Besta fjárfestingin hingað til 25. apríl 2007 06:00 Elísabet Sveinsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar á sölu- og markaðssviði Icelandair. Þegar Elísabet Sveinsdóttir hóf MBA-nám við Háskóla Íslands fyrir tæpum tveimur árum gegndi hún fullu starfi sem forstöðumaður einstaklingssviðs á markaðsdeild Glitnis. Hún var því á kafi í náminu á þeim tíma er Glitnir var að leggja Íslandsbankanafninu. „Ég hef farið í gegnum þetta nám með brjálaðri vinnu. En þetta hefur líka verið gríðarlega kraftmikill tími. Ég er ekki frá því að ég muni sakna hans þegar þessu lýkur,“ segir Elísabet sem útskrifast úr náminu í vor. Í febrúar síðastliðnum söðlaði Elísabet um og hóf störf sem forstöðumaður viðskiptaþróunar á sölu- og markaðssviði Icelandair. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki hafnað. Ég myndi þó ekki mæla sérstaklega með því að skipta um vinnu í miðju MBA-námi. Maður þarf að vera mjög einbeittur á þessum tíma og allt aukarask á lífinu er slæmt. En þetta hefur gengið ljómandi vel enda ríkir góður skilningur á vinnustaðnum. Maður fer heldur ekki í gegnum svona nám nema með því að hafa hundrað prósent stuðning vinnuveitanda.“ Elísabet segir námið hafa nýst sér vel í störfum sínum, bæði hjá Glitni og Icelandair. Hún segist oft hafa nýtt sér þann möguleika að samnýta verkefni fyrir vinnuna og skólann. Það styðji skólinn enda gangi námið að miklu leyti út á náin tengsl við atvinnulífið. Fyrir hafði Elísabet próf í hagnýtri fjölmiðlun og markaðsfræði. Hún er ánægð með þá þekkingu sem hún hefur viðað að sér í náminu. „Ég er miklu sterkari, hef miklu yfirgripsmeiri þekkingu á rekstri og öðrum grunnþáttum míns starfs.“ Elísabet er líka ánægð með uppbyggingu og gæði námsins. „Það er faglegur blær yfir öllu náminu sem er bæði hagnýtt og hnitmiðað. Þar fyrir utan eru kennararnir mjög hæfir. Þeir hafa mikinn metnað fyrir hönd nemenda og eru alltaf boðnir og búnir að veita aðstoð. Svo má ekki gleyma tengslamynduninni. Vinnan með öllu þessu fólki úr ýmsum mismunandi greinum stendur upp úr.“ „Á heildina litið er ég í skýjunum með námið. Ég held að það hafi verið eitt af mínum gæfusporum að fara í MBA-nám við Háskóla Íslands,“ segir Elísabet. „Þetta er tvímælalaust mín besta fjárfesting hingað til.“ Undir smásjánni Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þegar Elísabet Sveinsdóttir hóf MBA-nám við Háskóla Íslands fyrir tæpum tveimur árum gegndi hún fullu starfi sem forstöðumaður einstaklingssviðs á markaðsdeild Glitnis. Hún var því á kafi í náminu á þeim tíma er Glitnir var að leggja Íslandsbankanafninu. „Ég hef farið í gegnum þetta nám með brjálaðri vinnu. En þetta hefur líka verið gríðarlega kraftmikill tími. Ég er ekki frá því að ég muni sakna hans þegar þessu lýkur,“ segir Elísabet sem útskrifast úr náminu í vor. Í febrúar síðastliðnum söðlaði Elísabet um og hóf störf sem forstöðumaður viðskiptaþróunar á sölu- og markaðssviði Icelandair. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki hafnað. Ég myndi þó ekki mæla sérstaklega með því að skipta um vinnu í miðju MBA-námi. Maður þarf að vera mjög einbeittur á þessum tíma og allt aukarask á lífinu er slæmt. En þetta hefur gengið ljómandi vel enda ríkir góður skilningur á vinnustaðnum. Maður fer heldur ekki í gegnum svona nám nema með því að hafa hundrað prósent stuðning vinnuveitanda.“ Elísabet segir námið hafa nýst sér vel í störfum sínum, bæði hjá Glitni og Icelandair. Hún segist oft hafa nýtt sér þann möguleika að samnýta verkefni fyrir vinnuna og skólann. Það styðji skólinn enda gangi námið að miklu leyti út á náin tengsl við atvinnulífið. Fyrir hafði Elísabet próf í hagnýtri fjölmiðlun og markaðsfræði. Hún er ánægð með þá þekkingu sem hún hefur viðað að sér í náminu. „Ég er miklu sterkari, hef miklu yfirgripsmeiri þekkingu á rekstri og öðrum grunnþáttum míns starfs.“ Elísabet er líka ánægð með uppbyggingu og gæði námsins. „Það er faglegur blær yfir öllu náminu sem er bæði hagnýtt og hnitmiðað. Þar fyrir utan eru kennararnir mjög hæfir. Þeir hafa mikinn metnað fyrir hönd nemenda og eru alltaf boðnir og búnir að veita aðstoð. Svo má ekki gleyma tengslamynduninni. Vinnan með öllu þessu fólki úr ýmsum mismunandi greinum stendur upp úr.“ „Á heildina litið er ég í skýjunum með námið. Ég held að það hafi verið eitt af mínum gæfusporum að fara í MBA-nám við Háskóla Íslands,“ segir Elísabet. „Þetta er tvímælalaust mín besta fjárfesting hingað til.“
Undir smásjánni Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira