Viðtökur Íslendinga langt framar vonum 20. júní 2007 06:00 Kruger óttast ekki að hætt verði við uppbyggingu álvers í Helguvík. Bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum varð hluti af íslensku samfélagi þegar það keypti álver Norðuráls á Grundartanga árið 2004. „Okkur líkuðu viðskiptahættirnir og hvernig hlutirnir eru gerðir hér á Íslandi. Við sáum fljótt að Ísland væri ákjósanlegur staður til álframleiðslu," segir Logan Kruger, forstjóri Century Aluminum. Century hefur í nokkur ár leitað að hentugri byggingarlóð fyrir annað álver á Íslandi. Helguvík varð fyrir valinu. „Samfélagið á Suðurnesjum varð fyrir áfalli vegna lokunar bandarísku herstöðvarinnar á síðasta ári. Við höfum unnið náið með yfirvöldum á svæðinu og eftir tveggja ára undirbúning erum við nú að hefja þróun verkefnisins," segir Kruger. Kruger segir samband fyrirtækisins við íslenskt samfélag hafa styrkst jafnt og þétt. „Við höfum átt mjög gott samstarf við sveitarfélög, unnið náið með íslenskum verktökum og fjármagnað okkur í gegnum íslenska banka. Nú höfum við fengið íslenska fjárfesta til félagsins. Samband okkar við þjóðina hefur því vaxið jafnt og þétt og er orðið mjög náið." Til undirbúnings framkvæmdanna í Helguvík fór Century nýverið í hlutafjárútboð þar sem fagfjárfestum gafst kostur á að kaupa 7.250.000 nýja hluta. Nýja hlutafénu verður varið beint til uppbyggingar álversins í Helguvík. „Það var eðlilegt framhald af sambandi okkar við Íslendinga að fá íslenska fjárfesta að félaginu," segir Kruger. „Það kom okkur skemmtilega á óvart hversu mikil þátttaka var í útboðinu. Við bjuggumst við góðum viðtökum. Þær voru hins vegar mun betri en við þorðum að vonast eftir." Hann segist líta svo á að næsta skref hafi verið tekið í átt að nánara sambandi við Íslendinga. „Fyrst voru það sveitarfélögin, svo íslensk fyrirtæki á borð við bankana, skipafélög og ríkisstofnanir og nú síðast íslensku fjárfestarnir. Við vitum að íslenskir fjárfestar eru snjallir og skynsamir. Þeir hafa greinilega séð málið á eins jákvætt og við gerum." Kruger virðist ekki í nokkrum vafa um að af framkvæmdum í Helguvík verði. „Við erum mjög bjartsýn á að af framkvæmdunum verði. Við höfum tileinkað okkur íslenska viðskiptahætti. Við vinnum okkur áfram á mjög lágstilltan og kerfisbundinn hátt. Við nálgumst málið í áföngum því við vitum að það er best fyrir íslenskt efnahagslíf." Hann segir fyrstu skref framkvæmdanna í Helguvík verða tekin í lok þessa árs eða upphafi þess næsta. Því muni ljúka árið 2010. Eftir það verði næstu skref undirbúin. „Við reynum að haga okkar vinnu í samhljómi við skilyrði íslenskra sveitarfélaga, efnahagslífsins og ríkisstjórnarinnar. Við höfum fengið mjög góðan stuðning. Við höfum til dæmis fengið sveitarfélögin til liðs við okkur við hönnun álveranna frá byrjun. Það voru þau sem tóku ákvörðun um byggingarstað álversins." Undir smásjánni Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum varð hluti af íslensku samfélagi þegar það keypti álver Norðuráls á Grundartanga árið 2004. „Okkur líkuðu viðskiptahættirnir og hvernig hlutirnir eru gerðir hér á Íslandi. Við sáum fljótt að Ísland væri ákjósanlegur staður til álframleiðslu," segir Logan Kruger, forstjóri Century Aluminum. Century hefur í nokkur ár leitað að hentugri byggingarlóð fyrir annað álver á Íslandi. Helguvík varð fyrir valinu. „Samfélagið á Suðurnesjum varð fyrir áfalli vegna lokunar bandarísku herstöðvarinnar á síðasta ári. Við höfum unnið náið með yfirvöldum á svæðinu og eftir tveggja ára undirbúning erum við nú að hefja þróun verkefnisins," segir Kruger. Kruger segir samband fyrirtækisins við íslenskt samfélag hafa styrkst jafnt og þétt. „Við höfum átt mjög gott samstarf við sveitarfélög, unnið náið með íslenskum verktökum og fjármagnað okkur í gegnum íslenska banka. Nú höfum við fengið íslenska fjárfesta til félagsins. Samband okkar við þjóðina hefur því vaxið jafnt og þétt og er orðið mjög náið." Til undirbúnings framkvæmdanna í Helguvík fór Century nýverið í hlutafjárútboð þar sem fagfjárfestum gafst kostur á að kaupa 7.250.000 nýja hluta. Nýja hlutafénu verður varið beint til uppbyggingar álversins í Helguvík. „Það var eðlilegt framhald af sambandi okkar við Íslendinga að fá íslenska fjárfesta að félaginu," segir Kruger. „Það kom okkur skemmtilega á óvart hversu mikil þátttaka var í útboðinu. Við bjuggumst við góðum viðtökum. Þær voru hins vegar mun betri en við þorðum að vonast eftir." Hann segist líta svo á að næsta skref hafi verið tekið í átt að nánara sambandi við Íslendinga. „Fyrst voru það sveitarfélögin, svo íslensk fyrirtæki á borð við bankana, skipafélög og ríkisstofnanir og nú síðast íslensku fjárfestarnir. Við vitum að íslenskir fjárfestar eru snjallir og skynsamir. Þeir hafa greinilega séð málið á eins jákvætt og við gerum." Kruger virðist ekki í nokkrum vafa um að af framkvæmdum í Helguvík verði. „Við erum mjög bjartsýn á að af framkvæmdunum verði. Við höfum tileinkað okkur íslenska viðskiptahætti. Við vinnum okkur áfram á mjög lágstilltan og kerfisbundinn hátt. Við nálgumst málið í áföngum því við vitum að það er best fyrir íslenskt efnahagslíf." Hann segir fyrstu skref framkvæmdanna í Helguvík verða tekin í lok þessa árs eða upphafi þess næsta. Því muni ljúka árið 2010. Eftir það verði næstu skref undirbúin. „Við reynum að haga okkar vinnu í samhljómi við skilyrði íslenskra sveitarfélaga, efnahagslífsins og ríkisstjórnarinnar. Við höfum fengið mjög góðan stuðning. Við höfum til dæmis fengið sveitarfélögin til liðs við okkur við hönnun álveranna frá byrjun. Það voru þau sem tóku ákvörðun um byggingarstað álversins."
Undir smásjánni Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent