Færanleg lögreglustöð 20. ágúst 2007 07:00 Sá sem býr í miðborg veit að þar er ýmislegt öðruvísi en í úthverfum. Sumt betra. Annað verra. Aðeins eitt er óþolandi og það er að búa á svæði þar sem löggan hefur gefist upp á að framfylgja landslögum. Með lögum skal land byggja - nema miðborg Reykjavíkur. Ekkert er ánægjulegra í augum þeirra sem búa í miðborginni en að sjá þúsundir samankomnar á fallegum degi eða kvöldi og gildir þá einu hvort um er að ræða fyrsta maí-hátíðahöld, gleðigöngu, menningarnótt eða eitthvað allt annað. Hingað eru allir velkomnir hvort sem er að nóttu eða degi sem semja sig að siðaðra manna háttum og þeim lögum sem gilda fyrir alla landsmenn án tillits til hvort þeir búa í 101 eða í Grímsey. Miðbæjarrotturnar hegða sér skikkanlega í öðrum byggðarlögum. Ef við förum til dæmis til Hafnarfjarðar dettur okkur ekki í hug að ráðast þar á fólk með hnífum, hnefum, spörkum eða bareflum jafnvel þótt það verði á vegi okkar. Við mígum ekki á búðarglugga í Kópavogi, kúkum ekki í húsagarða í Garðabæ, brjótum ekki rúður í Mosfellsbæ og stöndum ekki öskrandi fyrir utan hús sofandi Seltirninga. Samt eru íbúar miðborgarinnar nákvæmlega eins og annað fólk. Sumir drekka mikið en sjaldan, sumir lítið og oft en sumir aldrei; sumir eru háværir, aðrir kyrrlátir. Allar miðbæjarrotturnar vita að óhjákvæmilegt er að hegða sér siðsamlega og fara eftir lögum og reglum. Annars kemur lögreglan og stingur manni í steininn. Alls staðar - nema í hverfinu okkar, miðborginni. Þar geta allir hegðað sér eins og svín. Það vita allir. Þar er engin lögregla. Ekki frekar en í Ódáðahrauni. Nú skilst manni að ráða eigi bót á þessu. Lögreglan telur að til þess að friða miðborgina fyrir skrílslátum sé nauðsynlegt að kaupa færanlega lögreglustöð, sennilega til að geta elt óróaseggina uppi án þess að yfirgefa stöðina. Kannski er hægt að fjármagna færanlega lögreglustöð með peningunum sem spöruðust við að loka einu lögreglustöðinni í miðbænum fyrir fáum árum. Hún var náttúrlega ekki færanleg og kom því ekki að neinum notum. Hvernig væri að prófa að nota færanlega lögreglumenn þar til færanlega lögreglustöðin kemur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Sá sem býr í miðborg veit að þar er ýmislegt öðruvísi en í úthverfum. Sumt betra. Annað verra. Aðeins eitt er óþolandi og það er að búa á svæði þar sem löggan hefur gefist upp á að framfylgja landslögum. Með lögum skal land byggja - nema miðborg Reykjavíkur. Ekkert er ánægjulegra í augum þeirra sem búa í miðborginni en að sjá þúsundir samankomnar á fallegum degi eða kvöldi og gildir þá einu hvort um er að ræða fyrsta maí-hátíðahöld, gleðigöngu, menningarnótt eða eitthvað allt annað. Hingað eru allir velkomnir hvort sem er að nóttu eða degi sem semja sig að siðaðra manna háttum og þeim lögum sem gilda fyrir alla landsmenn án tillits til hvort þeir búa í 101 eða í Grímsey. Miðbæjarrotturnar hegða sér skikkanlega í öðrum byggðarlögum. Ef við förum til dæmis til Hafnarfjarðar dettur okkur ekki í hug að ráðast þar á fólk með hnífum, hnefum, spörkum eða bareflum jafnvel þótt það verði á vegi okkar. Við mígum ekki á búðarglugga í Kópavogi, kúkum ekki í húsagarða í Garðabæ, brjótum ekki rúður í Mosfellsbæ og stöndum ekki öskrandi fyrir utan hús sofandi Seltirninga. Samt eru íbúar miðborgarinnar nákvæmlega eins og annað fólk. Sumir drekka mikið en sjaldan, sumir lítið og oft en sumir aldrei; sumir eru háværir, aðrir kyrrlátir. Allar miðbæjarrotturnar vita að óhjákvæmilegt er að hegða sér siðsamlega og fara eftir lögum og reglum. Annars kemur lögreglan og stingur manni í steininn. Alls staðar - nema í hverfinu okkar, miðborginni. Þar geta allir hegðað sér eins og svín. Það vita allir. Þar er engin lögregla. Ekki frekar en í Ódáðahrauni. Nú skilst manni að ráða eigi bót á þessu. Lögreglan telur að til þess að friða miðborgina fyrir skrílslátum sé nauðsynlegt að kaupa færanlega lögreglustöð, sennilega til að geta elt óróaseggina uppi án þess að yfirgefa stöðina. Kannski er hægt að fjármagna færanlega lögreglustöð með peningunum sem spöruðust við að loka einu lögreglustöðinni í miðbænum fyrir fáum árum. Hún var náttúrlega ekki færanleg og kom því ekki að neinum notum. Hvernig væri að prófa að nota færanlega lögreglumenn þar til færanlega lögreglustöðin kemur?
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun