Heilsuakademíunnar hollráð 23. ágúst 2007 05:00 Heinz tómatsósa Ávaxtasafi hefur nánast jafnmargar hitaeiningar og sætt gos. Ávaxtasafinn er hins vegar mun bætiefnaríkari en gosið. Hitaeiningarnar máltíðarinnar tvöfaldast ef hafðar eru þrjár matskeiðar af kokteilsósu á hamborgaranum í staðinn fyrir sinnep og tómatsósu. Hamborgarasósa er um fjórum sinnum feitari en 10% sýrður rjómi og pítusósa er sjö sinnum feitari. Hitaeiningum fækkar um helming í hverri brauðsneið með því að sleppa viðbiti og um þriðjung ef notað er fituskert viðbit eins og Létta, Létt og laggott, Smyrja, Olivio og Klípa borið saman við smjör. Þegar talað er um kaloríur í daglegu tali er í raun átt við kílókaloríur (kcal), sem eru 1000 kaloríur. Orðið hitaeining er íslenkst heiti fyrir kílókaloríu. Algeng orkuþörf fullorðins karlsmanns er um 2500 kcal og konu um 2000 kcal á dag. Karl sem borðar um 1800 kcal á dag getur átt von á að léttast að jafnaði um 0,5 kg á viku, meira fyrstu vikuna en heldur minna þegar fram í sækir. Kona sem borðar um 1500 kcal á dag getur átt von á að léttast að jafnaði um 0,5 kg á viku, meira fyrstu vikuna en heldur minna þegar fram í sækir. Megrunarkúrar sem boða mikið fitu- og próteinát geta verið skaðlegir fyrir heilsuna, ekki síst fyrir nýru, hjarta og æðakerfi. Fylgja ber slíkum kúrum aðeins undir handleiðslu lækna og annars fagfólks. Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið
Ávaxtasafi hefur nánast jafnmargar hitaeiningar og sætt gos. Ávaxtasafinn er hins vegar mun bætiefnaríkari en gosið. Hitaeiningarnar máltíðarinnar tvöfaldast ef hafðar eru þrjár matskeiðar af kokteilsósu á hamborgaranum í staðinn fyrir sinnep og tómatsósu. Hamborgarasósa er um fjórum sinnum feitari en 10% sýrður rjómi og pítusósa er sjö sinnum feitari. Hitaeiningum fækkar um helming í hverri brauðsneið með því að sleppa viðbiti og um þriðjung ef notað er fituskert viðbit eins og Létta, Létt og laggott, Smyrja, Olivio og Klípa borið saman við smjör. Þegar talað er um kaloríur í daglegu tali er í raun átt við kílókaloríur (kcal), sem eru 1000 kaloríur. Orðið hitaeining er íslenkst heiti fyrir kílókaloríu. Algeng orkuþörf fullorðins karlsmanns er um 2500 kcal og konu um 2000 kcal á dag. Karl sem borðar um 1800 kcal á dag getur átt von á að léttast að jafnaði um 0,5 kg á viku, meira fyrstu vikuna en heldur minna þegar fram í sækir. Kona sem borðar um 1500 kcal á dag getur átt von á að léttast að jafnaði um 0,5 kg á viku, meira fyrstu vikuna en heldur minna þegar fram í sækir. Megrunarkúrar sem boða mikið fitu- og próteinát geta verið skaðlegir fyrir heilsuna, ekki síst fyrir nýru, hjarta og æðakerfi. Fylgja ber slíkum kúrum aðeins undir handleiðslu lækna og annars fagfólks.
Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið