Litháen er Ítalía Eystrasaltsins 4. apríl 2007 00:01 Sandra Bruneikaité frá Litháen segir íslensk fyrirtæki mega vera meðvitaðri um auðinn sem búi í innflytjendum. Ísland sé, þrátt fyrir alþjóðavæðinguna, einsleitt samfélag. Innflytjendur búi yfir annarri reynslu en Íslendingar, sem fyrirtæki eigi að nýta. Hún vinnur nú að lokaverkefni sínu sem snýr að starfsmönnum íslenskra útrásarfyrirtækja. MYND/Anton Áhugi Söndru Bruneikaité á norrænni menningu og tungumálum leiddi hana til Íslands um síðustu aldamót. Hún hafði hlotið styrk til að nema íslensku við Háskóla Íslands frá íslenska menntamálaráðuneytinu. Þegar hún hafði lokið tveimur önnum, og styrkurinn uppurinn, tók hún ákvörðun um að verða um kyrrt. Tveimur árum síðar útskrifaðist hún með BA-próf í íslensku. Tungumál virðast liggja vel fyrir Söndru sem auk íslensku talar rússnesku, lithásku, ensku og sænsku. Það er ótrúlegt að heyra hana tala íslensku. Orðaforðinn ríkari en margra Íslendinga og hreimurinn varla merkjanlegur. Til að byrja með var íslenskunámið henni þó erfitt. „Ég fann aldrei orðin sem ég var að leita að í orðabókinni, vegna fallbeyginganna. Ég var að verða brjáluð, þetta var svo erfitt. Svo kom þetta bara skref fyrir skref.” Sandra lét ekki nægja að klára íslenskuna. Í haust mun hún útskrifast úr félagsfræði með viðskiptafræði sem aukagrein. Hún hefur þegar ráðið sig í vinnu til Glitnis banka þar sem hún hefur störf í næsta mánuði. Væntanlega mun hún jafnframt starfa áfram sem túlkur og skjalaþýðandi, eins og hún hefur gert frá árinu 2001 samhliða öðrum verkefnum. Hún hefur túlkað við hinar ótrúlegustu aðstæður. Til dæmis við fæðingu barns litháskrar konu sem ekki talaði íslensku.Yfirvegaðir með kraumandi Heitt blóðSandra hefur komið sér vel fyrir á Íslandi, eignast íslenskan mann, góða vini og draumastarfið í höfn. Samt sem áður fer hún varlega í allt tal um að „setjast að“ á Íslandi. „Ég er ekki viss um að mig langi að setjast að hér, frekar en annars staðar. Heimurinn er stór og möguleikarnir endalausir.“Hugarfar Söndru er algengt meðal ungs fólks í Litháen nútímans. Það er flest hæstánægt með þátttöku landsins í Evrópusambandinu og nýtir sér kosti þess, til dæmis með því að læra og lifa í öðrum Evrópulöndum. Umskiptin í kjölfar falls Sovétríkjanna árið 1991 voru þó mörgum erfið, sérstaklega fólki af eldri kynslóðinni. „Þegar Sovétríkin voru við lýði vissi fólk nákvæmlega að hverju það gekk. Margt af eldra fólkinu í Litháen segir að allt hafi verið betra í tíð Sovétríkjanna heldur en nú.“Það er hiti í hugmyndum Litháa, til hvorrar hliðarinnar sem þeir hneigjast. „Ég las í ferðahandbók einu sinni að Litháar væru Ítalir Eystrasaltsríkjanna,“ segir Sandra. „Sú lýsing á vel við okkur. Við erum rólegt fólk á yfirborðinu en undir niðri kraumar í okkur mikill hiti. Það var engin tilviljun að sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna hófst í Litháen og breiddist þaðan út til Lettlands og Eistlands.“Sandra er fædd árið 1980 og man því vel eftir þeim tíma þegar Litháen var hluti af Sovétríkjunum. „Ég á ljúfar minningar frá þessum tíma því ég átti góða barnæsku. En eftir á að hyggja var þetta ótrúlegt. Maður var til dæmis alltaf í biðröð. Einn daginn breiddist það kannski út um bæinn að regnhlífar yrðu til sölu á morgun. Daginn eftir myndaðist þá löng röð eftir regnhlífum. Hvort fólk vantaði regnhlíf eða ekki var aukaatriði. Það keypti regnhlíf því það vissi ekki hvenær þær yrðu næst fáanlegar.