Starfsframinn tók nýja stefnu 25. apríl 2007 06:00 Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Þátttaka Hrannar Marinósdóttur í MBA-námi Háskólans í Reykjavík varð til þess að starfsferill hennar tók nýja stefnu. Áður en hún hóf nám hafði hún starfað lengi sem blaðamaður og þyrsti í breytingar. „Ég var orðin dálítið þreytt á blaðamennskunni og langaði til að gera eitthvað nýtt. Ég hafði heyrt góðar sögur af MBA-náminu í Háskólanum í Reykjavík og ákvað að láta slag standa." Hrönn hóf nám árið 2002 og byrjaði fljótlega að leggja drögin að framtíðardraumnum. Hún hafði lengi haft áhuga á góðri kvikmyndagerð og hafði meðal annars tvisvar staðið fyrir minni kvikmyndahátíðum hér á landi. Henni þótti skorta á fjölbreytni í kvikmyndamenningu hér á landi. Hún vann því stórt stefnumótunarverkefni þar sem hún leitaði svara við þeirri rannsóknarspurningu hvort hægt væri að halda alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík. Út úr því fékk hún jákvætt svar. Því leið ekki langur tími eftir að hún útskrifaðist úr náminu þar til vinna var hafin að fyrstu hátíðinni. Kvikmyndaglaðir Íslendingar hafa tekið hátíðinni vel og verður hún haldin í fjórða sinn í september næstkomandi. Hrönn hefur metnaðarfullar hugmyndir um þróun hennar sem stefnt er að að verði meðal lykilkvikmyndahátíða í Evrópu í framtíðinni. Að auki rekur Hrönn kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn sem sýnir tvisvar í viku í Tjarnarbíói með glænýjum og fullkomnum bíógræjum. Bakgrunnur Hrannar var á sviði stjórnmála- og fjölmiðlafræði. Hún segist hafa fengið góða innsýn í allar helstu greinar viðskipta í náminu. „Þetta var mjög gagnlegt enda var margt af því sem ég var að læra alveg nýtt fyrir mér. Þá má ekki gleyma uppbyggingu tengslanetsins. Í hópnum var fólk úr öllum starfsgreinum sem hefur mismunandi sýn á hlutina. Þá fannst mér nálgun kennslunnar mjög praktísk á allan hátt. Hún byggist mikið á raunhæfum verkefnum og dæmisögum." Hrönn segir námið í Háskólanum í Reykjavík hafa gefið henni það sjálfstraust að láta til skarar skríða við kvikmyndahátíðina. „Þarna hefur maður öll verkfærin og fær þá aðstoð sem maður þarf. Maður er hvattur til þess að láta drauma sína rætast." Undir smásjánni Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þátttaka Hrannar Marinósdóttur í MBA-námi Háskólans í Reykjavík varð til þess að starfsferill hennar tók nýja stefnu. Áður en hún hóf nám hafði hún starfað lengi sem blaðamaður og þyrsti í breytingar. „Ég var orðin dálítið þreytt á blaðamennskunni og langaði til að gera eitthvað nýtt. Ég hafði heyrt góðar sögur af MBA-náminu í Háskólanum í Reykjavík og ákvað að láta slag standa." Hrönn hóf nám árið 2002 og byrjaði fljótlega að leggja drögin að framtíðardraumnum. Hún hafði lengi haft áhuga á góðri kvikmyndagerð og hafði meðal annars tvisvar staðið fyrir minni kvikmyndahátíðum hér á landi. Henni þótti skorta á fjölbreytni í kvikmyndamenningu hér á landi. Hún vann því stórt stefnumótunarverkefni þar sem hún leitaði svara við þeirri rannsóknarspurningu hvort hægt væri að halda alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík. Út úr því fékk hún jákvætt svar. Því leið ekki langur tími eftir að hún útskrifaðist úr náminu þar til vinna var hafin að fyrstu hátíðinni. Kvikmyndaglaðir Íslendingar hafa tekið hátíðinni vel og verður hún haldin í fjórða sinn í september næstkomandi. Hrönn hefur metnaðarfullar hugmyndir um þróun hennar sem stefnt er að að verði meðal lykilkvikmyndahátíða í Evrópu í framtíðinni. Að auki rekur Hrönn kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn sem sýnir tvisvar í viku í Tjarnarbíói með glænýjum og fullkomnum bíógræjum. Bakgrunnur Hrannar var á sviði stjórnmála- og fjölmiðlafræði. Hún segist hafa fengið góða innsýn í allar helstu greinar viðskipta í náminu. „Þetta var mjög gagnlegt enda var margt af því sem ég var að læra alveg nýtt fyrir mér. Þá má ekki gleyma uppbyggingu tengslanetsins. Í hópnum var fólk úr öllum starfsgreinum sem hefur mismunandi sýn á hlutina. Þá fannst mér nálgun kennslunnar mjög praktísk á allan hátt. Hún byggist mikið á raunhæfum verkefnum og dæmisögum." Hrönn segir námið í Háskólanum í Reykjavík hafa gefið henni það sjálfstraust að láta til skarar skríða við kvikmyndahátíðina. „Þarna hefur maður öll verkfærin og fær þá aðstoð sem maður þarf. Maður er hvattur til þess að láta drauma sína rætast."
Undir smásjánni Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira