Leikarinn Jamie Foxx hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni The Soloist. Fjallar hún um heimilislausa tónlistarmanninn og geðklofann Nathaniel Antony Ayers sem dreymir um að halda tónleika í Walt Disney-tónleikahöllinni.
Myndin er byggð á blaðagreinum sem birtust í dagblaðinu Los Angeles Times og stendur einnig til að semja bók eftir þeim.