Það var barn í dalnum 7. mars 2007 05:30 Nýlega flutti Ríkissjónvarpið frétt af manni sem steyptist á höfuðið ofan í brunn svo hann rotaðist. Slysið varð að nóttu til utan alfaraleiðar en þangað hafði maðurinn flúið undan hópi manna sem ógnaði honum. Eftir að hann rankaði við sér tókst honum að klöngrast upp úr brunninum af eigin rammleik en þá tók við önnur píslarganga því ökumenn sem áttu leið hjá hirtu ekki um að bjóða blóðugum manninum far. Ekki höfðu þeir heldur fyrir því að láta lögregluna vita af honum símleiðis. Loks stöðvaði þó leigubílstjóri og ók manninum á slysavarðstofuna. Fréttamaðurinn las okkur pistilinn í lok fréttarinnar. Hann sagði að „margir mættu skammast sín" og taldi upp þá sem ógnuðu manninum, ökumennina sem óku hjá og ekki síst borgaryfirvöld sem byrgja ekki brunna. Um áhorfendur hríslaðist eflaust ónotakennd yfir því að geta einhvern tímann þurft að treysta á aðstoð samborgara sinna. Fyrir örfáum árum tóku fréttir um afsagaðar haglabyssur og menn sem muldu hnéskeljar á öðrum að verða fyrirferðarmiklar í fjölmiðlum. Það undarlega var að starfsmenn spítalanna könnuðust ekkert við að þangað hefði neinn leitað með svo illa útleikin hné. 17. febrúar birti Mogginn síðan grein þar sem skýrt er frá því að ekkert bendi til þess að ofbeldisverkum sé neitt að fjölga. Þar er sagt að staðtölur sýni að dregið hafi úr ofbeldi í miðborginni. Aftur á móti hafi ofbeldi tengdum handrukkunum og á bráðamóttöku Landspítalans aukist, auk hótana í garð lögreglunnar. Sömuleiðis hafi grófum líkamsárásum fjölgað og ennfremur er nú algengara en áður að hnífum og kylfum sé beitt. Sem sagt, líkamsárásir innan viss hóps eru grófari en áður en þeim fjölgar ekki. Af umfjöllun fjölmiðla mætti hins vegar oft halda að þarna úti ríkti styrjöld þar sem svarthvítir barnaníðingar laumast um, konur hárreita leigubílstjóra og útlenskir nauðgarar ganga lausir en eins og kunnugt er þurfa þeir ekki að flagga hreinu sakavottorði áður en þeim er hleypt í naglhreinsanirnar - ekki frekar en íslensku nauðgararnir reyndar. Það er því í raun engin furða að fólk skuli gefa í þegar alblóðugur maður veifar eftir fari og hugsi sem svo að hann hljóti nú að vera sjálfur með síma á sér. Áhugi fjölmiðla á hvers konar ofbeldi gefur því miður ekki oft tilefni til að æsa upp hjálpsemina í fólki. Og hver á þá helst að skammast sín? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun
Nýlega flutti Ríkissjónvarpið frétt af manni sem steyptist á höfuðið ofan í brunn svo hann rotaðist. Slysið varð að nóttu til utan alfaraleiðar en þangað hafði maðurinn flúið undan hópi manna sem ógnaði honum. Eftir að hann rankaði við sér tókst honum að klöngrast upp úr brunninum af eigin rammleik en þá tók við önnur píslarganga því ökumenn sem áttu leið hjá hirtu ekki um að bjóða blóðugum manninum far. Ekki höfðu þeir heldur fyrir því að láta lögregluna vita af honum símleiðis. Loks stöðvaði þó leigubílstjóri og ók manninum á slysavarðstofuna. Fréttamaðurinn las okkur pistilinn í lok fréttarinnar. Hann sagði að „margir mættu skammast sín" og taldi upp þá sem ógnuðu manninum, ökumennina sem óku hjá og ekki síst borgaryfirvöld sem byrgja ekki brunna. Um áhorfendur hríslaðist eflaust ónotakennd yfir því að geta einhvern tímann þurft að treysta á aðstoð samborgara sinna. Fyrir örfáum árum tóku fréttir um afsagaðar haglabyssur og menn sem muldu hnéskeljar á öðrum að verða fyrirferðarmiklar í fjölmiðlum. Það undarlega var að starfsmenn spítalanna könnuðust ekkert við að þangað hefði neinn leitað með svo illa útleikin hné. 17. febrúar birti Mogginn síðan grein þar sem skýrt er frá því að ekkert bendi til þess að ofbeldisverkum sé neitt að fjölga. Þar er sagt að staðtölur sýni að dregið hafi úr ofbeldi í miðborginni. Aftur á móti hafi ofbeldi tengdum handrukkunum og á bráðamóttöku Landspítalans aukist, auk hótana í garð lögreglunnar. Sömuleiðis hafi grófum líkamsárásum fjölgað og ennfremur er nú algengara en áður að hnífum og kylfum sé beitt. Sem sagt, líkamsárásir innan viss hóps eru grófari en áður en þeim fjölgar ekki. Af umfjöllun fjölmiðla mætti hins vegar oft halda að þarna úti ríkti styrjöld þar sem svarthvítir barnaníðingar laumast um, konur hárreita leigubílstjóra og útlenskir nauðgarar ganga lausir en eins og kunnugt er þurfa þeir ekki að flagga hreinu sakavottorði áður en þeim er hleypt í naglhreinsanirnar - ekki frekar en íslensku nauðgararnir reyndar. Það er því í raun engin furða að fólk skuli gefa í þegar alblóðugur maður veifar eftir fari og hugsi sem svo að hann hljóti nú að vera sjálfur með síma á sér. Áhugi fjölmiðla á hvers konar ofbeldi gefur því miður ekki oft tilefni til að æsa upp hjálpsemina í fólki. Og hver á þá helst að skammast sín?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun