. Ingvarsson, innkaupastjóri hjá BT, tekur í svipaðan streng og áætlar verðið á bilinu 60 og 65 þúsund krónur. Gengissveiflur valdi því að ekki sé hægt að segja nákvæmar til um lokaverð. „Þeir sem eru ósáttir kaupa vélina þá bara ekki í forsölu.“
Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira