Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar 12. maí 2025 09:31 Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Það er grundvallaratriði að fólk geti með traustum upplýsingum áttað sig á því sjálft hvað dýravelferð er hjá hverri dýrategund og þaðan öðlast skilning á því hvað er mögulega hægt að gera betur vegna dýrs eða dýrahópa. Við slíka almenna upplýsingu verður til sannur samfélagslegur styrkur í þágu velferðar dýra. Grunninn fáum við frá viðurkenndum rannsóknum og sérfræðimenntun tengt dýrum sem og í gagnreyndri þekkingu þeirra sem að dýrum koma og þekkja þau best. Síðan bætum við okkur og veitum aðhald samkvæmt því. Ef allt er eðlilegt þá gerum við þetta bæði sem samfélag og á einstaklingsgrunni. Dýr eru á valdi mannsins, villt eða tamin. Sem ráðandi vera hagnýtir maðurinn dýr og því fylgir ábyrgð sem í eðli sínu er samfélagsleg, svipað og ábyrgð á velferð barna. Ill meðferð á dýrum eða börnum er aldrei einkamál neins. Við setjum lög til verndar börnum og dýrum af því hvorug geta varið sig sjálf. En það eru líka dýpri og eldri ástæður en lög og lagagerð, nokkuð sem liggur til grundvallar sjálfum lögunum og sem myndar samloðun samfélagsins og almenna afstöðu okkar flestra. Það er samúð. Við þurfum öll að láta okkur varða almenna velferð dýra. Til þess að skapa heilbrigt samtal um velferð dýra og veita aðhald í þágu dýra er nauðsynlegt að fólk sem fer fyrir þeim umræðum vandi sig og átti sig á ábyrgð sinni, þá sérstaklega löggjafinn. Fólk sem starfar fyrir frjáls félagasamtök ætti að starfa samkvæmt samþykktum félags síns og virða sérstaklega umboð sitt. Eðlilegt er að allir sem að dýrum koma eða láta sig þau varða geti tekið þátt í því samtali á málefnalegum grunni og algerlega nauðsynlegt að stuðst sé við raunþekkingu á velferð dýra. Þarna kemur einnig inn ábyrgð hvers og eins okkar til að styðjast við traustar upplýsingar og láta ekki afvegaleiða okkur, ekki af neinum. Að lokum er það samfélagsleg ábyrgð fjölmiðla en framsetning þeirra getur haft mótandi áhrif á blæ umræðna og framgang sem og almenna upplýsingu fólks. Umræða afvegaleiðist og almenningur forðast að koma að samtalinu þegar sundrandi skautun og viljandi eða óviljandi villandi framsögn ríkir. Hæpnar fullyrðingar, áraásartaktík og upphrópanir um dýraníð valda tímabundnu uppnámi við ofspilun á tilfinningar fólks, en síðan ónæmi, eins og sagan um Pétur og úlfinn kennir okkur. Að baki slíkrar nálgunar geta legið ýmsar ástæður svo sem skoðanamótun alls ótengd sannreyndri þekkingu á velferð dýra, eða undirliggjandi aðrir hagsmunir en bein velferð dýranna sjálfra. Við slíkar aðstæður verður til afvegaleiðandi upplýsingaóreiða sem í raun lamar áherslu og vinnu í þágu velferðar dýra. Brýn nauðsyn er á því að fyrir hendi sé vönduð framsögn þar sem fólk veit að það getur leitað traustra grundaðra upplýsinga um velferð dýra. Í alvöru talað, þetta er algert grundvallaratriði. Við þurfum að fylgja því eftir. Hvað finnst ykkur? Höfundur er fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Það er grundvallaratriði að fólk geti með traustum upplýsingum áttað sig á því sjálft hvað dýravelferð er hjá hverri dýrategund og þaðan öðlast skilning á því hvað er mögulega hægt að gera betur vegna dýrs eða dýrahópa. Við slíka almenna upplýsingu verður til sannur samfélagslegur styrkur í þágu velferðar dýra. Grunninn fáum við frá viðurkenndum rannsóknum og sérfræðimenntun tengt dýrum sem og í gagnreyndri þekkingu þeirra sem að dýrum koma og þekkja þau best. Síðan bætum við okkur og veitum aðhald samkvæmt því. Ef allt er eðlilegt þá gerum við þetta bæði sem samfélag og á einstaklingsgrunni. Dýr eru á valdi mannsins, villt eða tamin. Sem ráðandi vera hagnýtir maðurinn dýr og því fylgir ábyrgð sem í eðli sínu er samfélagsleg, svipað og ábyrgð á velferð barna. Ill meðferð á dýrum eða börnum er aldrei einkamál neins. Við setjum lög til verndar börnum og dýrum af því hvorug geta varið sig sjálf. En það eru líka dýpri og eldri ástæður en lög og lagagerð, nokkuð sem liggur til grundvallar sjálfum lögunum og sem myndar samloðun samfélagsins og almenna afstöðu okkar flestra. Það er samúð. Við þurfum öll að láta okkur varða almenna velferð dýra. Til þess að skapa heilbrigt samtal um velferð dýra og veita aðhald í þágu dýra er nauðsynlegt að fólk sem fer fyrir þeim umræðum vandi sig og átti sig á ábyrgð sinni, þá sérstaklega löggjafinn. Fólk sem starfar fyrir frjáls félagasamtök ætti að starfa samkvæmt samþykktum félags síns og virða sérstaklega umboð sitt. Eðlilegt er að allir sem að dýrum koma eða láta sig þau varða geti tekið þátt í því samtali á málefnalegum grunni og algerlega nauðsynlegt að stuðst sé við raunþekkingu á velferð dýra. Þarna kemur einnig inn ábyrgð hvers og eins okkar til að styðjast við traustar upplýsingar og láta ekki afvegaleiða okkur, ekki af neinum. Að lokum er það samfélagsleg ábyrgð fjölmiðla en framsetning þeirra getur haft mótandi áhrif á blæ umræðna og framgang sem og almenna upplýsingu fólks. Umræða afvegaleiðist og almenningur forðast að koma að samtalinu þegar sundrandi skautun og viljandi eða óviljandi villandi framsögn ríkir. Hæpnar fullyrðingar, áraásartaktík og upphrópanir um dýraníð valda tímabundnu uppnámi við ofspilun á tilfinningar fólks, en síðan ónæmi, eins og sagan um Pétur og úlfinn kennir okkur. Að baki slíkrar nálgunar geta legið ýmsar ástæður svo sem skoðanamótun alls ótengd sannreyndri þekkingu á velferð dýra, eða undirliggjandi aðrir hagsmunir en bein velferð dýranna sjálfra. Við slíkar aðstæður verður til afvegaleiðandi upplýsingaóreiða sem í raun lamar áherslu og vinnu í þágu velferðar dýra. Brýn nauðsyn er á því að fyrir hendi sé vönduð framsögn þar sem fólk veit að það getur leitað traustra grundaðra upplýsinga um velferð dýra. Í alvöru talað, þetta er algert grundvallaratriði. Við þurfum að fylgja því eftir. Hvað finnst ykkur? Höfundur er fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar