Við viljum ekki sjá Svíana 22. júní 2007 00:01 Fór mikinn þegar Ísland vann Serba 17. júní síðastliðinn í síðari umspilsleiknum um laust sæti á EM í Noregi. Hér skorar hann eitt níu marka sinna í Laugardalshöllinni.fréttablaðið/anton Enginn frá HSÍ verður viðstaddur dráttinn fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Noregi dagana 17. til 27. janúar á næsta ári. Dregið verður í fjóra riðla í Ósló í kvöld og eru fjögur lið í hverjum riðli. Fyrst er liðunum fjórum í fjórða styrkleikaflokki raðað niður, þá liðunum í öðrum styrkleikaflokki, næst þeim fysta áður en Noregur fær að velja sér riðil. Tvö lið úr hverjum riðli komast í 8-liða úrslit. Ísland er í öðrum styrkleikaflokki með heimsmeisturum Þjóðverja, Rússum og Slóvenum. Ísland verður því ekki með neinni af þeim þjóðum í riðli. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að það sé erfitt að teikna upp ákveðinn draumariðil. „Þetta verður gríðarlega sterkt mót. Miðað við okkar reynslu er kannski best fyrir okkur að mæta Dönum úr fyrsta styrkleikaflokki og forðast þar með Evrópumeistara Frakka, Spánverja og Króata," sagði Einar um fyrsta styrkleikaflokkinn. „Okkur hefur gengið einna best á móti Pólverjum. Slóvakía er kannski litla liðið þarna enda hafa þeir ekki verið með á mörgum stórmótum undanfarið. Norðmenn eru svo með mjög gott lið," sagði Einar en gestgjafarnir í Noregi fá að velja sér riðil eftir að búið er að draga. Norðmenn unnu Ísland 36-33 á EM í Sviss árið 2006 og með tólf marka mun á æfingamóti í Danmörku nú í janúar. „Það kæmi mér ekki á óvart að þeir velji okkur með sér. Gunnar Pettersen, þjálfari Norðmanna, heldur að hann hafi tak á okkur. Þeir munu sjá riðilinn okkar og Slóvena og velja svo annan hvorn. Það hefur oft verið þannig að gestgjafarnir hafa horft til okkar þegar þeir velja sér riðil. Við erum kannski minni þjóð og komum frá fámennu landi en þetta er líklega engin tilviljun," sagði Einar sem átti ekki erfitt með að benda á martraðarmótherjann í fjórða styrkleikaflokki. „Svíarnir eru lang sterkastir í þessum riðli. Það yrði alveg ágætt að vera ekki með þeim. Hvít-Rússar, Svartfellingar og Tékkar eru allir svipaðir að styrkleika," sagði Einar. Íslenski handboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Enginn frá HSÍ verður viðstaddur dráttinn fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Noregi dagana 17. til 27. janúar á næsta ári. Dregið verður í fjóra riðla í Ósló í kvöld og eru fjögur lið í hverjum riðli. Fyrst er liðunum fjórum í fjórða styrkleikaflokki raðað niður, þá liðunum í öðrum styrkleikaflokki, næst þeim fysta áður en Noregur fær að velja sér riðil. Tvö lið úr hverjum riðli komast í 8-liða úrslit. Ísland er í öðrum styrkleikaflokki með heimsmeisturum Þjóðverja, Rússum og Slóvenum. Ísland verður því ekki með neinni af þeim þjóðum í riðli. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að það sé erfitt að teikna upp ákveðinn draumariðil. „Þetta verður gríðarlega sterkt mót. Miðað við okkar reynslu er kannski best fyrir okkur að mæta Dönum úr fyrsta styrkleikaflokki og forðast þar með Evrópumeistara Frakka, Spánverja og Króata," sagði Einar um fyrsta styrkleikaflokkinn. „Okkur hefur gengið einna best á móti Pólverjum. Slóvakía er kannski litla liðið þarna enda hafa þeir ekki verið með á mörgum stórmótum undanfarið. Norðmenn eru svo með mjög gott lið," sagði Einar en gestgjafarnir í Noregi fá að velja sér riðil eftir að búið er að draga. Norðmenn unnu Ísland 36-33 á EM í Sviss árið 2006 og með tólf marka mun á æfingamóti í Danmörku nú í janúar. „Það kæmi mér ekki á óvart að þeir velji okkur með sér. Gunnar Pettersen, þjálfari Norðmanna, heldur að hann hafi tak á okkur. Þeir munu sjá riðilinn okkar og Slóvena og velja svo annan hvorn. Það hefur oft verið þannig að gestgjafarnir hafa horft til okkar þegar þeir velja sér riðil. Við erum kannski minni þjóð og komum frá fámennu landi en þetta er líklega engin tilviljun," sagði Einar sem átti ekki erfitt með að benda á martraðarmótherjann í fjórða styrkleikaflokki. „Svíarnir eru lang sterkastir í þessum riðli. Það yrði alveg ágætt að vera ekki með þeim. Hvít-Rússar, Svartfellingar og Tékkar eru allir svipaðir að styrkleika," sagði Einar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira