Alþjóðlegar áherslur af ólíkum toga 25. apríl 2007 05:15 Frá því að Háskóli Íslands reið á vaðið með MBA-nám fyrir tæpum fimm árum síðan hafa rúmlega fjögur hundruð manns útskrifast þaðan og frá Háskólanum í Reykjavík. Fjölmargar gerðir MBA-náms eru til í heiminum enda er það meðal vinsælasta framhaldsnáms á háskólastigi í heimi. Með nokkurri einföldun má segja að því megi skipta í tvo flokka. Annars vegar MBA-nám í dagskóla og hins vegar svokallað Executive MBA. Í MBA-námi í dagskóla er algengt að nemendur komi beint úr grunnnámi og hafi litla starfsreynslu. Ekki er gert ráð fyrir að unnið sé samhliða því námi. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík fylgja hinni leiðinni. Executive MBA er yfirleitt skipulagt svo að nemendur geti unnið samhliða náminu. Í þeim tilfellum er gert ráð fyrir umtalsverðri starfsreynslu og er ekki óalgengt að meðalaldur nemenda sé í kringum 35 ár. Vinsældir þeirrar leiðar koma ekki síst til af því að nemendur læra ekki einungis af bókum sínum og kennurum heldur ekki síst hverjir af öðrum. Þótt HÍ og HR fylgi skilgreiningunni að sams konar prógrammi er margt sem skilur á milli námsins. Í báðum skólum er viðurkenndum alþjóðlegum fyrirmyndum fylgt og lögð er rík áhersla á að búa nemendur undir alþjóðlegt umhverfi. Nálgunin að því alþjóðlega er hins vegar gjörólík. Í Háskóla Íslands er talið mikilvægast að miða námið við íslenskar aðstæður, stundakennarar eru íslenskir og námið fer að mestu leyti fram á íslensku. Erlendir gestakennarar eru fengnir til að kenna og allar námsbækur eru á ensku. Þar er þeirri sannfæringu fylgt að íslenskt atvinnulíf sé að mörgu leyti svo sérstakt að almennt séð hafi erlendir kennarar ekki sérstakan skilning á því, sem gerð sé krafa um í Háskóla Íslands. Nemendur fá því fyrst og fremst sinn skilning á alþjóðlegu umhverfi í gegnum námsbækur sínar og erlenda gestakennara. Álitið er að eftir námið verði nemendur fullfærir um að heimfæra sjálfir fræðin yfir á alþjóðlegar aðstæður. Í Háskólanum í Reykjavík er þvert á móti forðast að sérsníða námið að íslenskum aðstæðum. Leitast er við að gera það sem allra líkast því sem gerist í útlöndum. Það fer að öllu leyti fram á ensku. Meira en helmingur kennaranna er erlendur og kemur hingað til kennslu í stutta stund í senn. Hinir eru Íslendingar sem margir hverjir búa og starfa erlendis. Í MBA-námi HR er gengið út frá því að viðfangsefni í íslensku atvinnulífi séu ekki einstök. Flest íslensk fyrirtæki horfi til erlendra markaða og verði sífellt alþjóðlegri að stærð og gerð. Nemendur sem starfi við séríslenskar aðstæður séu fullfærir um að staðfæra þekkinguna yfir á þær. Þeir sem hyggja á MBA-nám verða að gera upp við sig hvort þeir telji vænlegra að miða alþjóðlegt nám sitt að íslenskum eða erlendum aðstæðum. Geti þeir svarað þeirri spurningu ætti að vera vandræðalaust að velja á milli háskólanna tveggja. Undir smásjánni Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Frá því að Háskóli Íslands reið á vaðið með MBA-nám fyrir tæpum fimm árum síðan hafa rúmlega fjögur hundruð manns útskrifast þaðan og frá Háskólanum í Reykjavík. Fjölmargar gerðir MBA-náms eru til í heiminum enda er það meðal vinsælasta framhaldsnáms á háskólastigi í heimi. Með nokkurri einföldun má segja að því megi skipta í tvo flokka. Annars vegar MBA-nám í dagskóla og hins vegar svokallað Executive MBA. Í MBA-námi í dagskóla er algengt að nemendur komi beint úr grunnnámi og hafi litla starfsreynslu. Ekki er gert ráð fyrir að unnið sé samhliða því námi. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík fylgja hinni leiðinni. Executive MBA er yfirleitt skipulagt svo að nemendur geti unnið samhliða náminu. Í þeim tilfellum er gert ráð fyrir umtalsverðri starfsreynslu og er ekki óalgengt að meðalaldur nemenda sé í kringum 35 ár. Vinsældir þeirrar leiðar koma ekki síst til af því að nemendur læra ekki einungis af bókum sínum og kennurum heldur ekki síst hverjir af öðrum. Þótt HÍ og HR fylgi skilgreiningunni að sams konar prógrammi er margt sem skilur á milli námsins. Í báðum skólum er viðurkenndum alþjóðlegum fyrirmyndum fylgt og lögð er rík áhersla á að búa nemendur undir alþjóðlegt umhverfi. Nálgunin að því alþjóðlega er hins vegar gjörólík. Í Háskóla Íslands er talið mikilvægast að miða námið við íslenskar aðstæður, stundakennarar eru íslenskir og námið fer að mestu leyti fram á íslensku. Erlendir gestakennarar eru fengnir til að kenna og allar námsbækur eru á ensku. Þar er þeirri sannfæringu fylgt að íslenskt atvinnulíf sé að mörgu leyti svo sérstakt að almennt séð hafi erlendir kennarar ekki sérstakan skilning á því, sem gerð sé krafa um í Háskóla Íslands. Nemendur fá því fyrst og fremst sinn skilning á alþjóðlegu umhverfi í gegnum námsbækur sínar og erlenda gestakennara. Álitið er að eftir námið verði nemendur fullfærir um að heimfæra sjálfir fræðin yfir á alþjóðlegar aðstæður. Í Háskólanum í Reykjavík er þvert á móti forðast að sérsníða námið að íslenskum aðstæðum. Leitast er við að gera það sem allra líkast því sem gerist í útlöndum. Það fer að öllu leyti fram á ensku. Meira en helmingur kennaranna er erlendur og kemur hingað til kennslu í stutta stund í senn. Hinir eru Íslendingar sem margir hverjir búa og starfa erlendis. Í MBA-námi HR er gengið út frá því að viðfangsefni í íslensku atvinnulífi séu ekki einstök. Flest íslensk fyrirtæki horfi til erlendra markaða og verði sífellt alþjóðlegri að stærð og gerð. Nemendur sem starfi við séríslenskar aðstæður séu fullfærir um að staðfæra þekkinguna yfir á þær. Þeir sem hyggja á MBA-nám verða að gera upp við sig hvort þeir telji vænlegra að miða alþjóðlegt nám sitt að íslenskum eða erlendum aðstæðum. Geti þeir svarað þeirri spurningu ætti að vera vandræðalaust að velja á milli háskólanna tveggja.
Undir smásjánni Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira