Humarinn okkar hefur verið aðalsmerki í 40 ár 25. maí 2007 00:01 Gísli Már með rétta bragðið á tungunni. Mynd/Óðinn Hótel Höfn verður opnað í dag eftir gagngerar endurbætur. Að sjálfsögðu er humar ofarlega á matseðlinum hjá Gísla Má Vilhjálmssyni yfirkokki og einum af eigendum hótelsins. „Við á Hótel Höfn höfum haft humar sem aðalsmerki í 40 ár. Til dæmis fá allir erlendir ferðamenn sem hingað koma í hópum, fiskitríó sem inniheldur m.a. humar og hefur líkað mjög vel,“ segir Gísli Már þegar slegið er á þráðinn austur. Hann segir aðalatriðið við eldamennsku humars vera að passa eldunartímann. Það taki nefnilega ekki nema 1-2 mínútur að elda hann ófrosinn. Svo er hann rukkaður um uppskrift. „Einn af okkar aðalréttum á matseðli er svokallaður Sumarhumar sem er gufusteiktur humar með miklu af grænmeti og ekki má gleyma smjöri, hvítvíni og örlitlu salti. Smjörið er hitað vel og humarinn steiktur í eina mínútu síðan er hvítvíni hellt yfir og loki skellt yfir í eina mínútu. Safinn af pönnunni er svo borinn með ásamt nýbökuðu brauði.“ Hótel Höfn er að opna formlega í dag veitingasali sína eftir gagngerar endurbætur. Þeir eru aðalsalur á annarri hæð sem tekur um 130 manns og Ósinn á jarðhæð sem tekur um 50 manns. Reyndar er allt hótelið endurgert og einnig var það að bæta við 32 herbergjum í 3 stjörnu standard. „Við vorum nánast að verða tilbúin með hótelið endurgert í vetur þegar eldur kom upp í því. Eftir það urðum við auðvitað að laga það sem skemmdist og tókum svo skrefið alla leið.“ segir Gísli Már. Matur Mest lesið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið
Hótel Höfn verður opnað í dag eftir gagngerar endurbætur. Að sjálfsögðu er humar ofarlega á matseðlinum hjá Gísla Má Vilhjálmssyni yfirkokki og einum af eigendum hótelsins. „Við á Hótel Höfn höfum haft humar sem aðalsmerki í 40 ár. Til dæmis fá allir erlendir ferðamenn sem hingað koma í hópum, fiskitríó sem inniheldur m.a. humar og hefur líkað mjög vel,“ segir Gísli Már þegar slegið er á þráðinn austur. Hann segir aðalatriðið við eldamennsku humars vera að passa eldunartímann. Það taki nefnilega ekki nema 1-2 mínútur að elda hann ófrosinn. Svo er hann rukkaður um uppskrift. „Einn af okkar aðalréttum á matseðli er svokallaður Sumarhumar sem er gufusteiktur humar með miklu af grænmeti og ekki má gleyma smjöri, hvítvíni og örlitlu salti. Smjörið er hitað vel og humarinn steiktur í eina mínútu síðan er hvítvíni hellt yfir og loki skellt yfir í eina mínútu. Safinn af pönnunni er svo borinn með ásamt nýbökuðu brauði.“ Hótel Höfn er að opna formlega í dag veitingasali sína eftir gagngerar endurbætur. Þeir eru aðalsalur á annarri hæð sem tekur um 130 manns og Ósinn á jarðhæð sem tekur um 50 manns. Reyndar er allt hótelið endurgert og einnig var það að bæta við 32 herbergjum í 3 stjörnu standard. „Við vorum nánast að verða tilbúin með hótelið endurgert í vetur þegar eldur kom upp í því. Eftir það urðum við auðvitað að laga það sem skemmdist og tókum svo skrefið alla leið.“ segir Gísli Már.
Matur Mest lesið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið