Ójöfnuður í samhengi II 8. mars 2007 06:00 Misskipting verður trúlega heitt kosningamál í Bandaríkjunum 2008. Áhyggjur af auknum ójöfnuði í skiptingu auðs og tekna hafa gefið demókrötum byr undir báða vængi. Þeir eru frá gamalli tíð flokkur alþýðunnar og repúblikanar flokkur auðmanna. Demókratar gersigruðu repúblikana í þingkosningunum í nóvember 2006 og endurheimtu meirihluta í báðum deildum þingsins. Það reyndist léttur leikur vegna ört vaxandi andstöðu kjósenda við stríðið í Írak og eins vegna vaxandi andúðar þeirra á störfum Bush forseta, sem nýtur nú stuðnings aðeins um þriðjungs kjósenda. Margir muna fleyg orð forsetans: Ríkir og moldríkir, það eru mínir menn. Æ fleiri kjósendur sjá orðum forsetans stað í stjórnarstefnunni og auknum ójöfnuði af hennar völdum, beint og óbeint. Skoðum óbeinu áhrifin fyrst. Um 1970 námu árslaun forstjóra General Motors hundraðföldum árslaunum verkamanns hjá fyrirtækinu. Árið 2005 námu árslaun forstjóra WalMart nær 1300-földum launum óbreyttra starfsmanna. Frá 1970 hefur hlutfall forstjóralauna og launa óbreyttra starfsmanna í bandarískum fyrirtækjum á heildina litið hækkað úr 30 í næstum 300. Þessi mikla aukning ójafnaðar stafar ekki af því, að forstjórarnir skili nú meiri afköstum við vinnu sína en áður. Nei, forstjórunum hefur með ýmsum ráðum tekizt að veikja viðnámsþrótt almennra hluthafa gegn græðgi þeirra, og þeir hafa gengið á lagið. Innrásin í Írak 2003 kom sér vel fyrir forstjórana, því að mánuðina næst á undan hafði hulunni verið svipt af Enron-hneykslinu og öðrum fjársvikamálum, sem lyktaði með fangelsisdómum yfir nokkrum stjórnendum viðkomandi fyrirtækja. Eftir innrásina í Írak beindist athyglin að henni, og forstjórarnir gengu enn lengra: hlutfall forstjóralauna og launa óbreyttra starfsmanna hækkaði úr tæpum 200 í næstum 300 frá 2003 til 2005. Á sama tíma hér heima hækkaði Gini-stuðullinn, sem er algengur mælikvarði á misskiptingu tekna, um sex stig skv. upplýsingum ríkisskattstjóra ofan á þá níu stiga hækkun, sem hafði átt sér stað 1995-2003 og Geir Haarde þá fjármálaráðherra hafði greint frá á Alþingi. Til viðmiðunar er nú ellefu stiga munur á Bretlandi og Svíþjóð á Gini-mælikvarðann; misskiptingin er meiri á Bretlandi en í Svíþjóð. Bein áhrif stjórnarstefnu Bush forseta á tekjuskiptingu í átt til aukins ójafnaðar birtast í skattalækkun, sem hefur að langmestu leyti fallið auðmönnum í skaut. Þrír fjórðu hlutar lækkunarinnar munu renna til ríkasta fimmtungs skattgreiðenda, þegar upp er staðið. Þetta þýðir, að 80 prósent skattgreiðenda verða að gera sér að góðu þann fjórðung, sem eftir verður. Fullur helmingur lækkunarinnar mun renna til heimila með 1,2 milljónir króna á mánuði eða meira (ríkustu fimm prósent heimilanna), og þriðjungur hennar mun renna til hinna allra ríkustu (ríkasta eitt prósent heimilanna). Paul Krugman prófessor hefur haldið þessum tölum til haga í dálkum sínum í New York Times og með því móti gert sitt til að kippa fótunum undan kjörfylgi repúblikana. Þeir þræta fyrir aukinn ójöfnuð, nema hvað, en fáir trúa þeim, og fylgið hrynur af þeim, því að tölurnar, sem Krugman teflir fram, eru frá ríkisstjórninni. Það á eftir að koma í ljós, hvernig þessi þróun í átt til aukins ójafnaðar vestra birtist í Gini-stuðlum. Nýjasta Gini-tala bandarísku hagstofunnar fyrir ráðstöfunartekjur með fjármagnstekjum og öllu saman er 41 fyrir 2001 borið saman við 36 hér heima 2005. Gini-stuðullinn vestra var 35 1981 og 38 1991 og hækkaði því um sex stig á 20 árum á móti 15 stiga hækkun hér heima 1995-2005 skv. upplýsingum fjármálaráðuneytisins og ríkisskattstjóra. Bandaríska leyniþjónustan CIA - já, CIA! - birtir á vefsetri sínu Gini-töluna 45 fyrir Bandaríkin 2004. Sé sú tala sambærileg við tölur hagstofunnar að framan, hækkaði Gini um eitt stig á ári á fyrra kjörtímabili Bush forseta 2000-2004 eins og hér heima. Hjörtum mannanna svipar saman víðar en í Súdan og Grímsnesinu. Fólk er ólíkt og ber því mismikið úr býtum. Sumir vinna meira en aðrir, sumir hafa aflað sér meiri menntunar, sumir hafa heppnina með sér. Stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um jöfn tækifæri, en hún tryggir mönnum auðvitað ekki öllum sömu kjör. En keyri ójöfnuður í skiptingu auðs og tekna um þverbak, ógnar hann hugsjón landsfeðranna um jöfn tækifæri. Börn, sem alast upp í sárri fátækt og fara alls á mis, og þau skipta milljónum vestra, þau fá ekki sömu tækifæri og önnur börn. Ójafnaðarstefnu Bush forseta og græðgi forstjóranna, sem studdu hann til valda, þarf að athuga í þessu ljósi. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefði varla getað valið sér verri fyrirmynd eins og allt er í pottinn búið í Bandaríkjum Bush forseta. Ójöfnuður í tekjuskiptingu í Bandaríkjunum er skv. CIA kominn upp fyrir Venesúelu (Gini 44) og stefnir óðfluga á Mexíkó (50). Suður-Ameríka hefur afleita reynslu af mikilli misskiptingu. Bein áhrif stjórnarstefnu Bush forseta á tekjuskiptingu í átt til aukins ójafnaðar birtast í skattalækkun, sem hefur að langmestu leyti fallið auðmönnum í skaut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Misskipting verður trúlega heitt kosningamál í Bandaríkjunum 2008. Áhyggjur af auknum ójöfnuði í skiptingu auðs og tekna hafa gefið demókrötum byr undir báða vængi. Þeir eru frá gamalli tíð flokkur alþýðunnar og repúblikanar flokkur auðmanna. Demókratar gersigruðu repúblikana í þingkosningunum í nóvember 2006 og endurheimtu meirihluta í báðum deildum þingsins. Það reyndist léttur leikur vegna ört vaxandi andstöðu kjósenda við stríðið í Írak og eins vegna vaxandi andúðar þeirra á störfum Bush forseta, sem nýtur nú stuðnings aðeins um þriðjungs kjósenda. Margir muna fleyg orð forsetans: Ríkir og moldríkir, það eru mínir menn. Æ fleiri kjósendur sjá orðum forsetans stað í stjórnarstefnunni og auknum ójöfnuði af hennar völdum, beint og óbeint. Skoðum óbeinu áhrifin fyrst. Um 1970 námu árslaun forstjóra General Motors hundraðföldum árslaunum verkamanns hjá fyrirtækinu. Árið 2005 námu árslaun forstjóra WalMart nær 1300-földum launum óbreyttra starfsmanna. Frá 1970 hefur hlutfall forstjóralauna og launa óbreyttra starfsmanna í bandarískum fyrirtækjum á heildina litið hækkað úr 30 í næstum 300. Þessi mikla aukning ójafnaðar stafar ekki af því, að forstjórarnir skili nú meiri afköstum við vinnu sína en áður. Nei, forstjórunum hefur með ýmsum ráðum tekizt að veikja viðnámsþrótt almennra hluthafa gegn græðgi þeirra, og þeir hafa gengið á lagið. Innrásin í Írak 2003 kom sér vel fyrir forstjórana, því að mánuðina næst á undan hafði hulunni verið svipt af Enron-hneykslinu og öðrum fjársvikamálum, sem lyktaði með fangelsisdómum yfir nokkrum stjórnendum viðkomandi fyrirtækja. Eftir innrásina í Írak beindist athyglin að henni, og forstjórarnir gengu enn lengra: hlutfall forstjóralauna og launa óbreyttra starfsmanna hækkaði úr tæpum 200 í næstum 300 frá 2003 til 2005. Á sama tíma hér heima hækkaði Gini-stuðullinn, sem er algengur mælikvarði á misskiptingu tekna, um sex stig skv. upplýsingum ríkisskattstjóra ofan á þá níu stiga hækkun, sem hafði átt sér stað 1995-2003 og Geir Haarde þá fjármálaráðherra hafði greint frá á Alþingi. Til viðmiðunar er nú ellefu stiga munur á Bretlandi og Svíþjóð á Gini-mælikvarðann; misskiptingin er meiri á Bretlandi en í Svíþjóð. Bein áhrif stjórnarstefnu Bush forseta á tekjuskiptingu í átt til aukins ójafnaðar birtast í skattalækkun, sem hefur að langmestu leyti fallið auðmönnum í skaut. Þrír fjórðu hlutar lækkunarinnar munu renna til ríkasta fimmtungs skattgreiðenda, þegar upp er staðið. Þetta þýðir, að 80 prósent skattgreiðenda verða að gera sér að góðu þann fjórðung, sem eftir verður. Fullur helmingur lækkunarinnar mun renna til heimila með 1,2 milljónir króna á mánuði eða meira (ríkustu fimm prósent heimilanna), og þriðjungur hennar mun renna til hinna allra ríkustu (ríkasta eitt prósent heimilanna). Paul Krugman prófessor hefur haldið þessum tölum til haga í dálkum sínum í New York Times og með því móti gert sitt til að kippa fótunum undan kjörfylgi repúblikana. Þeir þræta fyrir aukinn ójöfnuð, nema hvað, en fáir trúa þeim, og fylgið hrynur af þeim, því að tölurnar, sem Krugman teflir fram, eru frá ríkisstjórninni. Það á eftir að koma í ljós, hvernig þessi þróun í átt til aukins ójafnaðar vestra birtist í Gini-stuðlum. Nýjasta Gini-tala bandarísku hagstofunnar fyrir ráðstöfunartekjur með fjármagnstekjum og öllu saman er 41 fyrir 2001 borið saman við 36 hér heima 2005. Gini-stuðullinn vestra var 35 1981 og 38 1991 og hækkaði því um sex stig á 20 árum á móti 15 stiga hækkun hér heima 1995-2005 skv. upplýsingum fjármálaráðuneytisins og ríkisskattstjóra. Bandaríska leyniþjónustan CIA - já, CIA! - birtir á vefsetri sínu Gini-töluna 45 fyrir Bandaríkin 2004. Sé sú tala sambærileg við tölur hagstofunnar að framan, hækkaði Gini um eitt stig á ári á fyrra kjörtímabili Bush forseta 2000-2004 eins og hér heima. Hjörtum mannanna svipar saman víðar en í Súdan og Grímsnesinu. Fólk er ólíkt og ber því mismikið úr býtum. Sumir vinna meira en aðrir, sumir hafa aflað sér meiri menntunar, sumir hafa heppnina með sér. Stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um jöfn tækifæri, en hún tryggir mönnum auðvitað ekki öllum sömu kjör. En keyri ójöfnuður í skiptingu auðs og tekna um þverbak, ógnar hann hugsjón landsfeðranna um jöfn tækifæri. Börn, sem alast upp í sárri fátækt og fara alls á mis, og þau skipta milljónum vestra, þau fá ekki sömu tækifæri og önnur börn. Ójafnaðarstefnu Bush forseta og græðgi forstjóranna, sem studdu hann til valda, þarf að athuga í þessu ljósi. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefði varla getað valið sér verri fyrirmynd eins og allt er í pottinn búið í Bandaríkjum Bush forseta. Ójöfnuður í tekjuskiptingu í Bandaríkjunum er skv. CIA kominn upp fyrir Venesúelu (Gini 44) og stefnir óðfluga á Mexíkó (50). Suður-Ameríka hefur afleita reynslu af mikilli misskiptingu. Bein áhrif stjórnarstefnu Bush forseta á tekjuskiptingu í átt til aukins ójafnaðar birtast í skattalækkun, sem hefur að langmestu leyti fallið auðmönnum í skaut.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun