Milljarðamæringaávarpið 30. júlí 2007 05:30 Þótt Reykjavík sé að mörgu leyti ágæt skortir hér töluvert upp á boðlega aðstöðu fyrir milljarðamæringa. Til dæmis vantar almennilegar hallir. Eina höllin sem stendur undir nafni er Sundhöllin og hún er notuð handa skítugum almenningi að baða sig. Við endann á Aðalstræti er reyndar lægsti skýjakljúfur heims sem hlaut nafnið Morgunblaðshöllin. Það var vegna þess að þegar hún var reist höfðu Íslendingar aldrei séð hallir og vissu ekki hvernig slíkar byggingar litu út. FYRIR milljarðamæring í húsnæðishraki er fátt um fína drætti í Reykjavík. Til marks um það má nefna að einn slíkur ætlar að gera sér það að góðu að kúldrast í gamla Bæjarbókasafninu við Grundarstíg sem er innan við fimmhundruð fermetrar á stærð. PRAKTÍSKARA hefði verið fyrir milljarðamæring sem langaði til að búa í gömlu almenningsbókasafni að kaupa Þjóðarbókhlöðuna og innrétta hana upp á nýtt. Þar eru nóg bílastæði, aðstaða fyrir kastalasíki með vindubrú og pláss fyrir þyrlupall og stutt niður á flugvöll í einkaþotuna. ÞAÐ er kominn tími til að hætta sífelldu sífri um að eitthvað þurfi að gera fyrir gamalmenni, öryrkja og alls konar lúsera sem kallast einu nafni „jaðarfólk". Það eru manneskjur sem ekkert mark er takandi á en hafa samt atkvæðisrétt. Vissulega þarf að leysa hin örsmáu vandamál fátæklinga en meira aðkallandi er þó að snúa sér að hinum stóru vandamálum ríka fólksins. ÞÓTT hin nýja stétt milljarðamæringa sé minnihlutahópur enn sem komið er ber að taka tillit til þeirra sérþarfa sem auðnum fylgja. Við eigum ekki að spyrja hvað milljarðamæringarnir geti gert fyrir okkur heldur hvað við getum fleira gert fyrir milljarðamæringana. Hér þarf að einkavæða þær fáu stórbyggingar sem þjóðin státar af og væru boðleg húsakynni fyrir þetta fólk. Ekki mundi heldur kosta mikið að fletta malbikinu af helstu götum borgarinnar svo að raunveruleg þörf verði fyrir alla Porsche- og Hummer-jeppana og torfærutröllin sem hin nýja stétt hefur fjárfest í. Jafnrétti er ekki bara réttlætiskrafa fátæklinga heldur líka hinna nýríku. Milljarðamæringar allra landa sameinist! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Þótt Reykjavík sé að mörgu leyti ágæt skortir hér töluvert upp á boðlega aðstöðu fyrir milljarðamæringa. Til dæmis vantar almennilegar hallir. Eina höllin sem stendur undir nafni er Sundhöllin og hún er notuð handa skítugum almenningi að baða sig. Við endann á Aðalstræti er reyndar lægsti skýjakljúfur heims sem hlaut nafnið Morgunblaðshöllin. Það var vegna þess að þegar hún var reist höfðu Íslendingar aldrei séð hallir og vissu ekki hvernig slíkar byggingar litu út. FYRIR milljarðamæring í húsnæðishraki er fátt um fína drætti í Reykjavík. Til marks um það má nefna að einn slíkur ætlar að gera sér það að góðu að kúldrast í gamla Bæjarbókasafninu við Grundarstíg sem er innan við fimmhundruð fermetrar á stærð. PRAKTÍSKARA hefði verið fyrir milljarðamæring sem langaði til að búa í gömlu almenningsbókasafni að kaupa Þjóðarbókhlöðuna og innrétta hana upp á nýtt. Þar eru nóg bílastæði, aðstaða fyrir kastalasíki með vindubrú og pláss fyrir þyrlupall og stutt niður á flugvöll í einkaþotuna. ÞAÐ er kominn tími til að hætta sífelldu sífri um að eitthvað þurfi að gera fyrir gamalmenni, öryrkja og alls konar lúsera sem kallast einu nafni „jaðarfólk". Það eru manneskjur sem ekkert mark er takandi á en hafa samt atkvæðisrétt. Vissulega þarf að leysa hin örsmáu vandamál fátæklinga en meira aðkallandi er þó að snúa sér að hinum stóru vandamálum ríka fólksins. ÞÓTT hin nýja stétt milljarðamæringa sé minnihlutahópur enn sem komið er ber að taka tillit til þeirra sérþarfa sem auðnum fylgja. Við eigum ekki að spyrja hvað milljarðamæringarnir geti gert fyrir okkur heldur hvað við getum fleira gert fyrir milljarðamæringana. Hér þarf að einkavæða þær fáu stórbyggingar sem þjóðin státar af og væru boðleg húsakynni fyrir þetta fólk. Ekki mundi heldur kosta mikið að fletta malbikinu af helstu götum borgarinnar svo að raunveruleg þörf verði fyrir alla Porsche- og Hummer-jeppana og torfærutröllin sem hin nýja stétt hefur fjárfest í. Jafnrétti er ekki bara réttlætiskrafa fátæklinga heldur líka hinna nýríku. Milljarðamæringar allra landa sameinist!
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun