Þorvaldur leitar að nýrri Sódómu 9. mars 2007 06:45 Þorvaldur Bjarni leitar að nýjum og ferskum hljómsveitum fyrir kvikmyndina Astrópíu. „Ég er eiginlega að biðja hljómsveitir og tónlistarmenn um að senda mér lagasmíðar sínar, helst tilbúnar til útgáfu sem gætu þá heyrst í kvikmyndinni,“ útskýrir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, höfundur og stjórnandi tónlistarinnar í kvikmyndinni Astrópíu, sem leitar nú logandi ljósi að nýjum smellum fyrir myndina. „Astrópía á að gerast í nútímanum og því verður tónlistin að endurspegla þann samtíma,“ bætir hann við. Sjálfur veit tónlistamaðurinn hversu gott auglýsingagildi það hefur fyrir hljómsveit ef lag hennar hljómar í kvikmynd. Lagið Stopp með Todmobile sem hljómaði í Veggfóðri um árið varð einhver stærsti smellur sveitarinnar á tónleikum og þá má ekki gleyma Sódómu Sálarinnar í samnefndri kvikmynd. Þeir Þorvaldur og Stefán Hilmarsson hafa reyndar tekið saman höndum og samið lag sem að öllum líkindum verður einkennislag myndarinnar. „Og þó. Það er hörð samkeppni um þann titil en lagið verður á góðum stað í myndinni, því er ekki að neita.“ Þorvaldur fór nýlega til Búlgaríu þar sem hann tók upp tónverk sérstaklega samið fyrir myndina. Mikla athygli vakti að hljóðverið sem tónlistamaðurinn starfaði í hafði verið gefið af sjálfum Adolf Hitler en nú segist Þorvaldur vera kominn á ögn „léttari“ slóðir. „Þarna opnast ágætis gluggi fyrir þær hljómsveitir sem ekki hafa hlotið náð fyrir augum stóru útgefendanna en vilja koma sér á framfæri,“ útskýrir Þorvaldur og fyrir áhugasama má benda þeim á að senda smelli sína á Reykjavík Music Production á Nýbýlavegi 18 eða mp3-útgáfur á veffangið [email protected]. Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Ég er eiginlega að biðja hljómsveitir og tónlistarmenn um að senda mér lagasmíðar sínar, helst tilbúnar til útgáfu sem gætu þá heyrst í kvikmyndinni,“ útskýrir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, höfundur og stjórnandi tónlistarinnar í kvikmyndinni Astrópíu, sem leitar nú logandi ljósi að nýjum smellum fyrir myndina. „Astrópía á að gerast í nútímanum og því verður tónlistin að endurspegla þann samtíma,“ bætir hann við. Sjálfur veit tónlistamaðurinn hversu gott auglýsingagildi það hefur fyrir hljómsveit ef lag hennar hljómar í kvikmynd. Lagið Stopp með Todmobile sem hljómaði í Veggfóðri um árið varð einhver stærsti smellur sveitarinnar á tónleikum og þá má ekki gleyma Sódómu Sálarinnar í samnefndri kvikmynd. Þeir Þorvaldur og Stefán Hilmarsson hafa reyndar tekið saman höndum og samið lag sem að öllum líkindum verður einkennislag myndarinnar. „Og þó. Það er hörð samkeppni um þann titil en lagið verður á góðum stað í myndinni, því er ekki að neita.“ Þorvaldur fór nýlega til Búlgaríu þar sem hann tók upp tónverk sérstaklega samið fyrir myndina. Mikla athygli vakti að hljóðverið sem tónlistamaðurinn starfaði í hafði verið gefið af sjálfum Adolf Hitler en nú segist Þorvaldur vera kominn á ögn „léttari“ slóðir. „Þarna opnast ágætis gluggi fyrir þær hljómsveitir sem ekki hafa hlotið náð fyrir augum stóru útgefendanna en vilja koma sér á framfæri,“ útskýrir Þorvaldur og fyrir áhugasama má benda þeim á að senda smelli sína á Reykjavík Music Production á Nýbýlavegi 18 eða mp3-útgáfur á veffangið [email protected].
Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira