Íslandshreyfingin með fimm prósent 25. mars 2007 01:30 „Þetta eru ánægjulegar niðurstöður,“ segir Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, um niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. 5,0 prósent segjast myndu kjósa hreyfinguna og gæti hún því fengið þrjá þingmenn kjörna. „Íslandshreyfingin er rétt að fara af stað og ég vona að þetta gefi tóninn fyrir áframhaldið.“ Frjálslyndi flokkurinn heldur áfram að tapa fylgi og segjast nú 4,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Samkvæmt því er ólíklegt að flokkurinn fengi nokkurn þingmann kjörinn. „Mér finnst fylgistapið óásættanlegt og sýnir að við þurfum að fara á fullt með kosningabaráttuna okkar, sem er ekki hafin að neinu marki enn,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Fylgi Samfylkingar eykst aðeins frá síðustu könnun blaðsins og segjast nú 21,0 prósent myndu kjósa flokkinn, sem gæfi um fjórtán þingmenn. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segist treysta þjóðinni til að velja skynsamlega í vor. „Margir eru óákveðnir enn, en Samfylkingin er að mjakast upp, sem er í takt við það sem við höfum fundið.“ Vinstri græn missa svolítið fylgi nú og segjast 23,3 prósent myndu kjósa flokkinn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir niðurstöðuna eins og við hafi verið að búast. „Nýja framboðið var kynnt í vikunni og fékk mikla athygli, svo það kemur ekki á óvart að það komist á blað. Það er hins vegar ekki hægt að segja að það fylgi því mikil sveifla, því bæði Frjálslyndir og Íslandshreyfingin eiga það á hættu að fá engan mann kjörinn.“ Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar einnig lítillega og segist 36,1 prósent myndu kjósa flokkinn nú, sem gæfi flokknum 24 þingmenn. Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður segir niðurstöðuna sýna að flokksmenn þurfi að herða sig enn frekar, þrátt fyrir að vera á góðu róli. Fylgi Framsóknarflokks stendur í stað og segjast nú 9,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Samkvæmt því yrðu framsóknarþingmennirnir sex. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir könnunina lofa góðu fyrir framsóknarmenn. „Við erum álíka stórir og við vorum mánuði fyrir síðustu kostningar og við næstum því tvöfölduðum það fylgi. Stóru fréttirnar í þessu eru náttúrlega þær að enn er þessi mikla athafnaríkisstjórn fallin sem hefur setið að völdum á Íslandi. Það eru stórtíðindi.“ Kosningar 2007 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
„Þetta eru ánægjulegar niðurstöður,“ segir Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, um niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. 5,0 prósent segjast myndu kjósa hreyfinguna og gæti hún því fengið þrjá þingmenn kjörna. „Íslandshreyfingin er rétt að fara af stað og ég vona að þetta gefi tóninn fyrir áframhaldið.“ Frjálslyndi flokkurinn heldur áfram að tapa fylgi og segjast nú 4,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Samkvæmt því er ólíklegt að flokkurinn fengi nokkurn þingmann kjörinn. „Mér finnst fylgistapið óásættanlegt og sýnir að við þurfum að fara á fullt með kosningabaráttuna okkar, sem er ekki hafin að neinu marki enn,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Fylgi Samfylkingar eykst aðeins frá síðustu könnun blaðsins og segjast nú 21,0 prósent myndu kjósa flokkinn, sem gæfi um fjórtán þingmenn. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segist treysta þjóðinni til að velja skynsamlega í vor. „Margir eru óákveðnir enn, en Samfylkingin er að mjakast upp, sem er í takt við það sem við höfum fundið.“ Vinstri græn missa svolítið fylgi nú og segjast 23,3 prósent myndu kjósa flokkinn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir niðurstöðuna eins og við hafi verið að búast. „Nýja framboðið var kynnt í vikunni og fékk mikla athygli, svo það kemur ekki á óvart að það komist á blað. Það er hins vegar ekki hægt að segja að það fylgi því mikil sveifla, því bæði Frjálslyndir og Íslandshreyfingin eiga það á hættu að fá engan mann kjörinn.“ Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar einnig lítillega og segist 36,1 prósent myndu kjósa flokkinn nú, sem gæfi flokknum 24 þingmenn. Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður segir niðurstöðuna sýna að flokksmenn þurfi að herða sig enn frekar, þrátt fyrir að vera á góðu róli. Fylgi Framsóknarflokks stendur í stað og segjast nú 9,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Samkvæmt því yrðu framsóknarþingmennirnir sex. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir könnunina lofa góðu fyrir framsóknarmenn. „Við erum álíka stórir og við vorum mánuði fyrir síðustu kostningar og við næstum því tvöfölduðum það fylgi. Stóru fréttirnar í þessu eru náttúrlega þær að enn er þessi mikla athafnaríkisstjórn fallin sem hefur setið að völdum á Íslandi. Það eru stórtíðindi.“
Kosningar 2007 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira