Rafmagnað andrúmsloft 10. júlí 2007 07:45 Vissulega var hægt að segja að pólitískt andrúmsloft í landinu hafi verið rafmagnað þegar Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra kynnti ákvörðun sína og ríkisstjórnar um að þorskkvóti fyrir næsta fiskveiðiár yrði skorinn niður um þriðjung. Ákvörðunin kallaði á kjark og hugrekki hjá ráðherranum sem kemur frá Vestfjörðum og er þingmaður landsbyggðarinnar sem á afar mikið undir veiðum og vinnslu á þorski. Ekkert kemur í stað 60.000 tonna af þorski nema uppbygging stofna til lengri tíma. Vonandi verðum við farin að veiða helmingi meiri þorsk eftir áratug eða svo. Okkar í ríkisstjórn og á Alþingi er að taka höggið af landsbyggðinni einsog kostur er. Vel útfærðar og kraftmiklar aðgerðir í samgöngum, fjarskiptum, menntun og flutningi starfa án staðsetningar út á land eru á meðal þeirra og verða kynntar ítarlega á næstunni. Annað sem tengist uppbyggingu nýrrar starfsemi utan höfuðborgarinnar eru stórhuga hugmyndir Keilis og Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar um nýjan skóla og nemendagarða á vallarsvæðinu á Miðnesheiði. Talsvert hefur verið fjallað um bráðabirgðalög sem ríkisstjórnin setti fyrir helgi sem veita aðlögunartíma til þriggja ára til að skipta út rafkerfi á svæðinu að því uppfylltu að fyllsta öryggis sé gætt, lekaliðum komið fyrir og allra sjónarmiða öryggisstaðla sé mætt innan þess kerfis sem þar er. Annaðhvort var að veita aðlögun eða stöðva þá uppbyggingu sem nú stendur yfir á svæðinu. Þróunarfélagið er þegar byrjað að lagfæra rafmagnskerfið á svæðinu svo hægt sé að nota það á fullnægjandi og öruggan hátt. Að sjálfsögðu verður skipt um kerfið og evrópskt rafmagnskerfi tekið upp á svæðinu en hér eru mikil verðmæti undir og brýnt að öflug starfsemi hefjist á svæðinu. Lögin eru skilyrt við aðgerðaráætlun um útskiptin og tímabundin við þrjú ár. Svona er pólitíkin. Stundum eru einungis erfiðir kostir sem blasa við en það þarf að leysa málin. Og þá er að velja þann kostinn sem talinn er bestur og þjóna almannahagsmunum til lengri tíma litið. Höfundur er viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Vissulega var hægt að segja að pólitískt andrúmsloft í landinu hafi verið rafmagnað þegar Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra kynnti ákvörðun sína og ríkisstjórnar um að þorskkvóti fyrir næsta fiskveiðiár yrði skorinn niður um þriðjung. Ákvörðunin kallaði á kjark og hugrekki hjá ráðherranum sem kemur frá Vestfjörðum og er þingmaður landsbyggðarinnar sem á afar mikið undir veiðum og vinnslu á þorski. Ekkert kemur í stað 60.000 tonna af þorski nema uppbygging stofna til lengri tíma. Vonandi verðum við farin að veiða helmingi meiri þorsk eftir áratug eða svo. Okkar í ríkisstjórn og á Alþingi er að taka höggið af landsbyggðinni einsog kostur er. Vel útfærðar og kraftmiklar aðgerðir í samgöngum, fjarskiptum, menntun og flutningi starfa án staðsetningar út á land eru á meðal þeirra og verða kynntar ítarlega á næstunni. Annað sem tengist uppbyggingu nýrrar starfsemi utan höfuðborgarinnar eru stórhuga hugmyndir Keilis og Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar um nýjan skóla og nemendagarða á vallarsvæðinu á Miðnesheiði. Talsvert hefur verið fjallað um bráðabirgðalög sem ríkisstjórnin setti fyrir helgi sem veita aðlögunartíma til þriggja ára til að skipta út rafkerfi á svæðinu að því uppfylltu að fyllsta öryggis sé gætt, lekaliðum komið fyrir og allra sjónarmiða öryggisstaðla sé mætt innan þess kerfis sem þar er. Annaðhvort var að veita aðlögun eða stöðva þá uppbyggingu sem nú stendur yfir á svæðinu. Þróunarfélagið er þegar byrjað að lagfæra rafmagnskerfið á svæðinu svo hægt sé að nota það á fullnægjandi og öruggan hátt. Að sjálfsögðu verður skipt um kerfið og evrópskt rafmagnskerfi tekið upp á svæðinu en hér eru mikil verðmæti undir og brýnt að öflug starfsemi hefjist á svæðinu. Lögin eru skilyrt við aðgerðaráætlun um útskiptin og tímabundin við þrjú ár. Svona er pólitíkin. Stundum eru einungis erfiðir kostir sem blasa við en það þarf að leysa málin. Og þá er að velja þann kostinn sem talinn er bestur og þjóna almannahagsmunum til lengri tíma litið. Höfundur er viðskiptaráðherra.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar