Ljóminn í ellinni 24. júlí 2007 00:01 Fátt hefur vakið með mér óttalegri hugrenningar en frásögn konu af því hvernig barnatrú linaði ótta ömmu hennar eftir að hrörnunarsjúkdómur hafði hrifsað burtu nær allar minningar hennar af lífinu. Konan taldi þetta til marks um það hve sálmar og bænir sem börn lærðu fyrr á tímum gætu komið að gagni síðar meir. Börn nútímans, sem fæst læra bænir, sagði hún fara á mis við mikið. Ef hugar þeirra yrðu síðar helteknir af gleymsku myndu þau líklega aðeins geta raulað með sér auglýsingastef hinna ýmsu fyrirtækja. Það væri eitt af því fáa sem börn vorra tíma lærðu utanbókar. Oft hefur þessi frásögn valdið því að ég sé mig í hugskotssjónum, háaldraða og gleymna, raulandi um hve Ljóminn sé ljómandi góður, betri en ég hugsaði mér. Hann eigi skilið það lof sem hann fær, virki frá hvirfli ofan í tær og verði mér að eilífu kær. Hin djöfullega smjörlíkisauglýsing, með Ríó tríóinu, tilheyrir nefnilega einum af mínum elstu bernskuminningum og fölnar ei. Sem barn hlaut ég töluverða uppfræðslu í kristinni trú í gegnum votta Jehóva. Vitanlega hreifst ég af illri meðferð Jehóva guðs á Filisteum og öðru úrþvætti. Fræðslan olli því líklega að ég hef ávallt haft mikinn áhuga á trúarbrögðum og öðrum glæpa- og ofbeldissögum. Engin mynd hefur vakið með mér meiri ugg en sú sem má finna í ritinu Biblíusögubókin mín, sem mér var gefin átta ára gamalli, en þar má sjá synduga móður gráta með barn sitt í fangi meðan Nói siglir örkinni burt af festu og guðrækni. Ef til vill á ég því einhverja von um að orna mér við annað en Ljómalagið, mér til skemmtunar, ef aldurinn færist yfir með gleymsku. Barnið mitt er snillingur. Um það er ég algerlega sannfærð. Rétt eins og flest allir foreldrar fjögurra ára barna. Það þarf þó ekki að þýða að honum verði rótt í ellinni. Í hjólreiðaleiðangri um Vesturbæinn varð mér á að benda á kirkju og spyrja hann um hver ætti þar heima. Hneykslaður svaraði hann: „Prestar eiga ekki heima í kirkjum, þeir vinna bara þar." Því næst heimtaði hann að við kæmum við í klukkubúð til að kaupa Pez. Ég varð nú heldur vonsvikin yfir því hve illa mér hafði lánast að uppfræða barn mitt. Í gær hlotnaðist mér þó tækifæri til að segja honum frá alheiminum, guði og öllu. Óvart hafði ég sett höndina inn í köngulóarvef þar sem fjöldi köngulóarbarna var að snæðingi. Á meðan ég reyndi að losa mig við nokkra tugi þeirra spurði hann mig hvaðan þau kæmu. Ótti minn á smádýrunum olli því að ég svaraði spurningunni á þann veg að þær kæmu frá köngulóarmömmunni og köngulóarpabbanum. Rétt svar er þó að köngulær og annað í þessum heimi er frá guði. Því svari laust þó í huga minn þegar pilturinn spurði hvernig kóngulóarbörnin yrðu til. Guði sé lof. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun
Fátt hefur vakið með mér óttalegri hugrenningar en frásögn konu af því hvernig barnatrú linaði ótta ömmu hennar eftir að hrörnunarsjúkdómur hafði hrifsað burtu nær allar minningar hennar af lífinu. Konan taldi þetta til marks um það hve sálmar og bænir sem börn lærðu fyrr á tímum gætu komið að gagni síðar meir. Börn nútímans, sem fæst læra bænir, sagði hún fara á mis við mikið. Ef hugar þeirra yrðu síðar helteknir af gleymsku myndu þau líklega aðeins geta raulað með sér auglýsingastef hinna ýmsu fyrirtækja. Það væri eitt af því fáa sem börn vorra tíma lærðu utanbókar. Oft hefur þessi frásögn valdið því að ég sé mig í hugskotssjónum, háaldraða og gleymna, raulandi um hve Ljóminn sé ljómandi góður, betri en ég hugsaði mér. Hann eigi skilið það lof sem hann fær, virki frá hvirfli ofan í tær og verði mér að eilífu kær. Hin djöfullega smjörlíkisauglýsing, með Ríó tríóinu, tilheyrir nefnilega einum af mínum elstu bernskuminningum og fölnar ei. Sem barn hlaut ég töluverða uppfræðslu í kristinni trú í gegnum votta Jehóva. Vitanlega hreifst ég af illri meðferð Jehóva guðs á Filisteum og öðru úrþvætti. Fræðslan olli því líklega að ég hef ávallt haft mikinn áhuga á trúarbrögðum og öðrum glæpa- og ofbeldissögum. Engin mynd hefur vakið með mér meiri ugg en sú sem má finna í ritinu Biblíusögubókin mín, sem mér var gefin átta ára gamalli, en þar má sjá synduga móður gráta með barn sitt í fangi meðan Nói siglir örkinni burt af festu og guðrækni. Ef til vill á ég því einhverja von um að orna mér við annað en Ljómalagið, mér til skemmtunar, ef aldurinn færist yfir með gleymsku. Barnið mitt er snillingur. Um það er ég algerlega sannfærð. Rétt eins og flest allir foreldrar fjögurra ára barna. Það þarf þó ekki að þýða að honum verði rótt í ellinni. Í hjólreiðaleiðangri um Vesturbæinn varð mér á að benda á kirkju og spyrja hann um hver ætti þar heima. Hneykslaður svaraði hann: „Prestar eiga ekki heima í kirkjum, þeir vinna bara þar." Því næst heimtaði hann að við kæmum við í klukkubúð til að kaupa Pez. Ég varð nú heldur vonsvikin yfir því hve illa mér hafði lánast að uppfræða barn mitt. Í gær hlotnaðist mér þó tækifæri til að segja honum frá alheiminum, guði og öllu. Óvart hafði ég sett höndina inn í köngulóarvef þar sem fjöldi köngulóarbarna var að snæðingi. Á meðan ég reyndi að losa mig við nokkra tugi þeirra spurði hann mig hvaðan þau kæmu. Ótti minn á smádýrunum olli því að ég svaraði spurningunni á þann veg að þær kæmu frá köngulóarmömmunni og köngulóarpabbanum. Rétt svar er þó að köngulær og annað í þessum heimi er frá guði. Því svari laust þó í huga minn þegar pilturinn spurði hvernig kóngulóarbörnin yrðu til. Guði sé lof.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun