Sálrænt ástand þeirra sem meiða og deyða dýr 22. júní 2007 05:00 Eðlilega fyllist fólk óhug þegar það heyrir fréttir um að ungmenni geri sér að leik að meiða og deyða dýr. Maður veltir fyrir sér hvernig andleg líðan þeirra er sem þetta gera? Hefur gerandinn e.t.v. verið meiddur sjálfur, er hann jafnvel haldinn miklum sársauka, reiði og biturleika? Hver svo sem orsökin er, virðist ljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis. Hvað nákvæmlega, vitum við ekki fyrr en málefni hans og fjölskylduaðstæður hafa verið skoðaðar. Fregnir um andfélagslega hegðun eins og þessa kalla fram ýmsar spurningar í hugum almennings. Spurt er t.d. hvort þeir sem þetta gera séu einfaldlega vondir í eðli sínu, eða fæðst hreinlega með hvatir til að pynta og drepa? Þessari spurningu svara ég hiklaust neitandi. Að hugsa dæmið með þessum hætti er að mínu mati varhugavert og vita gagnslaus nálgun. Önnur algeng spurning í þessu sambandi er hvort þetta sé ekki allt sjónvarpinu og tölvuleikjunum að kenna? Þeirri spurningu er heldur ekki hægt að svara með einsatkvæðisorði, jafnvel þótt það sé sennilegt að barn sem hefur ofbeldi sem fyrirmynd frá unga aldri og yfir langan tíma kunni að bera alvarlegan skaða af. Hvort hin skaðlegu áhrif leiði til löngunar að pynta og drepa dýr er að mínu mati einföldun á alvarlegu máli. Aðrir velta fyrir sér hvort í uppeldi þessara ungmenna hafi vantað siðferðislega kennslu sem leitt hafi til einhvers konar siðblindu? Barn sem fer á mis við að vera kennt grundvallaratriði siðfræðinnar getur svo sannarlega reynst erfitt að setja sig í spor annarra og finna til samkenndar. Áhrifagirni og hópþrýstingur er enn annað fyrirbæri sem kemur upp í hugann við tíðindi sem þessi. Getur ungmenni verið svo áhrifagjarnt að ef hvatt til að taka þátt í verknaði sem þessum láti það tilleiðast? Hópþrýstingur og múgsefjun er afl sem, ef óbeislað, getur leitt til þess að hópurinn framkvæmir hluti sem einstaklingurinn, væri hann einsamall, myndi aldrei láta sér detta í hug að gera. Mikilvægt er að börnum sé snemma kennt að varast áhrif og afleiðingar hópþrýsings. Loks er forvitilegt að velta fyrir sér hversu stór hópurinn er sem um ræðir? Er hér e.t.v. um fáa einstaklinga að ræða sem endurtaka verknaðinn eða er þetta stærri hópur? Að meiða og deyða dýr sér til gamans er klárlega æfing í ofbeldi sem ekki nokkur leið er að segja til um hvar endar. Verði þessum aðilum ekki hjálpað eru þeir að mínu mati í áhættuhópi þeirra sem kunna að stunda andfélagslega hegðun lungað af lífsferli sínum. Tökum sameiginlega ábyrgð og vörumst að dæma fyrirfram. Það sem skilar sér best til að sporna við og slökkva á hegðun sem þessari er að ná til þessara ungmenna og fjölskyldna þeirra, greina vandann með faglegum hætti og veita viðeigandi aðstoð. Eins þarf að hlúa að þeim sem koma að slíkum verknaði. Fyrst og fremst er þetta sorglegt, að sjálfsögðu fyrir þolendur en ekki síst fyrir gerendurnar sem síðar á ævinni líta til bernsku sinnar og rifja upp minningar um að hafa pyntað og murkað lífið úr dýrum.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eðlilega fyllist fólk óhug þegar það heyrir fréttir um að ungmenni geri sér að leik að meiða og deyða dýr. Maður veltir fyrir sér hvernig andleg líðan þeirra er sem þetta gera? Hefur gerandinn e.t.v. verið meiddur sjálfur, er hann jafnvel haldinn miklum sársauka, reiði og biturleika? Hver svo sem orsökin er, virðist ljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis. Hvað nákvæmlega, vitum við ekki fyrr en málefni hans og fjölskylduaðstæður hafa verið skoðaðar. Fregnir um andfélagslega hegðun eins og þessa kalla fram ýmsar spurningar í hugum almennings. Spurt er t.d. hvort þeir sem þetta gera séu einfaldlega vondir í eðli sínu, eða fæðst hreinlega með hvatir til að pynta og drepa? Þessari spurningu svara ég hiklaust neitandi. Að hugsa dæmið með þessum hætti er að mínu mati varhugavert og vita gagnslaus nálgun. Önnur algeng spurning í þessu sambandi er hvort þetta sé ekki allt sjónvarpinu og tölvuleikjunum að kenna? Þeirri spurningu er heldur ekki hægt að svara með einsatkvæðisorði, jafnvel þótt það sé sennilegt að barn sem hefur ofbeldi sem fyrirmynd frá unga aldri og yfir langan tíma kunni að bera alvarlegan skaða af. Hvort hin skaðlegu áhrif leiði til löngunar að pynta og drepa dýr er að mínu mati einföldun á alvarlegu máli. Aðrir velta fyrir sér hvort í uppeldi þessara ungmenna hafi vantað siðferðislega kennslu sem leitt hafi til einhvers konar siðblindu? Barn sem fer á mis við að vera kennt grundvallaratriði siðfræðinnar getur svo sannarlega reynst erfitt að setja sig í spor annarra og finna til samkenndar. Áhrifagirni og hópþrýstingur er enn annað fyrirbæri sem kemur upp í hugann við tíðindi sem þessi. Getur ungmenni verið svo áhrifagjarnt að ef hvatt til að taka þátt í verknaði sem þessum láti það tilleiðast? Hópþrýstingur og múgsefjun er afl sem, ef óbeislað, getur leitt til þess að hópurinn framkvæmir hluti sem einstaklingurinn, væri hann einsamall, myndi aldrei láta sér detta í hug að gera. Mikilvægt er að börnum sé snemma kennt að varast áhrif og afleiðingar hópþrýsings. Loks er forvitilegt að velta fyrir sér hversu stór hópurinn er sem um ræðir? Er hér e.t.v. um fáa einstaklinga að ræða sem endurtaka verknaðinn eða er þetta stærri hópur? Að meiða og deyða dýr sér til gamans er klárlega æfing í ofbeldi sem ekki nokkur leið er að segja til um hvar endar. Verði þessum aðilum ekki hjálpað eru þeir að mínu mati í áhættuhópi þeirra sem kunna að stunda andfélagslega hegðun lungað af lífsferli sínum. Tökum sameiginlega ábyrgð og vörumst að dæma fyrirfram. Það sem skilar sér best til að sporna við og slökkva á hegðun sem þessari er að ná til þessara ungmenna og fjölskyldna þeirra, greina vandann með faglegum hætti og veita viðeigandi aðstoð. Eins þarf að hlúa að þeim sem koma að slíkum verknaði. Fyrst og fremst er þetta sorglegt, að sjálfsögðu fyrir þolendur en ekki síst fyrir gerendurnar sem síðar á ævinni líta til bernsku sinnar og rifja upp minningar um að hafa pyntað og murkað lífið úr dýrum.Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar