Rammigaldur í Borgarnesi 3. september 2007 06:00 Hundrað áhorfendur sem margir eru komnir langan veg sitja undir súð á háaloftinu í gömlu húsi. Kvöldskemmtunin sem fólkið bíður eftir er sú að maður birtist og segir þeim sögu. Söguna kunna flestir gestanna fyrir, hafa lesið hana í skóla eða að eigin frumkvæði. Sagan fjallar um mann sem var svo undarlega samsettur að það var eins og hann væri ofbeldishneigð blanda af Halldóri Laxness og Gunnari Huseby. Hann var fæddur í upphafi tíundu aldar. Egill Grímsson hét hann, jafnan nefndur Egill Skalla-Grímsson. SÖGUMAÐURINN heitir Benedikt Erlingsson og býður áheyrendur sína velkomna lágum rómi. Hann er svartklæddur, kannski liðlega þrítugur að aldri. SÝNINGIN hefst. Fyrr en varir tekur leikendum að fjölga á sviðinu. Með rödd sinni og frásagnartækni tekst sögumanni að töfra fram hverja persónuna á fætur annarri, þarna er Egill ungur sveinn án rítalíns, faðir hans, Skalla-Grímur, fóstra hans Þorgerður Brák, eldri bróðirinn Þórólfur og leikfélagar drengsins. Það úir og grúir af persónum sem Benedikt kallar fram af fyrirhafnarlausri snilld og þær standa okkur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. SÖGUMAÐURINN er í essinu sínu. Sagan lifnar í meðförum hans, smám saman ferjar sögumaðurinn okkur inn í heim mýtunnar þar sem hver saga inniheldur allar sögur og allir áheyrendur verða að einum áheyranda sem dáleiddur af rödd sögumannsins er bergnuminn af því undri sem lífið er: draumar, sorgir, árekstrar, sigrar, gleði, vonbrigði, raunir; allt þetta og jafnframt eitthvað miklu meira, dýpra, ofar öllum skilningi. Í LOKIN leysir Benedikt okkur úr álögunum og óskar öllum góðrar heimferðar. Helst hefði ég viljað svífa á hann og toga í ermina á jakkanum hans og suða: Elsku Benni minn, gerðu það ekki hætta núna. Segðu mér söguna aftur og ég skal alltaf vera góður drengur og klára allan matinn minn. En töfrarnir féllu af mér þegar sögunni lauk og ég er því miður aftur orðinn fullorðinn og legg af stað út í rigningu og myrkur á leið niður í Hvalfjarðargöngin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hundrað áhorfendur sem margir eru komnir langan veg sitja undir súð á háaloftinu í gömlu húsi. Kvöldskemmtunin sem fólkið bíður eftir er sú að maður birtist og segir þeim sögu. Söguna kunna flestir gestanna fyrir, hafa lesið hana í skóla eða að eigin frumkvæði. Sagan fjallar um mann sem var svo undarlega samsettur að það var eins og hann væri ofbeldishneigð blanda af Halldóri Laxness og Gunnari Huseby. Hann var fæddur í upphafi tíundu aldar. Egill Grímsson hét hann, jafnan nefndur Egill Skalla-Grímsson. SÖGUMAÐURINN heitir Benedikt Erlingsson og býður áheyrendur sína velkomna lágum rómi. Hann er svartklæddur, kannski liðlega þrítugur að aldri. SÝNINGIN hefst. Fyrr en varir tekur leikendum að fjölga á sviðinu. Með rödd sinni og frásagnartækni tekst sögumanni að töfra fram hverja persónuna á fætur annarri, þarna er Egill ungur sveinn án rítalíns, faðir hans, Skalla-Grímur, fóstra hans Þorgerður Brák, eldri bróðirinn Þórólfur og leikfélagar drengsins. Það úir og grúir af persónum sem Benedikt kallar fram af fyrirhafnarlausri snilld og þær standa okkur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. SÖGUMAÐURINN er í essinu sínu. Sagan lifnar í meðförum hans, smám saman ferjar sögumaðurinn okkur inn í heim mýtunnar þar sem hver saga inniheldur allar sögur og allir áheyrendur verða að einum áheyranda sem dáleiddur af rödd sögumannsins er bergnuminn af því undri sem lífið er: draumar, sorgir, árekstrar, sigrar, gleði, vonbrigði, raunir; allt þetta og jafnframt eitthvað miklu meira, dýpra, ofar öllum skilningi. Í LOKIN leysir Benedikt okkur úr álögunum og óskar öllum góðrar heimferðar. Helst hefði ég viljað svífa á hann og toga í ermina á jakkanum hans og suða: Elsku Benni minn, gerðu það ekki hætta núna. Segðu mér söguna aftur og ég skal alltaf vera góður drengur og klára allan matinn minn. En töfrarnir féllu af mér þegar sögunni lauk og ég er því miður aftur orðinn fullorðinn og legg af stað út í rigningu og myrkur á leið niður í Hvalfjarðargöngin.