“Ótrúleg uppbygging á fáum árumFrá því að Litháen lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum hefur landið tekið stakkaskiptum. Frá inngöngu í Evrópusambandið árið 2004 hefur vöxtur efnahagslífsins verið meiri en nokkurs annars lands með meira en sjö prósenta hagvöxt á ári hverju. Einkavæðing ríkisfyrirtækja og miklar erlendar fjárfestingar hafa stuðlað að því. „Uppbyggingin í Litháen hefur verið ótrúlega hröð á undanförnum árum. Í hvert sinn sem ég kem heim sé ég nýjar byggingar og breytingar frá því síðast.“ Uppbyggingin hefur leitt af sér að millistéttin byggist hratt upp. Í dag er mikið um velmenntað fólk í góðum og vellaunuðum störfum í Litháen. Samfara því hafa fjárfestingar og einkaneysla aukist.Talsverð samskipti eru á milli Íslendinga og Litháa. Undanfarin ár hafa fjölmargir Litháar flust hingað til lands. 905 Litháar er búsettur á Íslandi miðað við tölur frá Hagstofunni. Töluvert er um innflutning á vörum þaðan til Íslands. Í fyrra nam hann 829 milljónum króna. Það voru að mestu leyti matvörur, eldsneyti og ýmsar framleiðsluvörur. Héðan voru fluttar út vörur fyrir 391 milljón króna í fyrra, að langmestum hluta til sjávarafurðir.Rýnir í íslensku útrásarfélöginSandra vinnur nú að lokaverkefni sínu við Háskóla Íslands. Hún stefnir að því að gera rannsókn á starfsmönnum íslenskra útrásarfyrirtækja. Bæði á þeim sem eru sendir til starfa í öðrum löndum og sérfræðingum sem ráðnir eru til starfa erlendis frá. Markmiðið er að búa til leiðbeiningar sem munu nýtast í mannauðsstjórnun útrásarfyrirtækjanna. Að mati Söndru mættu íslensk fyrirtæki vera meðvitaðri um þann auð sem býr í útlendingum sem búsettir eru hér á landi. Nú sé til að mynda stór hópur útlendinga sem hefur sótt sér menntun hér og eru komnir út á vinnumarkaðinn. „Við ólumst upp í löndum með annarri menningu, þar sem allt önnur vinnubrögð eru ríkjandi. Ísland er, þrátt fyrir alþjóðavæðinguna, enn þá fremur einsleitt samfélag. Þeir útlendingar sem búa hér hafa aðra sýn en Íslendingar. Þetta ættu útrásarfyrirtækin að nýta sér í meira mæli.“ Héðan og þaðan Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Áhugi Söndru Bruneikaité á norrænni menningu og tungumálum leiddi hana til Íslands um síðustu aldamót. Hún hafði hlotið styrk til að nema íslensku við Háskóla Íslands frá íslenska menntamálaráðuneytinu. Þegar hún hafði lokið tveimur önnum, og styrkurinn uppurinn, tók hún ákvörðun um að verða um kyrrt. Tveimur árum síðar útskrifaðist hún með BA-próf í íslensku. Tungumál virðast liggja vel fyrir Söndru sem auk íslensku talar rússnesku, lithásku, ensku og sænsku. Það er ótrúlegt að heyra hana tala íslensku. Orðaforðinn ríkari en margra Íslendinga og hreimurinn varla merkjanlegur. Til að byrja með var íslenskunámið henni þó erfitt. „Ég fann aldrei orðin sem ég var að leita að í orðabókinni, vegna fallbeyginganna. Ég var að verða brjáluð, þetta var svo erfitt. Svo kom þetta bara skref fyrir skref.” Sandra lét ekki nægja að klára íslenskuna. Í haust mun hún útskrifast úr félagsfræði með viðskiptafræði sem aukagrein. Hún hefur þegar ráðið sig í vinnu til Glitnis banka þar sem hún hefur störf í næsta mánuði. Væntanlega mun hún jafnframt starfa áfram sem túlkur og skjalaþýðandi, eins og hún hefur gert frá árinu 2001 samhliða öðrum verkefnum. Hún hefur túlkað við hinar ótrúlegustu aðstæður. Til dæmis við fæðingu barns litháskrar konu sem ekki talaði íslensku.Yfirvegaðir með kraumandi Heitt blóðSandra hefur komið sér vel fyrir á Íslandi, eignast íslenskan mann, góða vini og draumastarfið í höfn. Samt sem áður fer hún varlega í allt tal um að „setjast að“ á Íslandi. „Ég er ekki viss um að mig langi að setjast að hér, frekar en annars staðar. Heimurinn er stór og möguleikarnir endalausir.“Hugarfar Söndru er algengt meðal ungs fólks í Litháen nútímans. Það er flest hæstánægt með þátttöku landsins í Evrópusambandinu og nýtir sér kosti þess, til dæmis með því að læra og lifa í öðrum Evrópulöndum. Umskiptin í kjölfar falls Sovétríkjanna árið 1991 voru þó mörgum erfið, sérstaklega fólki af eldri kynslóðinni. „Þegar Sovétríkin voru við lýði vissi fólk nákvæmlega að hverju það gekk. Margt af eldra fólkinu í Litháen segir að allt hafi verið betra í tíð Sovétríkjanna heldur en nú.“Það er hiti í hugmyndum Litháa, til hvorrar hliðarinnar sem þeir hneigjast. „Ég las í ferðahandbók einu sinni að Litháar væru Ítalir Eystrasaltsríkjanna,“ segir Sandra. „Sú lýsing á vel við okkur. Við erum rólegt fólk á yfirborðinu en undir niðri kraumar í okkur mikill hiti. Það var engin tilviljun að sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna hófst í Litháen og breiddist þaðan út til Lettlands og Eistlands.“Sandra er fædd árið 1980 og man því vel eftir þeim tíma þegar Litháen var hluti af Sovétríkjunum. „Ég á ljúfar minningar frá þessum tíma því ég átti góða barnæsku. En eftir á að hyggja var þetta ótrúlegt. Maður var til dæmis alltaf í biðröð. Einn daginn breiddist það kannski út um bæinn að regnhlífar yrðu til sölu á morgun. Daginn eftir myndaðist þá löng röð eftir regnhlífum. Hvort fólk vantaði regnhlíf eða ekki var aukaatriði. Það keypti regnhlíf því það vissi ekki hvenær þær yrðu næst fáanlegar.“Ótrúleg uppbygging á fáum árumFrá því að Litháen lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum hefur landið tekið stakkaskiptum. Frá inngöngu í Evrópusambandið árið 2004 hefur vöxtur efnahagslífsins verið meiri en nokkurs annars lands með meira en sjö prósenta hagvöxt á ári hverju. Einkavæðing ríkisfyrirtækja og miklar erlendar fjárfestingar hafa stuðlað að því. „Uppbyggingin í Litháen hefur verið ótrúlega hröð á undanförnum árum. Í hvert sinn sem ég kem heim sé ég nýjar byggingar og breytingar frá því síðast.“ Uppbyggingin hefur leitt af sér að millistéttin byggist hratt upp. Í dag er mikið um velmenntað fólk í góðum og vellaunuðum störfum í Litháen. Samfara því hafa fjárfestingar og einkaneysla aukist.Talsverð samskipti eru á milli Íslendinga og Litháa. Undanfarin ár hafa fjölmargir Litháar flust hingað til lands. 905 Litháar er búsettur á Íslandi miðað við tölur frá Hagstofunni. Töluvert er um innflutning á vörum þaðan til Íslands. Í fyrra nam hann 829 milljónum króna. Það voru að mestu leyti matvörur, eldsneyti og ýmsar framleiðsluvörur. Héðan voru fluttar út vörur fyrir 391 milljón króna í fyrra, að langmestum hluta til sjávarafurðir.Rýnir í íslensku útrásarfélöginSandra vinnur nú að lokaverkefni sínu við Háskóla Íslands. Hún stefnir að því að gera rannsókn á starfsmönnum íslenskra útrásarfyrirtækja. Bæði á þeim sem eru sendir til starfa í öðrum löndum og sérfræðingum sem ráðnir eru til starfa erlendis frá. Markmiðið er að búa til leiðbeiningar sem munu nýtast í mannauðsstjórnun útrásarfyrirtækjanna. Að mati Söndru mættu íslensk fyrirtæki vera meðvitaðri um þann auð sem býr í útlendingum sem búsettir eru hér á landi. Nú sé til að mynda stór hópur útlendinga sem hefur sótt sér menntun hér og eru komnir út á vinnumarkaðinn. „Við ólumst upp í löndum með annarri menningu, þar sem allt önnur vinnubrögð eru ríkjandi. Ísland er, þrátt fyrir alþjóðavæðinguna, enn þá fremur einsleitt samfélag. Þeir útlendingar sem búa hér hafa aðra sýn en Íslendingar. Þetta ættu útrásarfyrirtækin að nýta sér í meira mæli.“
Héðan og þaðan Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira