Íslensk götulist í Englandi 25. apríl 2007 09:30 Þórdís skreytir tólf metra vegg í safninu með blöndu af hönnun sinni og ljósmyndum af verkum annarra. MYND/Stefán Þórdís Claessen opnar einkasýningu í Urbis-safninu í Manchester 9. maí næstkomandi. Vel gæti farið svo að Ósómakindin rati á veggi safnsins. „Ég verð með bókarkynningu fyrir Icepick og sýningu í kringum það. Hún verður uppi í þrjá mánuði, alveg fram í ágúst,“ útskýrði Þórdís. Icepick er afrakstur margra ára vinnu Þórdísar, en í bókinni er að finna ljósmyndir hennar af íslenskri götulist og graffítí. Urbis-safnið einbeitir sér sérstaklega að borgarmenningu, sem Þórdísi þykir ekki verra. „Þeir voru með pönksýningu um daginn og mér sýnist þeir leggja mikið í það sem þeir gera.“ Þórdís mun til að mynda skreyta tólf metra langan vegg í safninu. „Þar verður blanda af myndum úr bókinni, sem ég hef tekið af verkum annarra, og minni hönnun líka. Ég er náttúrulega ekki graffítílistamaður sjálf, en ég teikna,“ sagði Þórdís. Eitthvað af hönnun hennar fyrir Ósómabúðina, sem Þórdís á og rekur ásamt Gunnlaugi Grétarssyni, mun jafnframt rata á vegginn. „Þetta verður örugglega góð lyftistöng fyrir bókina og svona öðruvísi landkynning um leið,“ sagði Þórdís. Gingko press gefur bókina út, en forlagið einbeitir sér að bókum um jaðarlist og götumenningu, að sögn Þórdísar. „Þekktasta flaggskip þeirra er Obey, eða Shepard Fairey, listamaður sem er mjög þekktur í þessum bransa. Það er ekkert leiðinlegt að vera í sama liði og hann,“ sagði Þórdís kát. Bókinni verður að hennar sögn sennilega dreift í tveimur, ef ekki þremur, heimsálfum til viðbótar við Evrópu. „Gingko teygir sig yfir öll Bandaríkin og Evrópu og það má vera að bókin nái Japan og jafnvel Ástralíu, en það á eftir að skýrast,“ sagði hún. „Svo lét útgáfan í það skína að Icepick yrði boðið að taka þátt í einhverju götumenningargiggi í Amsterdam í júlí,“ bætti Þórdís við, og því er ýmislegt í kortunum fyrir bókina. Icepick er væntanleg í verslanir hér á landi í lok maí, en óþolinmóðir geta fengið forsmekk af bókinni á Icepickbook.com. Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Þórdís Claessen opnar einkasýningu í Urbis-safninu í Manchester 9. maí næstkomandi. Vel gæti farið svo að Ósómakindin rati á veggi safnsins. „Ég verð með bókarkynningu fyrir Icepick og sýningu í kringum það. Hún verður uppi í þrjá mánuði, alveg fram í ágúst,“ útskýrði Þórdís. Icepick er afrakstur margra ára vinnu Þórdísar, en í bókinni er að finna ljósmyndir hennar af íslenskri götulist og graffítí. Urbis-safnið einbeitir sér sérstaklega að borgarmenningu, sem Þórdísi þykir ekki verra. „Þeir voru með pönksýningu um daginn og mér sýnist þeir leggja mikið í það sem þeir gera.“ Þórdís mun til að mynda skreyta tólf metra langan vegg í safninu. „Þar verður blanda af myndum úr bókinni, sem ég hef tekið af verkum annarra, og minni hönnun líka. Ég er náttúrulega ekki graffítílistamaður sjálf, en ég teikna,“ sagði Þórdís. Eitthvað af hönnun hennar fyrir Ósómabúðina, sem Þórdís á og rekur ásamt Gunnlaugi Grétarssyni, mun jafnframt rata á vegginn. „Þetta verður örugglega góð lyftistöng fyrir bókina og svona öðruvísi landkynning um leið,“ sagði Þórdís. Gingko press gefur bókina út, en forlagið einbeitir sér að bókum um jaðarlist og götumenningu, að sögn Þórdísar. „Þekktasta flaggskip þeirra er Obey, eða Shepard Fairey, listamaður sem er mjög þekktur í þessum bransa. Það er ekkert leiðinlegt að vera í sama liði og hann,“ sagði Þórdís kát. Bókinni verður að hennar sögn sennilega dreift í tveimur, ef ekki þremur, heimsálfum til viðbótar við Evrópu. „Gingko teygir sig yfir öll Bandaríkin og Evrópu og það má vera að bókin nái Japan og jafnvel Ástralíu, en það á eftir að skýrast,“ sagði hún. „Svo lét útgáfan í það skína að Icepick yrði boðið að taka þátt í einhverju götumenningargiggi í Amsterdam í júlí,“ bætti Þórdís við, og því er ýmislegt í kortunum fyrir bókina. Icepick er væntanleg í verslanir hér á landi í lok maí, en óþolinmóðir geta fengið forsmekk af bókinni á Icepickbook.com.
Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira