Innlent

Brottfararstöð fyrir hælis­leit­endur og fast­eigna­markaður í ó­jafn­vægi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að hælisleitendur, sem vísa á úr landi, séu vistaðir í fangelsi fyrir brottför, eins og hefur vreði. Koma á upp sérstakri brottfararstöð. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Til stendur að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu vikum, þó markaðsaðstæður séu ekki fullkomnar í kjölfar tollahækkana Bandaríkjaforseta, að sögn fjármálaráðherra. Almenningur mun njóta forgangs í útboðinu þegar það fer loks fram.

Hagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir tímaspursmál hvenær fasteignamarkaðurinn tekur við sér. Mikið misræmi er á milli framboðs og eftirspurnar. Rætt verður við Höllu Gunnarsdóttur formann stéttarfélagsins VR um stöðuna á húsnæðismarkaði í beinni útsendingu.

Mikið hefur verið um að vera í Bestu deild karla í knattspyrnu í dag og verður farið yfir það í iþróttunum. Rætt verður við Hörð Axel Vilhjálmsson sem leggur skóna á hilluna eftir langan körfuboltaferil. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 4. maí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×