Gerir það gott í Þýskalandi 8. maí 2007 10:00 Þorleifur Örn Arnarsson íhugar fimm tilboð sem honum hafa borist frá þýskum leikhúsum. MYND/Rósa Þorleifi Erni Arnarssyni hafa borist fimm tilboð frá þýskum leikhúsum í kjölfar sýninga á Eilífri hamingju í Berlín í febrúar. Þorleifur er leikstjóri sýningarinnar og stundar nú leikstjóranám í Berlín. „Leikhúsin eru öll að ákveða hvað þau ætla að gera næsta vetur. Það á eftir að koma í ljós hvað passar inn og hvað ég get tekið að mér,“ sagði Þorleifur og bendir á að staðan sé enn nokkuð óljós. Sýningarnar á Eilífri hamingju í Maxím Gorkí-leikhúsinu voru vel sóttar af þýsku leikhúsfólki að sögn Þorleifs, en Maxím Gorkí- leikhúsið er eitt þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á samstarfi við Þorleif. „Þar myndi ég setja upp verk eftir Lars Norén. Það yrði frumsýnt á norrænni hátíð í Sophiensale og færi þaðan yfir í Maxím Gorkí,“ útskýrði Þorleifur. Hann er einnig í viðræðum við Schaubühne-leikhúsið. „Gengi það eftir yrði þetta brjálæðislega spennandi. Það er svona eins og að vera valinn í brasilíska landsliðið,“ sagði Þorleifur. Í kortunum er einnig sýning í borginni Schwerin í Austur-Þýskalandi og uppsetning á Hamlet. „Svo hafa margir af stórleikurunum í Berlín tekið sig saman og stofnað sitt eigið leikhús og ég hef verið í viðræðum við þá um að koma inn með sýningu. Það er samt alveg á frumstigi,“ sagði Þorleifur og benti á að síðasta sýning á Eilífri hamingju hér á landi fer fram í Borgarleikhúsinu á morgun. Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Þorleifi Erni Arnarssyni hafa borist fimm tilboð frá þýskum leikhúsum í kjölfar sýninga á Eilífri hamingju í Berlín í febrúar. Þorleifur er leikstjóri sýningarinnar og stundar nú leikstjóranám í Berlín. „Leikhúsin eru öll að ákveða hvað þau ætla að gera næsta vetur. Það á eftir að koma í ljós hvað passar inn og hvað ég get tekið að mér,“ sagði Þorleifur og bendir á að staðan sé enn nokkuð óljós. Sýningarnar á Eilífri hamingju í Maxím Gorkí-leikhúsinu voru vel sóttar af þýsku leikhúsfólki að sögn Þorleifs, en Maxím Gorkí- leikhúsið er eitt þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á samstarfi við Þorleif. „Þar myndi ég setja upp verk eftir Lars Norén. Það yrði frumsýnt á norrænni hátíð í Sophiensale og færi þaðan yfir í Maxím Gorkí,“ útskýrði Þorleifur. Hann er einnig í viðræðum við Schaubühne-leikhúsið. „Gengi það eftir yrði þetta brjálæðislega spennandi. Það er svona eins og að vera valinn í brasilíska landsliðið,“ sagði Þorleifur. Í kortunum er einnig sýning í borginni Schwerin í Austur-Þýskalandi og uppsetning á Hamlet. „Svo hafa margir af stórleikurunum í Berlín tekið sig saman og stofnað sitt eigið leikhús og ég hef verið í viðræðum við þá um að koma inn með sýningu. Það er samt alveg á frumstigi,“ sagði Þorleifur og benti á að síðasta sýning á Eilífri hamingju hér á landi fer fram í Borgarleikhúsinu á morgun.
Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira