Fasteignatoppinum náð 22. ágúst 2007 00:01 Telegraph | Samdráttur á fasteignamarkaði einskorðast ekki við Bandaríkin því vísbendingar eru um að nú hægi á fasteignamarkaði í Bretlandi. Breska dagblaðið Telegraph segir fasteignaverð í Lundúnum hafa lækkað um 0,1 prósent á milli mánaða í ágúst en þetta mun vera fyrsta verðlækkun ársins. Þetta er reyndar engin nýlunda á þessum tíma árs því fyrir nákvæmlega ári lækkaði verðið um 1,5 prósent á milli mánaða. Blaðið hefur eftir einum fasteignasala að jafn fáar fasteignir hafi ekki verið til sölu á árinu og virðist sem fasteignamarkaðurinn hafi náð hámarki. Fasteignasalinn segir stýrivaxtahækkanir Englandsbanka hafa gert fólki í fasteignahugleiðingum afhuga því að skella sér í skuldafen, sérstaklega þegar kemur að kaupum á rándýrum svæðum svo sem á Lundúnasvæðinu. Menn leggja reyndar mismunandi merkingu í orðið „samdráttur" en fasteignaverð í Lundúnum hefur rokið upp síðustu ár, þar af um 25 prósent frá sama tíma fyrir ári. Óvissa um þróun markaða Economist | Spár um gengi hlutabréfa eru jafn öruggur leikur og að láta húðflúra nafn kærustunnar á upphandlegginn. Svona grípur greinarhöfundur breska vikuritsins Economist til orða um hræringar á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum þessa dagana. Höfundurinn segir ómögulegt að segja til um hvað muni gerast næstu daga á hlutabréfamörkuðum. Hann segir aðgerðir bandaríska seðlabankans, sem lækkaði daglánavexti banka um 50 punkta á föstudag, gott skref sem hafi komið sér afar vel enda þýði slíkt að álagið á fjármálastofnanir léttist til muna. Brúnin á fjárfestum léttist í leiðinni en það sýndi sig í hækkun undir lok síðustu viku og í byrjun þessarar viku. Mikilvægt sé hins vegar að jafnvægi komist á markaðina áður en hægt verði að spá fyrir um framhaldið, að mati Economist, sem bætir við að haldi hræringarnar áfram í vikunni muni það draga úr líkunum á að spenna á fjármálamarkaði dvíni í bráð. Héðan og þaðan Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Telegraph | Samdráttur á fasteignamarkaði einskorðast ekki við Bandaríkin því vísbendingar eru um að nú hægi á fasteignamarkaði í Bretlandi. Breska dagblaðið Telegraph segir fasteignaverð í Lundúnum hafa lækkað um 0,1 prósent á milli mánaða í ágúst en þetta mun vera fyrsta verðlækkun ársins. Þetta er reyndar engin nýlunda á þessum tíma árs því fyrir nákvæmlega ári lækkaði verðið um 1,5 prósent á milli mánaða. Blaðið hefur eftir einum fasteignasala að jafn fáar fasteignir hafi ekki verið til sölu á árinu og virðist sem fasteignamarkaðurinn hafi náð hámarki. Fasteignasalinn segir stýrivaxtahækkanir Englandsbanka hafa gert fólki í fasteignahugleiðingum afhuga því að skella sér í skuldafen, sérstaklega þegar kemur að kaupum á rándýrum svæðum svo sem á Lundúnasvæðinu. Menn leggja reyndar mismunandi merkingu í orðið „samdráttur" en fasteignaverð í Lundúnum hefur rokið upp síðustu ár, þar af um 25 prósent frá sama tíma fyrir ári. Óvissa um þróun markaða Economist | Spár um gengi hlutabréfa eru jafn öruggur leikur og að láta húðflúra nafn kærustunnar á upphandlegginn. Svona grípur greinarhöfundur breska vikuritsins Economist til orða um hræringar á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum þessa dagana. Höfundurinn segir ómögulegt að segja til um hvað muni gerast næstu daga á hlutabréfamörkuðum. Hann segir aðgerðir bandaríska seðlabankans, sem lækkaði daglánavexti banka um 50 punkta á föstudag, gott skref sem hafi komið sér afar vel enda þýði slíkt að álagið á fjármálastofnanir léttist til muna. Brúnin á fjárfestum léttist í leiðinni en það sýndi sig í hækkun undir lok síðustu viku og í byrjun þessarar viku. Mikilvægt sé hins vegar að jafnvægi komist á markaðina áður en hægt verði að spá fyrir um framhaldið, að mati Economist, sem bætir við að haldi hræringarnar áfram í vikunni muni það draga úr líkunum á að spenna á fjármálamarkaði dvíni í bráð.
Héðan og þaðan Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira