Gætum dottið inn í undanúrslitin 27. júní 2007 02:00 Þar sem Microsoft hefur reist netþjónabú hafa yfirleitt fleiri fyrirtæki fylgt á eftir. Framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi segir byggingu netþjónabúa hafa mikil keðjuverkandi áhrif. Markaðurinn/GVA „Við erum bara að bíða. Við getum átt von á því að detta inn í þriggja liða úrslitin í næsta mánuði,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Fyrirtækið fól honum að kanna grundvöll fyrir því að byggja netþjónabú hér á landi og komu fulltrúar frá Microsoft hingað til lands fyrir um hálfum mánuði. Á bilinu átta til tíu lönd koma til greina þar sem reisa á gagnageymslu fyrirtækisins. Ísland er þar á meðal. Málin skýrast í byrjun júlí en þá verða þrjú lönd valin til frekari skoðunar. Halldór segir Microsoft skoða 31 atriði varðandi hagkvæmni þess að reisa netþjónabú áður en ákvörðun verður tekin. Þar er á meðal er raforkuverð, tengingar við umheiminn og lóðaverð. „Þeir skoða meira að segja verð á sementi,“ bendir Halldór og bætir við að til skoðunar sé að reisa eitt bú þótt gjarnan hafi fyrirtækið reist tvö á svipuðum tíma. Tíminn muni leiða í ljós hvort af verkefninu verði. Ekki liggur fyrir hvar Microsoft geti hugsað sér að reisa netþjónabú. Nálægðin við raforku og ljósleiðara skipta höfuðmáli. Halldór bendir á að jafnvel geti fyrirtækið reist búið þar sem sæstrengurinn kemur til landsins fyrir austan. Þegar nýi sæstrengurinn verður lagður kemur hann inn í landið á öðrum stað og geti hann allt eins orðið fyrir valinu, að sögn Halldórs. „Þetta skýrist allt í næsta mánuði. Ef Ísland kemst í þriggja landa úrslitin sendir Microsoft þrjá vinnuhópa hingað sem skoða hvert sitt atriðið,“ segir hann. Halldór segir netþjónabú hafa komið í stað stóriðju og álvera í nokkrum löndum. Þar hafi verið veitt ýmsar skattalegar ívilnanir vegna þessa og megi vel hugsa sér að stjórnvöld hér bjóði eitthvað slíkt þegar fram í sæki. „Þar sem Microsoft byggir netþjónabú laðar það að sér gífurlega mikið af öðrum erlendum aðilum sem vilja gera svipaða hluti eða þjónusta þau. Það má því gera ráð fyrir keðjuverkandi áhrifum af byggingu netþjónabúa,“ segir hann og bendir á að í Quincy í Washingtonríki í Bandaríkjunum þar sem Microsoft reisti bú í fyrra hafi fleiri fyrirtæki, svo sem þróunarsetur um ákveðin verkefni, fylgt í kjölfarið. „Ég held að netþjónabúin verði samkeppnisvöllur framtíðarinnar. Að eiga netþjónabúin, reiknigetuna og plássið mun skera úr um það hvaða upplýsingafyrirtæki muni í framtíðinni verða stærst í heimi,“ segir Halldór. Undir smásjánni Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
„Við erum bara að bíða. Við getum átt von á því að detta inn í þriggja liða úrslitin í næsta mánuði,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Fyrirtækið fól honum að kanna grundvöll fyrir því að byggja netþjónabú hér á landi og komu fulltrúar frá Microsoft hingað til lands fyrir um hálfum mánuði. Á bilinu átta til tíu lönd koma til greina þar sem reisa á gagnageymslu fyrirtækisins. Ísland er þar á meðal. Málin skýrast í byrjun júlí en þá verða þrjú lönd valin til frekari skoðunar. Halldór segir Microsoft skoða 31 atriði varðandi hagkvæmni þess að reisa netþjónabú áður en ákvörðun verður tekin. Þar er á meðal er raforkuverð, tengingar við umheiminn og lóðaverð. „Þeir skoða meira að segja verð á sementi,“ bendir Halldór og bætir við að til skoðunar sé að reisa eitt bú þótt gjarnan hafi fyrirtækið reist tvö á svipuðum tíma. Tíminn muni leiða í ljós hvort af verkefninu verði. Ekki liggur fyrir hvar Microsoft geti hugsað sér að reisa netþjónabú. Nálægðin við raforku og ljósleiðara skipta höfuðmáli. Halldór bendir á að jafnvel geti fyrirtækið reist búið þar sem sæstrengurinn kemur til landsins fyrir austan. Þegar nýi sæstrengurinn verður lagður kemur hann inn í landið á öðrum stað og geti hann allt eins orðið fyrir valinu, að sögn Halldórs. „Þetta skýrist allt í næsta mánuði. Ef Ísland kemst í þriggja landa úrslitin sendir Microsoft þrjá vinnuhópa hingað sem skoða hvert sitt atriðið,“ segir hann. Halldór segir netþjónabú hafa komið í stað stóriðju og álvera í nokkrum löndum. Þar hafi verið veitt ýmsar skattalegar ívilnanir vegna þessa og megi vel hugsa sér að stjórnvöld hér bjóði eitthvað slíkt þegar fram í sæki. „Þar sem Microsoft byggir netþjónabú laðar það að sér gífurlega mikið af öðrum erlendum aðilum sem vilja gera svipaða hluti eða þjónusta þau. Það má því gera ráð fyrir keðjuverkandi áhrifum af byggingu netþjónabúa,“ segir hann og bendir á að í Quincy í Washingtonríki í Bandaríkjunum þar sem Microsoft reisti bú í fyrra hafi fleiri fyrirtæki, svo sem þróunarsetur um ákveðin verkefni, fylgt í kjölfarið. „Ég held að netþjónabúin verði samkeppnisvöllur framtíðarinnar. Að eiga netþjónabúin, reiknigetuna og plássið mun skera úr um það hvaða upplýsingafyrirtæki muni í framtíðinni verða stærst í heimi,“ segir Halldór.
Undir smásjánni Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira