Stuttmyndir á 48 tímum 3. september 2007 09:30 Sylvain Lavigne er kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem ætlar að fá Íslendinga til að gera hraðstuttmyndir í tengslum við kvikmyndahátíðina í haust. Allir þeir sem hafa dreymt um að gera stuttmynd en aldrei látið drauminn rætast geta tekið þátt í kabarettnum Gretti á kvikmyndahátíð. Grettir snýst um að hver sem er getur komið og tekið þátt í kabarettnum og gert stuttmynd á 48 tímum og fengið hana svo sýnda daginn eftir. „Við erum að leita að fólki sem vill gera stuttmyndir. Leikstjórum, leikurum, tónlistarfólki, klippurum, ljósafólki, bökurum, skóurum, bara hverjum sem er sem langar að taka þátt í að gera stuttmyndir,“ segir Sylvain Lavigne sem stendur fyrir Gretti kabarett í tengslum við RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina. Lavigne er kanadískur kvikmyndagerðarmaður. Kabarettinn er sprottinn upp frá kanadísku verkefni sem kallast Kino Kabarett. Verkefnið snýst um að fá fólk til að gera stuttmyndir frá grunni á 48 klukkutímum sem eru svo sýndar daginn eftir að þær eru tilbúnar. Síðustu ár hefur þetta verið gert í tengslum við kvikmyndahátíðir víða um heim. Hér verður þetta gert í tengslum við RIFF og ákveðnir hafa verið þrír sýningardagar þar sem afraksturinn verður sýndur. „Allir mega taka þátt í þessu, fólk þarf ekkert að hafa komið nálægt kvikmyndagerð áður. Myndirnar mega vera hvernig sem er um hvað sem er. Ég hef sjálfur tekið þátt í svona kabarett i Berlín, Manchester og víðar og það hefur alltaf verið mjög gaman. Myndirnar sem verða til eru oft mjög flottar,“ segir Lavigne. Þá sem langar að taka þátt í kabarettnum án þess að gera stuttmynd geta hýst þátttakendur. „Hluti af skemmtuninni við þetta er að fá að gista hjá einhverjum sem býr í borginni. Þannig kynnist maður fólki sem maður hefði annars ekki kynnst og upplifir borgina allt öðruvísi en túristi.“ Þeir sem vilja vera með skrá sig í bækistöðvum kabarettsins þegar kvikmyndahátíðin byrjar. Nánar verður tilkynnt síðar hvar bækistöðvarnar verða. Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Allir þeir sem hafa dreymt um að gera stuttmynd en aldrei látið drauminn rætast geta tekið þátt í kabarettnum Gretti á kvikmyndahátíð. Grettir snýst um að hver sem er getur komið og tekið þátt í kabarettnum og gert stuttmynd á 48 tímum og fengið hana svo sýnda daginn eftir. „Við erum að leita að fólki sem vill gera stuttmyndir. Leikstjórum, leikurum, tónlistarfólki, klippurum, ljósafólki, bökurum, skóurum, bara hverjum sem er sem langar að taka þátt í að gera stuttmyndir,“ segir Sylvain Lavigne sem stendur fyrir Gretti kabarett í tengslum við RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina. Lavigne er kanadískur kvikmyndagerðarmaður. Kabarettinn er sprottinn upp frá kanadísku verkefni sem kallast Kino Kabarett. Verkefnið snýst um að fá fólk til að gera stuttmyndir frá grunni á 48 klukkutímum sem eru svo sýndar daginn eftir að þær eru tilbúnar. Síðustu ár hefur þetta verið gert í tengslum við kvikmyndahátíðir víða um heim. Hér verður þetta gert í tengslum við RIFF og ákveðnir hafa verið þrír sýningardagar þar sem afraksturinn verður sýndur. „Allir mega taka þátt í þessu, fólk þarf ekkert að hafa komið nálægt kvikmyndagerð áður. Myndirnar mega vera hvernig sem er um hvað sem er. Ég hef sjálfur tekið þátt í svona kabarett i Berlín, Manchester og víðar og það hefur alltaf verið mjög gaman. Myndirnar sem verða til eru oft mjög flottar,“ segir Lavigne. Þá sem langar að taka þátt í kabarettnum án þess að gera stuttmynd geta hýst þátttakendur. „Hluti af skemmtuninni við þetta er að fá að gista hjá einhverjum sem býr í borginni. Þannig kynnist maður fólki sem maður hefði annars ekki kynnst og upplifir borgina allt öðruvísi en túristi.“ Þeir sem vilja vera með skrá sig í bækistöðvum kabarettsins þegar kvikmyndahátíðin byrjar. Nánar verður tilkynnt síðar hvar bækistöðvarnar verða.
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein