Meiddist við eins metra fall 27. mars 2007 08:00 Halldór Gylfa meiddist við æfingar á söngleiknum Gretti á laugardag, með þeim afleiðingum að fresta þurfti frumsýningu. Frumsýningu á söngleiknum Gretti í Borgarleikhúsinu hefur verið frestað til 22. apríl eftir að aðalleikarinn, Halldór Gylfason, meiddist í baki við æfingar á laugardag. Ákvörðunin var tekin á fundi í Borgarleikhúsinu í gær, en frumsýna átti verkið næstkomandi föstudag. Eins og Fréttablaðið greindi frá felast nokkur líkamleg átök í hlutverki Halldórs í söngleiknum, og þarf hann meðal annars að láta sig falla úr fimm metra hæð. Það var þó ekki ástæðan fyrir bakmeiðslunum. „Það er það fáránlega við það!,“ sagði Halldór. „Það er ekki eins og ég hafi meiðst við eitthvað svakalegt. Ég var að stökkva úr eins metra hæð niður á gólf, sem ég er búinn að gera hundrað sinnum. Ég hef bara lent eitthvað vitlaust og fengið hnykk á bakið,“ sagði Halldór, sem heldur nú kyrru fyrir heima að læknisráði. Hann kvaðst þó hafa það gott, eftir atvikum. Ákvörðun leikhúsmanna um frestun kom honum ekki á óvart. „Það er ekki hægt að æfa þegar ég er ekki. Það þarf tíma til þess að jafna sig, og hann er bara svo naumur,“ sagði hann. Veturinn sem nú er að líða hefur ekki verið Halldóri mjög hliðhollur heilsufarslega séð. „Ég sleit hásin í nóvember og var í gifsi í tvo mánuði. Svo byrjaði ég að æfa og var búinn að ná mjög góðum bata í fætinum. Þá kemur þetta, allt í einu,“ sagði Halldór og dæsti. Hann var þó bjartsýnn á að ná bata. „Já, já, ég held að þetta eigi að jafna sig fljótlega,“ sagði leikarinn. Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Frumsýningu á söngleiknum Gretti í Borgarleikhúsinu hefur verið frestað til 22. apríl eftir að aðalleikarinn, Halldór Gylfason, meiddist í baki við æfingar á laugardag. Ákvörðunin var tekin á fundi í Borgarleikhúsinu í gær, en frumsýna átti verkið næstkomandi föstudag. Eins og Fréttablaðið greindi frá felast nokkur líkamleg átök í hlutverki Halldórs í söngleiknum, og þarf hann meðal annars að láta sig falla úr fimm metra hæð. Það var þó ekki ástæðan fyrir bakmeiðslunum. „Það er það fáránlega við það!,“ sagði Halldór. „Það er ekki eins og ég hafi meiðst við eitthvað svakalegt. Ég var að stökkva úr eins metra hæð niður á gólf, sem ég er búinn að gera hundrað sinnum. Ég hef bara lent eitthvað vitlaust og fengið hnykk á bakið,“ sagði Halldór, sem heldur nú kyrru fyrir heima að læknisráði. Hann kvaðst þó hafa það gott, eftir atvikum. Ákvörðun leikhúsmanna um frestun kom honum ekki á óvart. „Það er ekki hægt að æfa þegar ég er ekki. Það þarf tíma til þess að jafna sig, og hann er bara svo naumur,“ sagði hann. Veturinn sem nú er að líða hefur ekki verið Halldóri mjög hliðhollur heilsufarslega séð. „Ég sleit hásin í nóvember og var í gifsi í tvo mánuði. Svo byrjaði ég að æfa og var búinn að ná mjög góðum bata í fætinum. Þá kemur þetta, allt í einu,“ sagði Halldór og dæsti. Hann var þó bjartsýnn á að ná bata. „Já, já, ég held að þetta eigi að jafna sig fljótlega,“ sagði leikarinn.
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein