Loksins opnast vefgátt Íslands 28. febrúar 2007 00:01 Guðbjörg Sigurðardóttir er skrifstofustjóri skrifstofu upplýsingasamfélagsins í forsætisráðuneytinu. Vefurinn Ísland.is verður opnaður með viðhöfn miðvikudaginn 7. mars næstkomandi, en verkefnið var fyrst kynnt á UT-deginum í fyrra. Kynning á vefnum verður svo meðal annars á sýningunni Tækni og vit sem hefst í Fífunni í Kópavogi daginn eftir. „Allt hefur þetta sinn þróunartíma," segir Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu upplýsingasamfélagsins í forsætisráðuneytinu þegar haft er á því orð að vefurinn hafi fyrst verið kynntur fyrir ári og kveðst ekki telja að fólk verði fyrir vonbrigðum með nýja vefinn. „Þessi þjónustuveita er mjög stórt skref í þá átt að bæta þjónustuna við borgarana." Guðbjörg segir sömu grunnhugsun við lýði og lagt var upp með í þróun vefjarins. „Við lítum á þetta sem nokkurs konar leiðarvísi að opinberri þjónustu. Þarna verður að finna margvíslegar hagnýtar upplýsingar og tilvísanir á efni og þjónustu sem er að finna á vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga." Inni á Íslandi.is verður til að mynda hægt að nálgast nánast öll eyðublöð ríkisins, þar verða grunnupplýsingar um öll sveitarfélög og allar stofnanir landsins auk þess þar verða upplýsingar fyrir innflytjendur á nokkrum tungumálum, auk orðskýringa sem nýtast eiga bæði innflytjendum og almenningi sem kann að staldra við ókunnug hugtök stjórnsýslunnar. Vefurinn verður hins vegar áfram í þróun og leggur Guðbjörg áherslu á að þarna sé um að ræða fyrstu útgáfu hans. Þótt opnunin sjálf sé stórt skref í að auka opinbera þjónustu verði áfram bætt við vefinn. Til dæmi segir hún að auka eigi efni á erlendum tungum, en fyrst í stað verði þarna lágmarksupplýsingar fyrir innflytjendur. Sömuleiðis segir Guðbjörg áherslu lagða á aðgengismál í hönnun Íslands.is. „Öll framsetning er með þeim hætti að hún nýtist til dæmis blindum og sjónskertum, lesblindum og öðrum hópum sem þarf að mæta í hönnun og framsetningu texta." Vefurinn er jafnt hugsaður fyrir almenning og fyrirtæki og er samstarfsverkefni bæði ríkis og sveitarfélaga sem átt hafa fulltrúa í stýrihópi um gerð hans. Héðan og þaðan Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Vefurinn Ísland.is verður opnaður með viðhöfn miðvikudaginn 7. mars næstkomandi, en verkefnið var fyrst kynnt á UT-deginum í fyrra. Kynning á vefnum verður svo meðal annars á sýningunni Tækni og vit sem hefst í Fífunni í Kópavogi daginn eftir. „Allt hefur þetta sinn þróunartíma," segir Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri skrifstofu upplýsingasamfélagsins í forsætisráðuneytinu þegar haft er á því orð að vefurinn hafi fyrst verið kynntur fyrir ári og kveðst ekki telja að fólk verði fyrir vonbrigðum með nýja vefinn. „Þessi þjónustuveita er mjög stórt skref í þá átt að bæta þjónustuna við borgarana." Guðbjörg segir sömu grunnhugsun við lýði og lagt var upp með í þróun vefjarins. „Við lítum á þetta sem nokkurs konar leiðarvísi að opinberri þjónustu. Þarna verður að finna margvíslegar hagnýtar upplýsingar og tilvísanir á efni og þjónustu sem er að finna á vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga." Inni á Íslandi.is verður til að mynda hægt að nálgast nánast öll eyðublöð ríkisins, þar verða grunnupplýsingar um öll sveitarfélög og allar stofnanir landsins auk þess þar verða upplýsingar fyrir innflytjendur á nokkrum tungumálum, auk orðskýringa sem nýtast eiga bæði innflytjendum og almenningi sem kann að staldra við ókunnug hugtök stjórnsýslunnar. Vefurinn verður hins vegar áfram í þróun og leggur Guðbjörg áherslu á að þarna sé um að ræða fyrstu útgáfu hans. Þótt opnunin sjálf sé stórt skref í að auka opinbera þjónustu verði áfram bætt við vefinn. Til dæmi segir hún að auka eigi efni á erlendum tungum, en fyrst í stað verði þarna lágmarksupplýsingar fyrir innflytjendur. Sömuleiðis segir Guðbjörg áherslu lagða á aðgengismál í hönnun Íslands.is. „Öll framsetning er með þeim hætti að hún nýtist til dæmis blindum og sjónskertum, lesblindum og öðrum hópum sem þarf að mæta í hönnun og framsetningu texta." Vefurinn er jafnt hugsaður fyrir almenning og fyrirtæki og er samstarfsverkefni bæði ríkis og sveitarfélaga sem átt hafa fulltrúa í stýrihópi um gerð hans.
Héðan og þaðan Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira