Flókið kerfi 18. maí 2007 20:37 Ég verð að segja, að á kosningavökunni um liðna helgi og í kjölfar hennar, hvarflaði að mér nokkrum sinnum að íslenska kosningakerfið væri svo flókið og illskiljanlegt að líklega hefði horft til verulegra vandræða ef stærðfræðingarnir sem sömdu það hefðu ekki verið á landinu þegar kosið var. SEGJUM sem svo að þeir hefðu verið úr símasambandi og ekki hefði verið búið að setja upp forritið til þess að reikna þetta allt saman áður. Hvað hefðu menn gert? „Uh, félagi," sé ég fyrir mér að virðulegur kjörstjórnarmaður hefði umlað. „Það voru að koma hérna tölur? Hvað eigum við að gera við þær?" „Nú ég veit það ekki," hefði þá einhver annar svarað. „Verðum við ekki bara að lesa þær upp og sjá hvað gerist? Svo tilkynnum við bara að einhverjir séu inni og einhverjir úti. Það tekur enginn eftir neinu." ÉG sjálfur tók mér góðan tíma til þess að stúdera kosningalöggjöfina og reiknireglurnar í aðdraganda kosninganna og ég get svo sem sagt það, að eftir næturyfirlegu taldi ég mig skilja þetta. Aðeins hársbreidd munaði, þegar allt kom heim og saman í höfði mínu, að ég felldi tár yfir því sigurvirki talnanna sem þá blasti við mér kristaltært og fagurt. „Undur mannsandans," hugsaði ég með sjálfum mér einn við skrifborðið við föla lampabirtu. Kosningakerfið íslenska stóð mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum í eitt stórbrotið andartak og ég hélt uppveðraður til hvílu. ÞAÐ urðu mér því talsverð vonbrigði verð ég að segja, þegar ég uppgötvaði daginn eftir að þegar ég ætlaði að útskýra kerfið fyrir vini mínum áhugasömum, tafsaði ég talsvert á staðreyndunum og umrætt samtal - sem ég hugðist nota til þess að slá mig til riddara - rann út í sandinn. Á kosninganótt reyndi ég líka vitaskuld í anda pólitíkusa að sannfæra sjálfan mig og aðra um að kosningakerfið lægi fyrir mér eins og opin bók og að sjálfsögðu væri ég sérfræðingur í því, nema hvað, enda frambjóðandi sjálfur og kandidat í svokallað jöfnunarþingsæti sem kallað er. HÓFST þá rússibanareiðin. Inn á þing fór ég fjórum sinnum þá nóttina og út aftur. Upp úr miðnætti hafði ég gjörsamlega misst þráðinn og verð að játa að hið margbrotna íslenska kosningakerfi hafði á þeirri stundu farið þannig um sálartetur hins unga frambjóðanda að honum leið dálítið eins og honum hefði verið stungið inn í þvottavél á fullu spinni til þess eins að vera kippt þaðan út aftur ringluðum og ráðalausum, einu stóru spurningamerki í krumpuðum jakkafötum og með hárið út í loftið. Svipur þeirra kollega minna sem eygðu von, þótt lítil væri í tilviki sumra, um jöfnunarþingsæti, bar vitni um þessa upplifun líka. Þegar þeir voru dregnir fram úr bælinu undir morgunsárið á vit mjög svo óvæntrar, en vissulega ánægulegrar, þingmennsku, fór undrunin ekki fram hjá neinum. „Ha, ég? Er það?" stundu menn efnislega og göptu. „Er ég orðinn þingmaður? Hvernig þá?" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun
Ég verð að segja, að á kosningavökunni um liðna helgi og í kjölfar hennar, hvarflaði að mér nokkrum sinnum að íslenska kosningakerfið væri svo flókið og illskiljanlegt að líklega hefði horft til verulegra vandræða ef stærðfræðingarnir sem sömdu það hefðu ekki verið á landinu þegar kosið var. SEGJUM sem svo að þeir hefðu verið úr símasambandi og ekki hefði verið búið að setja upp forritið til þess að reikna þetta allt saman áður. Hvað hefðu menn gert? „Uh, félagi," sé ég fyrir mér að virðulegur kjörstjórnarmaður hefði umlað. „Það voru að koma hérna tölur? Hvað eigum við að gera við þær?" „Nú ég veit það ekki," hefði þá einhver annar svarað. „Verðum við ekki bara að lesa þær upp og sjá hvað gerist? Svo tilkynnum við bara að einhverjir séu inni og einhverjir úti. Það tekur enginn eftir neinu." ÉG sjálfur tók mér góðan tíma til þess að stúdera kosningalöggjöfina og reiknireglurnar í aðdraganda kosninganna og ég get svo sem sagt það, að eftir næturyfirlegu taldi ég mig skilja þetta. Aðeins hársbreidd munaði, þegar allt kom heim og saman í höfði mínu, að ég felldi tár yfir því sigurvirki talnanna sem þá blasti við mér kristaltært og fagurt. „Undur mannsandans," hugsaði ég með sjálfum mér einn við skrifborðið við föla lampabirtu. Kosningakerfið íslenska stóð mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum í eitt stórbrotið andartak og ég hélt uppveðraður til hvílu. ÞAÐ urðu mér því talsverð vonbrigði verð ég að segja, þegar ég uppgötvaði daginn eftir að þegar ég ætlaði að útskýra kerfið fyrir vini mínum áhugasömum, tafsaði ég talsvert á staðreyndunum og umrætt samtal - sem ég hugðist nota til þess að slá mig til riddara - rann út í sandinn. Á kosninganótt reyndi ég líka vitaskuld í anda pólitíkusa að sannfæra sjálfan mig og aðra um að kosningakerfið lægi fyrir mér eins og opin bók og að sjálfsögðu væri ég sérfræðingur í því, nema hvað, enda frambjóðandi sjálfur og kandidat í svokallað jöfnunarþingsæti sem kallað er. HÓFST þá rússibanareiðin. Inn á þing fór ég fjórum sinnum þá nóttina og út aftur. Upp úr miðnætti hafði ég gjörsamlega misst þráðinn og verð að játa að hið margbrotna íslenska kosningakerfi hafði á þeirri stundu farið þannig um sálartetur hins unga frambjóðanda að honum leið dálítið eins og honum hefði verið stungið inn í þvottavél á fullu spinni til þess eins að vera kippt þaðan út aftur ringluðum og ráðalausum, einu stóru spurningamerki í krumpuðum jakkafötum og með hárið út í loftið. Svipur þeirra kollega minna sem eygðu von, þótt lítil væri í tilviki sumra, um jöfnunarþingsæti, bar vitni um þessa upplifun líka. Þegar þeir voru dregnir fram úr bælinu undir morgunsárið á vit mjög svo óvæntrar, en vissulega ánægulegrar, þingmennsku, fór undrunin ekki fram hjá neinum. „Ha, ég? Er það?" stundu menn efnislega og göptu. „Er ég orðinn þingmaður? Hvernig þá?"
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun