Það sem koma skal? Stefán Jón Hafstein skrifar 6. júlí 2007 08:15 Ég var í Darfur fyrir 20 árum. Flóttafólk, hungursneyð, börn á vergangi og mæður sem enga hjálp sér gátu veitt, bændur þeirra á hrakningi undan vígasveitum. Hljómar kunnuglega? Reyndar eru sögurnar frá Darfur núna miklu verri. Hópnauðganir, fjöldamorð - og ennþá er hungursneyð, stríð, og vanmáttugt alþjóðasamfélag. Ég veit ekki hvort margir Íslendingar hafi komið til Darfur í Súdan, sem nú er svartasti bletturinn á samvisku heimsins. Ég var þar þá, og þóttist sjá tvennt: Ótrúlegar hörmungar á „mel manna" sem ég kallaði svo eftir Þorsteini frá Hamri í bók minni „Guðirnir eru geggjaðir". Og baráttu um lífsbjörg. Síðan hef ég fylgst með í baksýnisspeglinum og reynt að átta mig á því sem þar gerist. Það virðist flókið, en er einfalt. Sögur af ólíku fólki Margar fréttir af Darfur segja sögur af ólíku fólki til að skýra út þær hörmungar sem dynja yfir. Þarna eiga að vera arabar sem ráðast á svertingja og ólíkir trúarflokkar sem eiga ekki saman. Þetta eru einfaldar fréttaskýringar sem eru frekar til þess fallnar að fólk líti undan en reyni að skilja veruleika sem býr að baki. Þegar ég var í Darfur fannst mér málið einfalt: Þurrbrjósta mæður, veinandi brjóstmylkingar, sveltandi börn, horfallnir eiginmenn og feður; en stríðið var barátta um auðlindir. Sahara, þessi ógnvænlega eyðimörk, skríður stöðugt suður og inn í Darfur. Undan eyðimörkinni hrekjast hirðingjar, sem eru arabar, með stórar hjarðir búsmala sem ekki finna beitiland. Svartir bændur sem erja land, lifa af skógi og því sem ræktað er, finna fyrir því: hjarðir ráðast á akra, skógum er eytt, þurrkar tæma vatnsból - lífið er búið. Svo koma óðar sveitir morðingja sem kallast undarlegum nöfnum, en eru gerðar út til að hreinsa til í stríði um þverrandi auðlindir. Úrkoma í Darfur minnkaði um helming á liðinni öld. Fólksfjöldi hefur sexfaldast á fjórum áratugum. Nú eru 6.5 milljónir manna á svæði sem brauðfæðir helmingi færri. Nei, þetta er ekki flókið og snýst ekki um trúarbrögð, kynþætti eða „pólitík" - nema þá pólitík sem er æðri allri annarri og er baráttan um þverrandi auðlindir. Eyðimerkurvæðing Í Darfur horfum við upp á verstu merki loftslagsbreytinga: Úrkoma minnkar, vatnsból tæmast, hjarðir sækja á skóga og eyða, jarðvegur eyðist þegar tré binda hann ekki lengur og bændur flosna upp, allir tapa. En enginn getur snúið dæminu við. Til að byggja hús þarf tugi trjáa, til að elda mat þarf meiri eldivið, til að næra hjarðir þarf vatn... en jafnvel ný vatnsból þorna upp. Í stríðinu sem af hlýst hafa 250.000 manns misst lífið og 2.5 milljónir manna farið á vergang; og nú þarf að flytja flóttamannabúðir í Tjad og El Fasher, höfuðstað Darfur, vegna vatnsskorts. Ég man þegar ég flaug með Herkúlesar-flugvél frá Khartúm yfir til El Fasher og sat á matargjöfum sem voru kornpokar. Svo fór ég með þyrlum sem hentu niður matvælum til fólks þar sem þær flugu meðfram uppþornuðum árfarvegum. Á jörðu niðri reyndu starfsmenn líknarfélaga að bjarga því sem bjargað varð. Síðan eru liðnir tveir áratugir og heimurinn stendur frammi fyrir enn einni „krísunni". Fyrir 20 árum var þetta algjörlega augljóst dæmi og er það enn. Baráttan um auðlindirnar hefur leyst úr læðingi allt það versta sem býr í mannskepnunni. Ég kom til El Fasher og man eftir flóttamannabúðunum sem þar voru. Ef að líkum lætur eru öll börnin sem þar voru þá löngu látin og hin sem bæst hafa í hópinn verða nú að hrekjast enn lengra undan stríði og þurrki. Hvað næst? Á dögunum kom út spá alþjóðasamtaka sem fullyrða að meginbreytingin sem hlýnun loftslags valdi á komandi áratugum verði fleiri stríð. Er talið að 150 milljónir manna verði að hörfa undan þurrkum, flóðum eða öðrum náttúruhamförum, frá landssvæðum sem nú eru byggileg, en verða það ekki lengur. Þessi fólksfjöldi muni setja óbærilegan þrýsting á nærliggjandi svæði sem einnig verði illa úti og þar með valda átökum á borð við þau sem við nú sjáum í Darfur. Hvað ætla menn að gera þar? Máttur alþjóðasamfélagsins virðist ekki mikill gagnvart einni svona styrjöld. Hvernig ætla menn að svara tíu eða tuttugu slíkum auðlindastyrjöldum eftir álíka mörg ár og nú eru liðin frá því menn hófu fyrst að kasta korni úr lofti á Darfur? Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Stefán Jón Hafstein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Ég var í Darfur fyrir 20 árum. Flóttafólk, hungursneyð, börn á vergangi og mæður sem enga hjálp sér gátu veitt, bændur þeirra á hrakningi undan vígasveitum. Hljómar kunnuglega? Reyndar eru sögurnar frá Darfur núna miklu verri. Hópnauðganir, fjöldamorð - og ennþá er hungursneyð, stríð, og vanmáttugt alþjóðasamfélag. Ég veit ekki hvort margir Íslendingar hafi komið til Darfur í Súdan, sem nú er svartasti bletturinn á samvisku heimsins. Ég var þar þá, og þóttist sjá tvennt: Ótrúlegar hörmungar á „mel manna" sem ég kallaði svo eftir Þorsteini frá Hamri í bók minni „Guðirnir eru geggjaðir". Og baráttu um lífsbjörg. Síðan hef ég fylgst með í baksýnisspeglinum og reynt að átta mig á því sem þar gerist. Það virðist flókið, en er einfalt. Sögur af ólíku fólki Margar fréttir af Darfur segja sögur af ólíku fólki til að skýra út þær hörmungar sem dynja yfir. Þarna eiga að vera arabar sem ráðast á svertingja og ólíkir trúarflokkar sem eiga ekki saman. Þetta eru einfaldar fréttaskýringar sem eru frekar til þess fallnar að fólk líti undan en reyni að skilja veruleika sem býr að baki. Þegar ég var í Darfur fannst mér málið einfalt: Þurrbrjósta mæður, veinandi brjóstmylkingar, sveltandi börn, horfallnir eiginmenn og feður; en stríðið var barátta um auðlindir. Sahara, þessi ógnvænlega eyðimörk, skríður stöðugt suður og inn í Darfur. Undan eyðimörkinni hrekjast hirðingjar, sem eru arabar, með stórar hjarðir búsmala sem ekki finna beitiland. Svartir bændur sem erja land, lifa af skógi og því sem ræktað er, finna fyrir því: hjarðir ráðast á akra, skógum er eytt, þurrkar tæma vatnsból - lífið er búið. Svo koma óðar sveitir morðingja sem kallast undarlegum nöfnum, en eru gerðar út til að hreinsa til í stríði um þverrandi auðlindir. Úrkoma í Darfur minnkaði um helming á liðinni öld. Fólksfjöldi hefur sexfaldast á fjórum áratugum. Nú eru 6.5 milljónir manna á svæði sem brauðfæðir helmingi færri. Nei, þetta er ekki flókið og snýst ekki um trúarbrögð, kynþætti eða „pólitík" - nema þá pólitík sem er æðri allri annarri og er baráttan um þverrandi auðlindir. Eyðimerkurvæðing Í Darfur horfum við upp á verstu merki loftslagsbreytinga: Úrkoma minnkar, vatnsból tæmast, hjarðir sækja á skóga og eyða, jarðvegur eyðist þegar tré binda hann ekki lengur og bændur flosna upp, allir tapa. En enginn getur snúið dæminu við. Til að byggja hús þarf tugi trjáa, til að elda mat þarf meiri eldivið, til að næra hjarðir þarf vatn... en jafnvel ný vatnsból þorna upp. Í stríðinu sem af hlýst hafa 250.000 manns misst lífið og 2.5 milljónir manna farið á vergang; og nú þarf að flytja flóttamannabúðir í Tjad og El Fasher, höfuðstað Darfur, vegna vatnsskorts. Ég man þegar ég flaug með Herkúlesar-flugvél frá Khartúm yfir til El Fasher og sat á matargjöfum sem voru kornpokar. Svo fór ég með þyrlum sem hentu niður matvælum til fólks þar sem þær flugu meðfram uppþornuðum árfarvegum. Á jörðu niðri reyndu starfsmenn líknarfélaga að bjarga því sem bjargað varð. Síðan eru liðnir tveir áratugir og heimurinn stendur frammi fyrir enn einni „krísunni". Fyrir 20 árum var þetta algjörlega augljóst dæmi og er það enn. Baráttan um auðlindirnar hefur leyst úr læðingi allt það versta sem býr í mannskepnunni. Ég kom til El Fasher og man eftir flóttamannabúðunum sem þar voru. Ef að líkum lætur eru öll börnin sem þar voru þá löngu látin og hin sem bæst hafa í hópinn verða nú að hrekjast enn lengra undan stríði og þurrki. Hvað næst? Á dögunum kom út spá alþjóðasamtaka sem fullyrða að meginbreytingin sem hlýnun loftslags valdi á komandi áratugum verði fleiri stríð. Er talið að 150 milljónir manna verði að hörfa undan þurrkum, flóðum eða öðrum náttúruhamförum, frá landssvæðum sem nú eru byggileg, en verða það ekki lengur. Þessi fólksfjöldi muni setja óbærilegan þrýsting á nærliggjandi svæði sem einnig verði illa úti og þar með valda átökum á borð við þau sem við nú sjáum í Darfur. Hvað ætla menn að gera þar? Máttur alþjóðasamfélagsins virðist ekki mikill gagnvart einni svona styrjöld. Hvernig ætla menn að svara tíu eða tuttugu slíkum auðlindastyrjöldum eftir álíka mörg ár og nú eru liðin frá því menn hófu fyrst að kasta korni úr lofti á Darfur? Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun